Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÞÝSKA verkafólkið fagnar því að vera komið til íslands eftir erfiða sjóferð. Frá Trave- mundetil Oddgeirshóla ILSE Wallmann-Árnason er fædd í hafnarborginni Trav- emiinde, skammt frá Liibeck í Norður-Þýskalandi, árið 1922, og þar bjó hún nánast sam- fleytt til ársins 1949. Faðir hennar var skipstjóri en var orðinn öryrki af gigt á þriðja áratugnum meðan Ilse var að alast upp. Ilse segir að fjölskyldan hafi verið fremur fá- tæk, þó aldrei hafí þau þurft að svelta. Ilse og systur hennar tvær drýgðu tekjurnar með því að kaupa í matinn fyrir gamalt fólk og með því að safna saman tennisboltum við nærliggjandi tennisvöll. „Við fengum nokkra aura fyrir þessi verk og létum mömmu hafa það allt, tókum aldrei neitt fyrir okkur sjálfar," segir Ilse. Fjölskyldan sá sér meðal annars farborða með ræktun, því hún átti um einn hektara lands, þar sem þau meðal annars settu niður kart- öflur. Þau tíndu einnig jarðarber og hindber sem uxu villt. Hjá mági Ilse, sem var sjómaður, fengu þau físk. Ilse segir að móðir sín hafi verið snillingur í því að elda góðan mat fyrir nánast ekkert. Eftir því sem leið á fjórða áratuginn batnaði hagur fjölskyldunnar nokkuð. Foreldrarnir keyptu not- aða strandkörfustóla af ríkinu, gerðu þá upp, og leigðu síðan út. Vann í skotfæraverksmiðju í byijun stríðs var Use skikkuð til vinnu í skotfæraverksmiðju sem staðsett var neðanjarðar í Schlut- up, skammt frá Lubeck. „Þetta var færibandavinna og álagið var mik- ið. Við vorum að setja saman byssuskot og það gat verið hættu- legt. Eitt sinn sprakk skot nálægt mér og ég slasaðist á handlegg." Ilse dreymdi um að gerast ljós- móðir, en virtist eiga litla mögu- leika á því að komast í skóla. Fyr- ir tilviljun tókst það þó. „Ég klemmdi óvart fingur starfs- mannastjóra verksmiðjunnar milli hurðar og stafs. Hann æpti yfír sig af sársauka og ég bæði æpti og grét af skelfingu og meðaumk- un. Upp frá því kynntumst við og hann sá til þess að ég gæti hætt í verksmiðjunni og farið í nám.“ Fosfórsprengjur á Hamborg Snemma árs 1941 fór Ilse í sjúkraliðanám í skóla í úthverfi Hamborgar. Um sama leyti hófust miklar loftárásir Breta á borgina. Bæði meðan á náminu stóð og eft- ir það var Ilse látin fara inn í brenn- andi borgina eftir árásimar til að Saumaði skotapiis fyrir hernámsliðið hjálpa slösuðu fólki. Fosfór- sprengjum var varpað yfir íbúða- hverfín og tugþúsundir manna fór- ust. Ilse vill sem minnst um reynslu sína tala, hún segist enn geta heyrt börnin æpa af sársauka ef hún lokar augunum. „Það voru lík út um allt eftir þessar árásir, og þau voru flutt á brott á fljótabátum. Á stórum svæðum stóð ekki steinn yfír steini og þegar ég kom til Hamborgar aftur sjö árum síðar þekkti ég borgina varla.“ Veik við giftinguna Þótt hún starfaði oft í Hamborg gat hún búið í Travemunde eftir að náminu lauk. Þar gifti hún sig, 14. febrúar 1942. „Vetumir 1941 og 1942 voru þeir köldustu í manna minnum. Sjóinn lagði og það var hægt að ganga á honum til Kaup- mannahafnar. Við gátum ekki gift okkur í kirkjunni því ekki var hægt að hita hana nægilega upp og athöfnin varð því að fara fram í samkomuhúsinu. Á þessum tíma gekk barnaveiki og ég varð að sinna mörgum sjúklingum með veikina. Þótt ég hefði verið bólu- sett, fékk ég snert af henni og var veik þegar ég gifti mig. Ég vissi því varla hvað ég var að segja þegar presturinn spurði mig spurning- anna.“ Ilse og eiginmaður hennar skildu síðar. Hún segir að fjarvistimar meðan á stríðinu stóð hafí verið of miklar. Saumaði skotapils fyrir hernámsliðið Fram til ársins 1946 hjúkraði Use særðum hermönnum í Trave- múnde í hótelum sem gerð höfðu verið upptæk á stríðsárunum. Tæpum tveimur árum eftir stríðs- lok var orðið lítið að gera og hóte- leigendurnir vildu fá hús sín aftur. Ilse var sagt upp störfum en fékk þá vinnu sem saumakona hjá breska hémámsliðinu, nánartiltek- ið hjá skoskri herdeild. Þar fékkst hún meðal annars við að sauma skotapils og meðfylgjandi blússur. Hún var sátt við starfið og fannst Bretamir kurteisir. Skorturinn var mikill fyrstu árin eftir stríð. Bretarnir tóku þungan toll af mat borgarbúa, meðal ann- ars af fiskinum, sem var ein megin- uppistaðan í fæðunni. „Þeir biðu alltaf á bryggjunni og tóku nánast allan fiskinn af mági mínum, enda höfðu þeir lítinn mat sjálfír. Eitt- hvað tókst honum þó að fela, og Bretarnir litu auk þess ekki við Morgunblaðið/Helgi Þorsteinsson ILSE Wallmann-Árnason á heimili sínu á Oddgeirshólum. VINNUKONAN Hedwig og sveitamaðurinn Björn giftast í „Mar- íu“, mynd Einars Heimissonar. Hálfu ári eftir komu Þjóðverj- anna voru um fjörutíu kvennanna giftar íslenskum karlmönnum. ÞÝSKAR konur í biðröð eftir atvinnuviðtali við bústað ræðis- manns íslands í Liibeck. Þar ræddi Ilse Wallmann við sendi- menn íslenska ríkisins og réð sig í vinnu á Oddgeirshólum. lifrinni. Hún gerði mikið til að halda í okkur lífinu.“ Árið 1947 fór herdeildin sem Ilse hafði verið að vinna fyrir á brott. Um sama leyti fæddist henni dótt- ir, Angelika, nánar tiltekið á þjóð- hátíðardegi íslendinga, 17. júní. Von um vinnu í Svíþjóð Ilse snapaði sér ýmis störf næstu árin og fékk auk þess félagslega aðstoð. Árið 1948 fékk hún von um að komast til Svíþjóðar í vinnu. Faðir hennar þekkti sænskan skip- stjóra sem kom reglulega til Trave- múnde og talaði um að taka hana með sér. Um þetta leyti var mikill vinnuaflsskortur í Svíþjóð. Ilse fékk hlutavinnu við sauma- skap hjá sænskum hjónum sem störfuðu fyrir sænsku ríkisstjórn- ina í Travemúnde. Konan kenndi henni í staðinn sænsku til undir- búnings undir flutninginn til Sví- þjóðar. Þannig var aðstaða hennar þegar auglýsing í Liibecker Nac- hrichten birtist um að óskað væri eftir starfskrafti til íslands. Vinnukona til einhleypra bræðra Ilse fór á ræðismannsskrifstof- una í Lúbeck, þar sem Árni Siem- sen ræðismaður og sendimenn ís- lensku ríkisstjórnarinnar, Jón Helgason og Þorsteinn Jósefsson, ræddu við umsækjendur. Jón sagði að hún gæti fengið starf á sveitabæ þar sem byggju þrír ógiftir karl- menn ásamt móður sinni. Þeir vildu létta starfsbyrðinni innanhúss af gömlu konunni. Use fékk samþykki foreldra sinna til fararinnar og skildi Ange- liku dóttur sína eftir hjá þeim. Hún fór síðan með Esjunni frá Þýska- landi 5. júní árið 1949. Use deildi káetu með þremur öðrum konum, en vegna þess hve skipið var fullt urðu margir að sofa í lestinni, bæði karlmenn og konur. Veður var vont á leiðinni og flestir urðu sjóveikir. „íslensku þernurnar áttu erfítt með að sinna öllum farþegunum. Niðri í lestinni voru svo margir ælandi að það náðist ekki að hreinsa allt upp. Þar var því heldur óvistlegt og fór illa um fólkið. Ég var sjálf orðin svo veik að ég kastaði upp blóði. Jón Helgason, sem var með í för, var orðinn hræddur um mig. Hann hélt að ég myndi þjást af bætiefn- askorti og gaf mér ávexti og sítr- ónu að borða. En mér tókst ekki að láta neitt ofan í mig alla ferð- ina.“ Þegar líða tók á seinni hluta ferðarinnar var Ilse dregin upp á þiljur um miðja nótt til að geta séð Vestmannaeyjar. Mistur var og ekki sást til lands, en henni fund- ust eyjamar fallegar. Húrrahróp á hafnarbakkanum Eftir fjögurra daga siglingu fengu ferðalangarnir loks að stíga á land í Reykjavík. „Það var margt fólk á bryggjunni komið til að glápa á okkur, þó þetta væri um miðja nótt. Mér fundust viðtökurn- ar viðkunnanlegar, man til dæmis eftir húrrahrópum." Fólkið var flutt með bílum á Flugvallarhótelið þar sem fram fór læknisskoðun. „íslendingar höfðu líka safnað saman einhverjum föt- um til að gefa okkur. Hver um sig mátti velja 1-2 flíkur og ég man að ég tók fallega ljósgræna dragt.“ Að læknisskoðuninnni lokinni fór Ilse ásamt þremur öðrum kon- um í gönguferð um bæinn. Sólin skein, og síðar heyrði Ilse að þetta hefði verið fyrsti sólardagurinn eftir erfiðan vetur. „Ég tók sér- staklega eftir því hvað kvenfólkið sem við mættum var fallegt og tignarlegt. Það var mikið horft á okkur á götunni, en fólkið brosti og var vinsamlegt.“ Ókeypis kræsingar á Hótel Borg Einn undantekning var þó frá reglunni. „Við vorum á gangi eftir Austurstræti þegar maður vatt sér upp að okkur, tók sér stöðu fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.