Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýjar húðvörur framleiddar hjá Bláa lóninu Kísileðja gegn unglingabólum RANNSÓKNIR íslenskra og franskra húðlækna benda til þess að nota megi kísileðju úr Bláa lón- inu meðjróðum árangri í baráttunni gegn unglinga- bólum. Asa Brynjólfsdóttir, rekstrarstjóri og lyfja- fræðingur, hjá Bláa lóninu hf. segir að snyrti- og húðvörur frá fyrirtækinu hafi verið á markaði hérlendis frá 1995 og nú sé verið að undirbúa markaðssetningu erlendis. Ása segir að verið sé að bæta við ellefu nýjum vörutegundum sem seldar verði i gjafaumbúðum til að byija með. Allar innihalda vörurnar hráefni úr lóninu, þörunga, kísil, sölt og vatn. Við þróun húðvara Bláa lónsins er miðað við fólk með við- kvæma húð og húðkvilla, svo sem psoriasis, exem, þurra húð og unglingabólur. Öll framleiðslan miðast að því að fólk með við- kvæma húð þoli vöruna. „Svokallað ísótónískt Blá- alónsvatn er í framleiðslunni og inniheldur það jafnmikið af salti og húðfrumurnar og er varan því sérstaklega mild fyrir húðina," segir Ása. Þróun á nýrri húðvörulínu er unnin í samstarfi við franska og ítalska aðila með stuðningi frá Iðn- tæknistofnun íslands og Iðnlánasjóði. Þróun á húðkremi er unnin í samstarfi við Lyfjaverslun íslands. ÁSA Brynjólfsdóttir með sýnishorn af framleiðslu Bláa lónsins. Mikill áhugi erlendis Ása segir að mikill áhugi sé á vörunum erlend- is. „Við erum einmitt að gera mjög spennandi rann- sóknir á áhrifum kísileðju á unglingabólur. Rann- sóknirnar eru unnar í samstarfi við íslenska og franska húðlækna. Við höfum fengið vísbendingar um niðurstöðurnar og þær eru mjög spennandi. Næsta skref hjá okkur er því ef til vill að þróa vörulínu fyrir þá sem eru með unglingabólur. Við bjóðum reyndar kisileðju á túbum og hefur hún reynst vel á slíka húð,“ segir Ása. Danir senda sjúklinga í Bláa lónið til reynslu HÓPUR danskra psoriasissjúklinga dvelur nú í Bláa lóninu, en hann kom hingað til lands í samráði við heil- brigðisyfirvöld og sjúkrahús í Kaup- mannahöfn. Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, seg- ir að ef dönsk heilbrigðisyfirvöld telji að meðferðin hér skili viðunandi árangri séu góðar líkur á að gerður verði samningur um að danskir psor- iasissjúklingar verði meðhöndlaðir hér. Færeysk heilbrigðisyfirvöld hafa þegar gert slíkan samning og eru 11 Færeyingar núna í meðferð í Bláa lóninu. Hópamir tveir komu hingað í síð- ustu viku og dvelja hér í íjórar vikur. Með danska hópnum, sem í eru sjö sjúklingar, er danskur hjúkrunarfræð- ingur sem fylgist með meðferðinni. Grímur sagði að sjúklingamir væru aliir með slæm einkenni. Sjúkleiki þeirra hefði verið metinn áður en þeir fóm frá Danmörku og hann yrði metinn aftur eftir að meðferð væri lokið. Teldu dönsk heilbrigðisyfirvöld að meðferðin skilaði viðunandi ár- angri væru góðar líkur á að gerður yrði samningur um að danskir sjúkl- ingar yrðu meðhöndlaðir í Bláa lóninu. Gjaldeyrisskapandi heilbrigðisþjónusta Bláa lónið kostar vem Dananna hér á landi að vemlegu leyti, enda er koma þeirra hugsuð sem kynning á lækningarmætti Bláa lónsins. Verði gerður samningur milli danskra heil- brigðisyfirvalda og Bláa lónsins munu Danir kosta meðferðina. Fyrr á þessu ári var gerður samn- ingur milli Bláa lónsins og heilbrigð- isyfirvalda í Færeyjum um meðferð 20 psoriasissjúklinga á ár. Samning- urinn er til tveggja ára. Fyrsti hópur- inn frá Færeyjum kom í vor og í síðustu viku kom annar hópur. Grímur sagði að sjúklingamir svöruðu meðferðinni vel og greinileg batamerki væru þegar komin í Ijós. Hann sagðist því vera bjartsýnn á að samstarfi við Dani yrði komið á. Hér væri á ferðinni gjaldeyrisskap- andi heilbrigðisþjónusta. Danir hafa sent sjúklinga til Dauðahafsins. Grímur sagði að með- ferðin hér hefði marga kosti fram yfir Dauðahafið. Meðferðin hér væri ódýrari og léttari fyrir sjúklingana. Loftslag væri hagstæðara hér, ör- yggi sjúklinganna væri tryggt og styttra væri til íslands frá Danmörku en til Dauðahafsins. Yasmina Reza U I 9 T tv'tHKl í> Fyrstu sýningar á Litla sviðinu 26/9 Uppselt 15/10 Laus sæti 27/9 Uppselt 16/10 Laus sæti 1 /10 Uppselt 18/10 Laus sæti 3/10 Uppselt 4/10 Uppselt ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ á }j Sendiherra Bangladesh á Norðurlöndum Tollafríðindi mikilvægust Syed Noor Hossain Samskipti Bangladesh og íslands hafa ekki verið ýkja sýnileg í gegn um tíðina, en ísland var meðal fyrstu ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Bangladesh árið 1972 og ríkin tvö hafa verið í stjórn- málasambandi síðan. Syed Noor Hossain er nýr sendi- herra Bangladesh á íslandi með aðsetur í Stokkhólmi, en hann afhenti forseta íslands trúnaðarbréf sitt fyrir skemmstu og átti í þessari fyrstu íslandsferð sinni viðræður við hérlenda ráðamenn og frammámenn úr viðskiptalífinu. I heimsókn sinni vakti Hossain athygli á að ísland væri eina landið á Norður- löndum, sem ekki léti Bangladesh njóta tollafríð- inda fyrir helztu útflutningsfram- leiðslu sína, vefnaðarvörur. „íslenzkir innflytjendur sem ég hitti lýstu miklum áhuga á að flytja inn vörur beint frá Bangla- desh. Einn þeirra flytur nú þegar inn vörur sem framleiddar eru í Bangladesh, en ekki beint þaðan, heldur í gegn um milliliði í Dan- rnörku," sagði Hossain í samtali við Morgunblaðið. „Hér er um að ræða vandamál sem þarf að leysa. Samkvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóð- anna er Bangladesh meðal minnst þróuðu landa heimsins, en slík skilgreining aflar landinu vissra sérkjara í utanríkisvið- skiptum. Þannig er ekki lagður tollur á vörur frá Bangladesh, sem fluttar eru inn til landa Evr- ópusambandsins, en til að mynda Noregur lætur okkur líka njóta þessara fríðinda, sem eru liður í þróunaraðstoð. ísland, eitt Norð- urlandanna, hefur engar slíkar reglur í gildi. Ég fór því fram á það við ís- Ienzk stjórnvöld að þau gæfu þessu atriði gaum, með það fyrir augum að gera íslenzkum inn- flytjendum kleift að flytja inn vörur frá Bangladesh á hagstæð- ara verði. Mikið myndi sparast með þessu, bæði aðflutnings- gjöldin og kostnaður sem verður til við að flytja vörurnar í gegn um danska milliliði. Þetta væri því hagur íslenzkra neytenda, sem ætti þar með þess kost að nálgast vandaðan fatnað frá Bangladesh á mjög hagstæðu verði.“ - Er um fleiri vörutegvndir en vefnaðarvöru að ræða, sem kæmi til greina að þínu mati að flytja hingað? „Já, til dæmis teppi, leðurvörur og fleira af því tagi, en einnig niðursoðna matvöru svo eitthvað sé nefnt. Við framleiðum jafnvel vetrarklæðnað, sem fluttur er út til Austurríkis. ísland er fámennt land en auðugt, hér er velmegun mikil og inn- flutningur stundaður alls staðar frá. Iðnað- arframleiðsla Bangla- desh er mjög sam- keppnishæf. Vörur frá Bangla- desh standast fyllilega gæðakröf- ur hinna Norðurlandanna - tals- menn sænskra vefnaðarvöruinn- flytjenda segja mér að þeir kjósi vörur frá Bangladesh frekar en til dæmis kínverskar." - Sérðu samstarfsmöguleika á fleiri sviðum? „Já, til dæmis á sviði sjávarút- vegs. Ég trúi því að útgerðaraðil- ► Syed Noor Hossain tók við embætti sendiherra Bangla- desh á Norðurlöndum síðastlið- ið haust, en hann afhenti for- seta Islands trúnaðarbréf sitt 11. september síðastliðinn. Sendiherrann hefur aðsetur í Stokkhólmi. ar á íslandi gætu séð sér hag í að efna til samstarfs við Bangla- desh. Fiskveiðar eru mikilvæg atvinnugrein hjá okkur, bæði í fljótum og stöðuvötnum og í Ind- landshafi. Útgerðartæknin er hins vegar á frumstæðu stigi, við höfum til að mynda engan tog- araflota enn sem komið er. Bangladesh býr því yfir miklum fiskveiðiauðlindum, sem eru langt í frá fullnýttar. Ennfremur tel ég líkur á því að í Bangladesh finn- ist markaður fyrir íslezkar rækjur til dæmis, ef vilji er fyrir hendi hér á landi að ráðast í slíkan útflutning. Með samstarfi við ís- lenzk fyrirtæki sé ég líka mögu- leika á útflutningi íslenzkrar fisk- verkunartækni til Bangladesh. Vissulega gerir hin mikla fjar- lægð milli landanna það að verk- um, að mörgum finnst of langt á milli þeirra til að þeir hugleiði það af nokkurri alvöru að stunda viðskipti. En heimurinn er alltaf að verða minni með nútíma tækni. Það eru líka þegar for- dæmi fyrir því að Islendingar beiti sér í viðskiptum fjarri heimahögunum, til dæmis í Afr- íku. Ég held þess vegna að sam- starf aðila í einkarekstri á íslandi við aðila í Bangladesh sé vel hugsanlegur möguleiki. Vilji er allt sem þarf. Þannig vonast ég til að viðskiptatengsl ríkja okkar aukist á næstu árum.“ - Hvað um pólitísk tengsl? „Hvað varðar pólitísk tengsl langar mig að nefna að verið er að undirbúa fyrstu heimsókn for- sætisráðherra Bangla- desh, Sheikh Hasina Wajed, til Norðurland- anna. Víst er að hún fer til Svíþjóðar, Nor- egs og Finnlands, lík- lega einnig Danmerk- ur, en ég vona að hægt sé að kanna möguleikann á því að hún komi jafnframt til íslands. Ég nefndi þessa hugrnynd_ á fundum mínum með forseta ís- lands og utanríkisráðherranum. Ég held að heimsókn forsætisráð- herrans, sem myndi verða í apríl eða maí á næsta ári, yrði kærkom- ið tækifæri til að gera tengsl landa okkar eilítið „sýnilegri" en áður.“ Forsætisráð- herrann hugs- anlega til íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.