Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1997 31 innar er áætlað 10 milljónir króna og tvö flugfélög keppa um að fá flugleiðinni úthlutað. Félögin gera sér grein fyrir að ef þau leggja í nokkurn kostnað við að kynna yfir- völdum flugmála ágæti [sitt] auki þau líkurnar á að fá úthlutað flug- leiðinni. Hversu miklu skal til kost- að? Það er vel hugsanlegt að félög- in éyði samanlagt meira en 10 millj- ónum í að kynna sig! Nú má að sjálfsögðu líta á auðlindaarð með sama hætti og flugleiðina í dæminu hér á undan. Auðlindaríkidæmi myndi þá kalla á umtalsverða þrýstihópastarfsemi. I stað þess að vinna að gagnlegri atvinnuupp- byggingu er kröftum eytt í slags- mál um hvort nota skuli sóknar- mark eða aflamark, hvernig kvóta- úthlutunarreglur skuli líta út, hvort línutvöföldun skuli áfram virk, hvaða stjórnkerfi skuli gilda gagn- vart smábátum. Menn stofna félög og ráða sér starfsmenn sem sitja löngum stundum á göngum og skrifstofum ráðuneyta og stofnana, fréttastofa og dagblaða, og halda fram sínum málstað. [...] Kenningin um hollensku veikina er flóknari. Nafngiftin er til komin vegna atburðarásar sem átti upphaf sitt í að jarðgas fannst í Hollandi á sjöunda áratug þessarar aldar. Þessu fylgdi mikil hækkun launa- stigs í Hollandi og þá einnig hækk- un raungengis hollenska gyllinisins. Útflutningsgreinar áttu undir högg að sækja, en vinnuafl fluttist í rík- um mæli yfir til þjónustugreina. Þessi tilflutningur á framleiðslu- getu milli atvinnugreina er ekki ókeypis. [...] Hins vegar er ekkert undarlegt við þessa þróun, og hún getur við fyrstu skoðun virst í hæsta máta æskileg ef tekjurnar af auð- lindinni, gasinu í þessu tilviki, eru viðvarandi. En hér er ekki allt sem sýnist. í fyrsta lagi kann að vera að tekjurnar af auðlindinni endist aðeins skamma hríð. Þá þarf að endurstilla atvinnusamsetningu í hagkerfinu,[...] Og það gerist ekki ókeypis í það skiptið heldur. Það má því færa rök fyrir því að heppi- legra hefði verið að hægja á um- skiptunum í fyrra skiptið og spara sér þannig umskiptakostnað í seinna skiptið. En þar með er ekki öll sagan sögð. Það er nefnilega þannig að tækniþróun er örari í framleiðslugreinum en þjónustu- greinum. Og því til viðbótar bendir margt til þess að tækniþróun sé þeim mun örari sem grein er „stærri“ í einhveijum skilningi þess orðs. Gasfundurinn í Hollandi varð til þess að stækka þjónustugreinar á kostnað framleiðslugreina. Minni framleiðslugreinar gætu hafa haft í för með sér hægari tækniþróun en ella hefði orðið. [...] Er þá nokkuð annað að gera en að losa sig við þennan ógnvald gagnvart hagvexti sem fiskimiðin virðast vera? Já, ein leiðin er að leggja á veiðigjald og láta andvirðið renna til hins opinbera og lækka aðra skatta á móti! Slík aðgerð ætti í fýrsta lagi að draga úr rentu-sókn (það er eftir minni peningalegum ávinningi væri að slægjast þegar veiðileyfum væri úthlutað). I öðru lagi ætti slik ráðstöfun að geta dregið úr óæskilegum áhrifum al- mennrar skattheimtu á vinnufram- boð. Þannig er hægt, sé skynsam- lega staðið að málum, að hindra sóun og njóta auðlindarinnar.“ Lokaorð Ég vona að þeim lesendum Morg- unblaðsins sem enn eru að lesa sé ljóst að rök fyrir veiðigjaldi eru þyngri og betur rökstudd en þeir félagar Orri Hauksson og Illugi Gunnarsson láta liggja að. Og að mínu viti reyna þeir ekki að svara þeirri grundvallarspumingu sem sett er fram í grein minni: Hvers vegna ætti almannavaldið á Islandi að halda uppi umfangsmiklu fisk- veiðistjómunar- og fiskveiðieftir- litskerfi sem óumdeilanlega skapar mikinn auð ef almenningur nýtur þessara auðæfa í litlu sem engu? Höfundur er lektor í hagfræði við viðskipta- og hagfrteðideild Háskóla íslands. ARFTAKAR GUÐRÚNAR EGGERTSDÓTTUR UM aldamótin 1700 bjó kona vestur á Rauðasandi sem fræg hefur orðið í íslandssögunni fyrir harðýðgi, grimmd og ágirnd. Þessi kona hét Guðrún og var dóttir Eggerts Björnssonar á Skarði og Valgerðar Gísladóttur, Hákonar- sonar, lögmanns í Bræðratungu og brá Guðrúnu illu heilli meir til Skarðverja um ágirnd og grimmd en Bræðratungufólks um örlæti og góðvild. Um hana farast Árna Magnússyni svo orð í Jarðabók: Jón Steingrímsson, sem þá var í Siglunesi, tók til leigu hest af Guðrúnu Eggertsdóttur. Sá hest- ur dó í megurð vegna heyleysis. Leigði hann so hestinn dauðan í 5 ár, og betalaði hann þar eftir með 6 vættum, sumt í kaupstað, sumt heim. Hann hefur og í 17 ár leigt dauðar 12 ær Guðrúnar, og svar- að þeim út síðan öllum úngum. Item 2 kýr dauðar í 4 ár, og svarað síðan út úngum. Víðar í Jarðabókinni má finna athugasemdir Árna um Guðrúnu og framferði hennar svo sem á einum stað, þar sem hann bregður sér yfír í frönsku og segir: Quand le paisan, a cause des imposts cruelles, n’est pas plus solvendo, on le jette dehors, pourquoi il est contraint a crever.1 So gengur það til á eignum Guðrúnar Eggertsdóttur 1) Þegar bóndinn, vegna ómannúðlegra álagna, getur ekki lengur staðið í skilum, þá er hon- um bygt út, og af þeirri ástæðu verður hann að gánga sér til húðar.2 Árni Magnússon var prúður maður og settlegur svo sem fram hefur komið í nýlegum rannsókn- um og virðist hafa verið vandur að virðingu sinni og enginn útslátt- armaður um orð. Honum hefur blöskrað framferði Guðrúnar við leiguliða sína en líta má á frönsku- slettur hans sem nokkurs konar skrauthvörf. Islendingar hafa með nokkru stærilæti kennt í skólum, að átt- hagafjötrar og ánauð hafi verið afnumin í Rússlandi árið 1861 og Rússar orðið síðastir manna í Evrópu til slíkra frelsistilburða. Menn ættu að líta sér nær. Með afnámi vistarbandsins, sem segja má að hafi ekki að fullu og öllu komið til framkvæmda fyrr en með lögunum frá 1934 um breyt- ingar á kosningarétti, þar sem þeim sem þegið höfðu af sveit var fenginn fullur kosningaréttur, fór samfélag nútímans að taka á sig mynd á íslandi. Með afnámi vist- arbandsins og upphafi þéttbýlis- myndunar urðu fyrst til forsendur nútímasamfélags þar sem heljar- bönd landeigenda voru leyst af landslýðnum. Velmegun Islend- inga á 20. öld á allur rætur að rekja til þess að lénsveldið var afnumið og þróttur íslenzkrar al- þýðu til átaka og sjálfsbjargar fékk að njóta sín. Sjálfstæðis flokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður árið 1929 með samruna íhaldsflokksins og Fijálslynda flokksins. Hann varð flokkur sjálf- ráða og bjargálna fólks. Fólks sem vildi hafa frelsi til athafna í háveg- um og var andvígt hvers kyns hömlum á atvinnu manna, búsetu og atgervi til munns og handa. Hann varð þess vegna stærsti flokkur þjóðarinnar. Hann varð aldrei flokkur okur- karla og gróðapúnga einna - hvað þá held- ur einokunarlýðs og sérgæðinga. Hann var flokkur sjálfstæðs fólks „. . .með hags- muni allra stétta fyrir augum. ..“ Með breiðri skírskotun til frelsis og sjálfstæðis varð Sjálfstæðisflokk- urinn það mikla framfaraafl sem hann hefur lengst af verið og eindreginn mál- svari atvinnufrelsis. Það eru því óneitan- lega dapurleg örlög þess flokks að hafa í stafni fyrir sig harðdrægan lénsaðal sem er þegar búinn að skipta fiskimiðum landsins upp í greifadæmi og stefnir leynt og ljóst að forsjá og fyrirhyggju í öllum þáttum mann- lífsins. Flokkur Guðrúnar Eggertsdóttur Framsóknarflokkurinn er hinn eiginlegi flokkur Guðrúnar Egg- ertsdóttur og arftaka hennar. Þar Sameining sjálfstæðs og fijálslynds fólks við stuðningsfólk félags- hyggju og mannúðar, sefflr Bárður G. Hall- dórsson, verður að vera svarið við samruna ætt- gengra sérhagsmuna. hefur alla tíð gætt mjög sterkrar tilhneigingar til forsjár og út- hlutunar á lífsgæðum. Flokkurinn á sér líka sterkar rætur í íslenzkum landbúnaði sem hefur verið rekinn eftir óðalskerfi Bændasamtakanna með alls kyns framleiðslustýring- um, kvótum og millifærslum sem eru þegar búin að gera stóran hluta bænda að örbjarga leigulýð á léns- jörðum kvótaaðalsins í Búnaðar- banka og Bændahöll. Alþýðu- bandalagið hefur lengst af verið sett saman úr ólíkum brotum stjómlyndis- og fyrirhyggjufólks og mannúðarfólks með hörð þjóð- ernisssinnuð markmið, sem hefur þó í seinni tíð nálgast sjónarmið sjálfstæðis og frelsis. Alþýðuflokk- urinn hefur undir stjórn Jóns Bald- vins verið einhver helzti málsvari frelsis og sjálfstæðis enda þótt flokkurinn eigi sér misjafna fortíð í þeim efnum. Hugsanlega á þó frelsið sér hvergi nú eindregnari málsvara en meðal krata og á rit- stjórn Morgunblaðsins. Nú hefur komið fram hugmynd hjá helzta talsmanni arftaka Guð- rúnar Eggertsdóttur um að sam- eina Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokk. Þetta er athygliverð hug- mynd og í rauninni skynsamleg- asta uppstokkunarhugmynd í seinni tíð í íslenzkum stjórnmál- um. Með sameiningu íhaldshluta Sjálfstæðisflokksins við Fram- sóknarflokkinn með aðild fram- sóknarhluta Alþýðubandalagsins yrði til bersýnilegur flokkur kvót- aliðsins og hægt yrði þá að takast á fyrir opnum tjöldum um það sem skiptir máli í íslenzkri pólitík - frelsi og höft - kvóta og sérgæði annars vegar en jafn- stöðu, frjálslyndi og samhjálp hins vegar. Sameining sjálfstæðs og frjálslynds fólks við stuðningsfólk fé- lagshyggju og mann- úðar verður að vera svarið við samruna ættgengra sérhags- muna. Þá fyrst verður til vettvangur þar sem tekizt er á af ein- hveiju viti um það, sem fólk greinir á um, og þetta verður að gera áður en lífeyris- sjóðir landsins verða notaðir til að bjarga kvótaliðinu út úr Matadornum sem leikinn er nú leynt og ljóst og kallast hlutabréfamarkaður. Það er aðeins um mjög skamman tíma að ræða, því að raunveruleg- ur hagvöxtur til lengri tíma er ekki fyrir hendi eins og Þorvaldur Gylfason hefur réttilega bent á, en fáir hafa af meiri einurð og viti en hann varað við því öng- þveiti sem við stefnum í ef ekkert verður að gert. Vanheilög þrenning I bók sinni Haustskip sýnir Björn Th. Björnsson afskaplega vel fram á hvernig íslenzk höfð- ingjastétt losaði sig við fram- færsluhlutverkið með því að mis- beita dómsvaldinu. Þessa bók ætti að nota sem skyldulesningu við sögukennslu í íslenzkum skólum. Nú í seinni tíð hafa einstaklingar hvað eftir annað risið upp gegn úreltu og afturhaldssömu dóm- skerfi og dregið það til ábyrgðar í útlöndum. Fræg er barátta þeirra Jóns Kristinssonar á Akureyri og Þorgeirs Þorgeirssonar sem hafa sýnt fram á sérdrægni og höfð- ingsþjónkun íslenzks dómsvalds. Framfarir undanfarinna ára í dómsmálum hafa ekki á nokkurn máta verið lögmönnum að þakka eða stjórnmálamönnum heldur hefur hreyfiafl þeirra komið úr þjóðardjúpinu og fyrir þrýsting einstakra manna sem hafa nennt að leggja á sig erfiði og fjárútlát til að draga afturhaldssaman Hæstarétt íslands til ábyrgðar í útlöndum, enda er svo komið, að úrelt og ósjálfstætt dómsvald, sem helst í hendur við kvótalið og okur- karla er á góðri leið með að snúa þessari eyþjóð, sem tók ákvörðun fyrir ellefuhundruð árum um að vera ekki Evrópumenn, til ein- dregins fylgis við Evrópusam- bandið. Þessi vanheilaga þrenning dómara, kvótaliðs og okrara herð- ir stöðugt þrælatökin á landslýð og bersýnilegt er, að haldið verður áfram þangað til landsmenn segja hátt og skorinort: Hingað og ekki lengra. Við viljum ekki hafa yfir okkur lögleysu ykkar. Við viljum ekki láta þjóðareignina í hendur örfárra manna. Við viljum ekki snúa aftur til lénsveldis. Stuðningur við Evrópusam- bandið vex hröðum skrefum og það er ekki af sérstakri ást íslend- inga til Evrópubúa heldur af því að margir eygja þá von eina um að franska stjórnarbyltingin kom- ist loksins að landi hér og grund- vallarlýðréttindi verði meiri á borði en í orði að ganga í þetta bandalag sem með miklum ann- mörkum og ókostum gæti þó orð- ið helzta von alþýðu manna um að ná mannsæmandi rétti í skipt- um við hinn nýja lénsaðal. 111 er þá orðin ganga þeirra manna sem tóku við kyndli frelsisins úr hönd- um Ólafs, Bjarna, Jóhanns, Gunn- ars og Geirs. Arftakar Árna Gíslasonar Ekkert er brýnna nú en slík uppstokkun í íslenzkum stjórnmál- um. Allir flokkar eru ormsmognir af afturhaldssömum einokunar- og fyrirhyggjusérgæðingum, hvort sem þeir kalla sig útgerðarmenn, einkaleyfaheildsölubraskara eða lögverndaða aðalsmenn af ein- hveiju öðru tagi. Þetta fólk telur sig borið til valda og veraldargæða og hefur nú með tökum sínum á löggjöf landsins komið ár sinni svo fyrir borð, að_ fólki er bannað að bjarga sér. Útvegsbændur, sem eitt sinn voru uppáhaldsbörn Sjálf- stæðisflokksins, eru nú hornrekur og hundeltir af stjórnvöldum. Út- vegsbændur, sem nú eru kallaðir trillukarlar til að lítilsvirða þá og gera sem minnst úr þeinij voru burðarás allra framfara á Islandi á 20. öld og fáir menn verðskulda hærri sess en Árni Gíslason í sögu íslendinga á 20. öld, en hann var langafi Þorsteins Pálssonar, sjáv- arútvegsráðherra. Hann ruddi brautina fyrir fátæka vinnumenn og sjómenn um allt land til sjálfs- hjálpar með því að setja fyrstur manna vél í bát á íslandi. Honum hefði seint komið í hug, þegar hann barðist undan vinnu- mennskuáþján við Djúp vestur, að mögulegt væri að afhenda fiskinn í sjónum einhveijum útvöldum gæðingum stjórnvalda. Hann var maður sem braut leið íslenzkum dugnaðarmönnum í gegnum múra sérgæða og lénsveldis. Óskandi væri að hann ætti sér fleiri andlega arftaka í dag. Alveg eins og Ámi Gíslason má teljast einn af höfundum íslenzka velferðarsamfélagsins verður að telja þá, sem settu kvótalögin og lögin um verðtryggingu fjárskuld- bindinga, höfunda afturhvarfsins - og mega þeir því með sanni kallast arftakar Guðrúnar Eggertsdóttur af því að þessi tvenn lög hafa í för með sér sömu afleiðingar og hátt- emi Guðrúnar Eggertdóttur - fá- tækt, smán, vonbrigði og eymd landslýðsins en sívaxandi veldi og eignasöfnun fáeinna ætta svo að nú stefnir í sams konar þjóðfélag og varð til á 15du öld og var síðan við lýði fram til síðustu aldamóta - þjóðfélag grimmdar og mis- kunnnarleysis, sérdrægni, frekju og forréttinda. Ef íslendingar ætla að lifa þess- ar hörmungar af nú og koma á mannúðlegu samfélagi réttsýni og frelsis verða þeir að sameinast um eitt afl - hvað svo sem þeir kjósa að kalla það og undir hvaða for- ystu sem þeir kjósa sér og ef Sjálf- stæðisflokkurinn skilur ekki sinn vitjunartíma og áttar sig á því að fijálslynda fólkið fer frá honum og eftir situr sérgæðafólkið sem fæðist með kvóta í munni þá á hann um tvennt að ræða - að vistr- áða sig sem hjú hjá Framsóknar- flokknum eða verða lítill og áhrifa- laus íhaldsflokkur gamalla ætta með enga framtíð en heilmikla fortíðardrauma. ' Jarðabók Áma Magnússonar og Páls Vldallns. VI. bindi, bls. 289. Kaupm.h. 1938. * Sama heimild, bls. 335. Höfundur er frjálslyndur sjálfstæðisma ður. Bárður G. Halldórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.