Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA Friður í kirkju Arfleifð kirkjunnar er lifandi sjóður. Séra Heimir Steinsson segir sjóðinn ávaxtast við tilbeiðslu og kristna fræðslu. SUMARIÐ hefur verið gott á Þingvöllum. Langvinn hlýindi vöfðu landið örmum, og gróður- inn stóð í blóma. Fieiri sumar- gestir en nokkru sinni fóru um Lögberg. Hópar í hundraðatali söfnuðust saman „þar sem heilög véin stóðu“ og rifjuðu upp hina einstæðu sögu þessa „helgistað- ar allra íslendinga", eins og Þignvellir nefnast að lögum. Margar stundirnar hefur verið fagurt um að litast í Bláskógum. En nú er sumarið senn úti og september runninn upp. „Hundr- aðlitur haustskógarsynfónninn" bragar í allri sinni takmarka- lausu litadýrð. Þegar þessar línur eru skráðar, skín sól af heiðum himni í hressandi andvara af Súlum. Litbrigði jarðarinnarfara vaxandi dag frá degi. Nú er lag að skunda á Þingvöll og baða sig í litunum, sem hér verða hverju sinni á mörkum síðsumars og hausts. Upphefð og auðmýking í dag er 17. sunnudagur eftir Þrenningarhátíð. Tvö af þremur guðspjöllum dagsins ijalla um það, er Jesú læknar á hvíldar- degi. Fyrir það sætti hann ámæli af hálfu lögvirtinga og farísea. Þeir töldu óheimilt að vinna nokk- urt verk á hvíldardegi, einnig líknarverk. Jesús setur hér upp nýja forgangsröðun: Það skiptir meira máli að gjöra öðrum gott en að hlíta hvíldardagsboðorðinu bókstaflega. Og Jesús sagði við faríseana: „Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maður- inn vegna hvíldardagsins. Því er Mannssonurinn einnig herra hvíldardagsins." (Mark.2:27-28). í fyrsta guðspjalli dagsins greinir líka frá því, að Jesús gaf því gætur, hvemig þeir sem boðn- ir voru í veizlur, völdu sér hefðar- sætin. Hann benti á, að réttara væri að velja sér sæti á yzta bekk í þeirri von, að húsráðandi bjóði gesti sínum að flytja sig hærra upp. „Því að hver sem upp hefur sjálfan sig, mun auðmýktur verða, en sá sem auðmýkir sjálfan sig, mun upp hafinn verða“ (Lúk.l4:7-U). . í bandi friðarins" Kærleiksverk og hógværð eru þannig meðal grunntónanna í guðspjöllum þessa Drottinsdags. Sömu strengir eru slegnir í öðrum ritningarlestri dagsins eftir fyrstu textaröð, en hann er tekinn úr bréfi Páls postula til Efes- usmanna og hljóðar á þessa leið: „Ég, bandinginn vegna Drott- ins, áminni yður þess vegna um að hegða yður svo sem samboðið er þeirri köllun, sem þér hafið hlotið. Verið í hvívetna lítillátir og hógværir. Verið þolinmóðir, langlyndir, og umberið hver ann- an í kærleika. Kappkostið að varðveita einingu andans í bandi friðarins. Einn er líkaminn og einn andinn, eins og þér líka vor- uð kallaðir til einnar vonar. Einn er Drottinn, ein trú, ein skírn, einn Guð og faðir allra, sem er yfir öllum, með öllum og í öliurn" (Ef.4:1-6). Þessum hvatningarorðum bein- ir kirkjan til barna sinna á hverri tíð. Oss er bæði skylt og skynsam- legj; að ætla þeim orðum stað við hjartarætur vorar. Það er einstak- lega óhyggilegt að deila opinskátt um kirkjustjórn eða kennimann- legt snið. Þess konar ágreiningur dregur úr trausti almennings og veldur því m.a. að fleiri gjöra sjálfa kirkjuskipanina að álitum en éiður var. í útlendum sálmi, sem séra Friðrik Friðriksson þýddi, segir á þessa leið: Friður í kirkju og frelsi guðlegt riki, friður í landi, heift og sundrung víki, friður í hjarta færi sumargróður, faðir vor góður! Hér fléttar skáldið saman frið í kirkju og í landi. Þar er skil- merkilega talað. Kirkja Krists er grundvöllur þjóðfélags og einn af hornsteinum friðar í landi. Arfleifð kirkjunnar er uppistaða samfélagslegra hátta. Ekki verð- ur séð, hvert landsmenn fengju snúið sér, ef þeir með nokkrum hætti sneru baki við kristnum dómi. Enda er ekki ástæða tii að ætla slíkt verða munu. Þjóðkirkja í nútímaskilningi íslendinga og annarra Norðurlandabúa er að vísu einkar álitlegur valkostur, þegar menn ígrunda kirkjuskipan framtíðarinnar, en þó engan veg- inn eina úrræðið, sem í boði er. íslendingar gætu haldið fast við kristinn sið, þótt þjóðkirkjan sem slík breytti um svip. Arfleifðin er höfuðatriði, og hana má varðveita á ýmsa vegu. Síðari hluta orðsins „arfleifð" er samstofna við „líf“ og sagnorð- ið „að lifa“. Arfleifð kirkjunnar er lifandi sjóður, sem ávaxtast við tilbeiðslu o g kristna fræðslu. Hafi menn arfleifðina helgu um hönd springa út blóm í sporum þeirra, og lífið verður förunautur þeirra. Biðjum Guð að veita ísienzkri þjóð slíkt föruneyti um alla fram- tíð. BUIÐ OG STARFIÐ í BANDARÍKJUNUM 55.000 innflytjendaáritanir (Green Card) eru í boði í nýju Ríkishappdrætti "U.S. Government Lottery". Opinbert happdrætti, ókeypis þáttaka. LOKAFRESTUR: 14. NOVEMBER 1997 Upplýsingar: Sendið einungis póstkort með eigin nafni og heimifisfangi lil: 4200 WISCONSIN AVENUE N.W. WASHINGTON, D.C. - 20016 U.S.A. FAX 00 1 202 298-5601 - Sími 00 1 202 298-5600 www.nationalvisacenter.tom NATIONAI&Sf VISA SERVICE 01997 IMMIGRATION SERVICES IDAG VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags SKAK llmsjún Margcir Pétursson Hvítur leikur og vinnur STAÐAN kom upp á banda- ríska meistaramótinu sem fram fór í bænum Chandler í Arizona ríki. Alexander Yermolinsky (2.650) var með hvítt og átti leik, en Alexander Ivanov (2.565) hafði svart. 30. Bcl! (Miklu sterkara en 30. Dxh7+? - Kf6 og svarti kóngurinn bjargar sér á flótta) 30. - Hg8 og svartur gafst upp án þess að bíða eftir 31.Dh6+ - Kh8 32. Dxh7 mát. Mótið var háð með nýju sniði. Fyrst voru tefldar undanrásir og komust fjórir skákmenn í undanúrslit. Þar hlaut Benjamin 2 h v., en Kaidanov aðeins hálfan. Þeir Christiansen og Seirawan gerðu 2-2 jafn- tefli og ekki fengust heldur úrslit í atskákum. í hraðskákum hafði sá fyrrnefndi loks bet- ur._ f úrslitunum sigr- aði Benjamin 3 'A- 2 Vt og er því Banda- ríkjameistari. Hann hefur líklega lært sitthvað af því að hjálpa til við að for- rita Djúpblá, tölvu IBM, sem lagði Gary Kasparov að velli í vor. Með morgunkaffinu Ást er... ... að breyta venjulegu kvöldi í rómanttskan viðburð. TM Rofl. U.S. Pat. on — aU rigot* reserved (c) 1997 Los Angeies Times Synðlcata Áskorun um endursýningu VELVAKANDA barst eftirfarandi: „ Mig langar til að fara fram á það að Rík- issjónvarpið endursýni myndina um móður Ter- esu á aðgengilegri tíma heldur en gert var síð- ast. Veit ég um marga sem misstu af þessum þætti. Þetta var ekki mjög vel auglýst og það væri góð hugmynd að þetta væri sýnt á laugardags- eða sunnu- dagseftirmiðdegi og ætti að auglýsa það vel. Þetta var alveg einstök heimildarmynd um ein- staka konu, um ævistarf og hugsjón hennar, sem að margir hafa tekið þátt í og heimurinn hef- ur fengið að frétta af, en ekki á þennan hátt fyrr. Það er slæmt ef margir hafa misst af þessum þætti. Þetta efni snerti alla og finnst mér endilega að við verðum að fá tækifæri til að sjá þetta aftur. í myndinni eru skýr skilaboð til alls mannskyns. Svo vil ég þakka Ríkissjónvarpinu fyrir, fyrirfram, ég veit að þeir verða við þessari bón.“ Rafnhildur. Tapað/fundið Myndavél týndist MYNDAVÉL, Insta- matic, týndist fimmtu- daginn 18. september, líklega í strætisvagni, leið 3. Þeir sem hafa orðið varir við vélina vinsamlega hringi í síma 588-6462. Gullúr týndist GULLÚR, kvenúr, týnd- ist föstudaginn 12. sept- ember trúlega við Vest- urbæjarlaug eða neðst við Sólvallagötu. Þeir sem hafa orðið varir við úrið vinsamlega hringið í síma 552-3384. Gullhringur í óskilum GULLHRINGUR með steini fannst í Skó- glugganum í Hafnar- firði föstudaginn 12. september. Þeir sem kannast við hringinn hafi samband í síma 565-4275. COSPER Víkveiji skrifar... MIKIL lifandis skelfingar ósköp eru dagarnir fljótir að líða. I dag er 264. dagur ársins. Á morgun eru haustjafndægur, þegar dagur og nótt skipta sólarhringnum hníf- jafnt á milli sín. Haustmánuður að fornu tímatali hefst síðan nk. fimmtudag, 25. september. Þá er heldur betur stutt í skammdegið, sem hijáði fólk fyrr á tíð - þegar engir vegir voru til, engin vélknúin farartæki, engin raflýsing og engar hitaveitur, enginn sími, ekkert út- varp, ekkert sjónvarp. Fyrir hundrað árum eða svo voru áar okkar ekki að „pæla“ í Flórída- eða Kanaríeyjaferðum þegar dagur- inn var skemmstur, myrkrið mest og kuldinn hvað sárastur. Þeir horfðu hins vegar, margir hverjir, til Vesturheims, Vínlands ins góða, sem lausnar frá frumstæðu fátækt- arbasli og fimbulvetrum. Þúsundir héldu út í óvissuna. Trúlega er núna litlu færra fólk af íslenzku bergi brotið í Vesturheimi en hér á Fróni. Það var ekki fyrr en með tækni- væðingu atvinnuveganna, upp úr aldamótum, og menntun og þekk- ingu, sem voru „viðhengi" hennar, að landsmönnum opnaðist leið til „mannsæmandi" lífs. Tæknin og þekkingin gerðu m.ö.o. Islendingum betur kleift að þreyja þorrann og góuna. Veður eru að vísu áfram válynd og náttúra landsins leikur fóik grátt sem fyrrum, en raflýst skammdegi á tækni- og tölvuöld er samt sem áður allt „önnur Ella“ en hijáði áa okkar. Já, enn sem áður ber ísland nafn með rentu í vetrarveðrum, þegar „kveður kuldaljóð, Kári í jötun- móð“. Deila má á hinn bóginn um nafngiftina þegar heitir hverir gjósa á hlýjum sumardögum! xxx FRÁLS VERZLUN hefur það eftir Financial Times, svo heimildir hljóta að vera traustar, að súkkulaðimarkaðurinn í Vestur- Evrópu velti 1.850 milljörðum ís- lenzkra króna! Það eru Bretar sem háma í sig mest súkkulaðið eða fjórtán kíló á hvern mann yfir árið. Irar eru nánast sömu átvöglin. ís- lendingar hesthúsa um þrettán kíló af sælgæti hver maður á ári, svo súkkulaðiát þeirra er augljóslega einnig meiriháttar, nema hvað? Það er sömuleiðis haft eftir þess- ari áreiðanlegu heimild að súkku- laði örvi kynhvöt fólks - og inni- haldi að auki phenol, sem er „andoxunarefni" og „dregur úr æðakölkun og minnkar þannig líkur á hjartaáfa!li“. Þrátt fyrir þetta með kynhvötina segir heimildin góða: „Þijár af hveijum íjórum konum í Bandaríkjunum kváðust aðspurðar velja súkkulaði frekar en kynlíf.“ Og síðan kemur sjálf rúsínan: Þann- ig afsannar súkkulaðið kenningar um að allt, sem er gott, sé eitthvað af þrennu: óhollt, dónalegt eða ólög- legt. Víkveiji, sem er varkár maður, skrifar ekki snarhendis undir þessa niðurstöðu. Öðru máli gegnir um eftirfarandi orð lífsreynds manns, sem hann heyrði á dögunum: „Það getur vel verið að til sé betra með- al við kvefi en koníak, en í Guðs bænum segið þið mér ekki frá því“! xxx AÐ ER fullfast að orði kveðið að tala um litlausa flatneskju ríkisrekins sjónvarps, þótt grámygl- an í dagskránni mætti vera minni að dómi Víkverja dagsins. Þar hafa sem betur fer birzt forvitnilegir persónuleikar, sem fólk hlakkaði til að heyra og sjá á nýjan leik. Einn þeirra var Jón Viðar Jónsson leik- listargagnrýnandi sem hristi skemmtilega upp í hvunndeginum. Nú hefur þessi hressi og hrein- skilni sjónvarpsmaður tekið pokann sinn. Sjónvarpið virðist ekki hafa þörf fyrir fólk sem dregur áhorfend- ur og hlustendur að skjánum. Lit- leysið nægir. Það er eins og segir í Dúfnaveizlu Laxness: „Sá sem hefur kartöflur og soðningu þarf hvorki hugsjón né milljón!" Og vitnandi í Laxness geta sjón- varpsáhorfendur núorðið tekið undir með konunni í Brekkukots- annál: „Lærðu að hlakka ekki til. Það er upphaf þess að kunna að taka öllu“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.