Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 56
Paö tekur aöeins tr aöeins . ■virkanT^ aö koma póstinum þínum tíl skila PÖSTUBOOSlMIH#' Ú *jr0iwlifeíití> 5 <o> AS/400 er... ...með PowerPC 64 bita örgjörva og stýrikerfi MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG RITSTJ@MBL.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTItÆTI 1 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK s Yfirmenn hjá Gæsl- unni fella kjara- samning SKIPHERRAR, stýrimenn og bryt- ar hjá Landhelgisgæslunni felldu kjarasamning sem Farmanna- og fískimannasamband íslands hafði nýverið gert fyrir þeirra hönd við Landhelgisgæsluna. 16 voru andvíg- ir samningnum en 7 fylgjandi. Alls eru í þessum hópi sjómanna Landhelgisgæslunnar 24 menn og greiddu 23 atkvæði, eða 96% þeirra. Samningurinn var undirritaður 1. september síðastliðinn og átti að gilda til 1. nóvember 2000. Hefur at- kvæðagreiðsla staðið frá undirritun og voru atkvæði talin í gær. Benedikt Valsson, framkvæmda- stjóri FFSÍ, segir að þessi niður- staða sýni almenna óánægju sjó- manna Gæslunnar með samninginn. Menn séu nú aftur á byijunarreit og kveðst hann vona að viðræður geti hafíst á ný í vikunni. ♦ ♦♦ Erill á Akureyri NOKKUR erill var hjá lögreglunni á Akureyri í fyrrinótt. Tvær líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar um nóttina og gistu tveir menn fangageymslur vegna þeirra. Meiðsl þeirra sem urðu fyrir barðinu á árásarmönnunum voru þó lítils háttar. Fjórir ökumenn óku of hratt innan bæjarmarkanna og mældist einn þeirra á 108 km hraða, þar sem leyfí- legur hámarkshraði er 50 km/klst. Ökumaðurinn þurfti að sjá á bak ökuskírteini sínu. *r Þá stöðvaði lögregla fór þriggja ökumanna, sem höfðu ákveðið að setjast undir stýri þrátt fyrir að hafa neytt áfengis. Iþrótta- félag flytur ÞRÓTTARAR tóku í gær skóflustungu að nýju félags- heimili í Laugardalnum þar sem höfuðstöðvar félagsins verða í framtíðinni. Um Ieið fagnaði fé- lagið sæti í efstu deild knatt- spyrnunnar að ári. Bflstjórar úr Vörubflstjórafélaginu Þrótti fluttu stóran hóp nafna sinna í Laugardalinn og var íjölmenni við gömlu höfuðstöðvarnar við Sæviðarsund þegar lagt var af stað. Deilt á tiliögu um svæðisskipulag Miðhálendisins Ekki nægilegt tillit til nýtingar á orku FULLTRÚAR orkumála eru mjög gagnrýnir á tillögu, sem nú liggur fyrir um svæðisskipulag Miðhálendisins. A ráðstefnu, sem haldin var í gær á veg- um Félags skipulagsfræðinga og Verkfræðistofnunar HÍ kom fram að í skipulagstillögunni, sem nær til ársins 2015, er gert ráð fyrir að alls geti komið til framkvæmda orkuvinnsla sem nemur um 10.000 gígawattstundum af raforku á ári á skipulagstímanum, en talið er að hér á landi sé hægt að vinna 25-30 þúsund GWs af raforku með hagkvæmum hætti þegar tillit er tekið til umhverfisáhrifa. Núverandi orkuvinnsla nemur um 5.000 GWs á ári. Morgunblaðið/Golli Leikskólakennarar undirrituðu samning eftir 42 tíma langan samningafund Samið um 25% launa- Þorkeli Helgason orkumálastjóri, sagði á ráðstefnunni að ef öll tæki- færi, sem hugsanlega byðust á skipu- lagstímanum, yrðu nýtt gæti orku- þörfin orðið 28.000 GWs á ári. Sam- kvæmt lauslegu mati gæti útflutn- ingsverðmæti þeirrar stóriðju, sem myndi bætast eða gæti bæst við frá og með þessu ári, numið 133 milijörð- um króna. TO samanburðar sagði Þorkell, að allur vöruútflutningur í ár gæti numið sömu fjái’hæð. Aukning á vergri landsframleiðslu vegna þess- arar stóriðju gæti numið um 15%. „Ber ekki að taka tillit til stærða af þessu tagi þegar skipulag er mótað eða geta skipulagsyfirvöld lifað í efna- hagslegu tómarúmi?" sagði Þorkell. Ágreiningur um virkjanir I svæðisskipulagstillögunni er ekki tekið undir allar þær áætlanir, sem Landsvirkjun hefur haft um vatnsaflsvirkjanir. Jóhann Már Mar- íusson aðstoðarforstjóri Landsvirkj- unar sagði á ráðstefnunni að það væri álit fyrirtækisins að svæðis- skipulag Miðhálendisins ætti eðli málsins samkvæmt að endurspegla ákvarðanir löggjafans og stefnumið stjórnvalda í orkumálum og Lands- virkjun féllist ekki á að samvinnu- nefndinni og skipulagsstjóm væri óheimilt að raska fyrirkomulagi virkjana á Miðhálendinu. Stefán Skaftason fulltrúi í sam- vinnunefndinni um svæðisskipulagið sagði að nefndin hefði staðið frammi fyrir því að Alþingi hefði leyft virkj- unarframkvæmdir sem nefndin hefði viljað gera athugasemdir við eða haga með öðrum hætti. Þessum ákvörðunum Alþingis hefði nefndin orðið að hlíta þótt hún gæti komið skoðunum sínum á framfæri. Stefán sagði að verndunarsjónarmið hefðu verið talsvert ríkjandi í stefnumörk- un nefndarinnar, en meginmarkmið- ið hefði samt verið að koma á reglu á hlutina og nefndin hefði leitast við að samræma ólík sjónarmið hinna ýmsu aðila sem telji sig hafa hagsmuna að gæta á hálendinu. --------♦♦♦-------- liaíkkiiii á þremur árum SAMNINGANEFNDIR leikskólakennara og sveitarfélaga skrifuðu undir nýjan kjarasamning í gærmorgun eftir 42 tíma fundarsetu. Samning- urinn felur í sér u.þ.b. 25% launahækkun á samn- ingstímanum. Byrjunarlaun leikskólakennara verðá 102 þúsund í lok samningstímans. Samn- ingurinn þýðir að launakostnaður sveitarfélag- anna vegna reksturs leikskóla hækkar um 140- 150 milljónir króna á árinu 1998. Þetta er með lengstu samningafundum sem Þórir Einarsson sáttasemjari hefur stýrt. Hann sagði afar mikilvægt að tekist hefði að koma í veg fyrir verkfall í leikskólum. Deilan hefði orðið ^ , enn erfiðari ef til verkfalls hefði komið, ekki síst vegna þess að þá hefði hún getað farið að tengj- ast kjaradeilu grunnskólakennara með beinum hætti. Lögð fram innanhússtillaga Við lá að upp úr viðræðum slitnaði í fyrrinótt, en sáttasemjari hjó á hnútinn með innanhúss- tillögu sem samningsaðilar samþykktu. Undir ^Uokin var meginágreiningsefnið lengd samnings- tímans. Launanefnd sveitarfélaganna vildi að Morgunblaðið/Golli SAMNINGURINN var undirritaður hjá Þóri Einarssyni rfldssáttasemjara, eftir 42 klukkutíma langan samningafund, af Björgu Bjarna dóttur og Karli Björnssyni. samningurinn næði fram á árið 2001, en niður- staðan varð út árið 2000. Meðaltalshækkun í samningnum er 7% 1. sept- ember í ár, 4% í janúar 1998,3,65% í janúar 1999, 4% í janúar 2000 og 2% í desember sama ár. Á ár- inu 1999 verða gerðar breytingar á röðun sem fela í sér eins launaflokks hækkun stjórnarstarfa við leikskóla. Að mati launanefndar sveitarfélaganna felur samningurinn í sér 24-26% launahækkun á samn- ingstímanum. Samninganefnd leikskólakennara metur hækkunina í samningnum 26-27%. Byrjun- arlaun leikskólakennara hækka úr 81.613 kr. á mánuði í 89.247 kr. við upphaf samningstímans. í lok samningstímans verða byrjunarlaunin 102.054 kr. á mánuði. Formenn samninganefndanna lýstu ánægju með að tekist hefði að koma í veg fyrir verkfall. Björg Bjarnadóttir, formaður Félags íslenskra leikskólakennara, sagði að samningurinn fæli í sér verulegan ávinning fyrir leikskólakennara, bæði hvað varðar hækkun byrjunarlauna og launaflokkaröðun. Karl Björnsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, sagði að það væri mikilvægt að samningar hefðu tekist án verkfalls og starfsfriður væri tryggður í leikskólunum næstu þrjú ár. I Útgjöld á næsta ári/4 Hátíð eyríkja Island kynnt í S- Kóreu 1998 SÉRSTÖK Heimsmenningarhátíð eyríkja, World Festival for Islands Cultures, er fyrirhuguð í Suður- Kóreu í júlí og ágúst á næsta ári og hefur íslendingum verið boðið að kynna þar land og þjóð, menningu og ferðaþjónustu fyrir Asíubúum. Boðið er rausnarlegt, að mati Magnúsar Oddssonar fram- kvæmdastjóra Ferðamálaráðs, því það felur í sér fargjöld og gistingu fyrir 35 manns úr íslenskri ferða- þjónustu, aðstöðu til sýninga og uppákoma vegna kynninga. Reiknað er með að fulltrúar frá 24 eyjum verði með í sýningunni og að kringum milljón manna sæki hana. ■ Ferðalög/Cl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.