Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 4
/TTrV 4 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1997 VIKAN 14/9-20/9 Þ- ÚTIGANGSFÉ í fjallinu Tálkna var í fréttum vik- unnar og hefur landbúnað- arráðuneytið beint því til sveitarstjórna við Patreks- fjörð og Tálknafjörð að féð verði handsamað og því lóg- að. Fundist hafa líkur á riðuveiki í heilasýnum fén- aðar af fjallinu. Þ- ÍSLENSKUR hönnuður hefur í samvinnu við annan austurrískan hannað um- slag fyrir nýjasta geisladisk hinnar heimsfrægu rokk- hljómsveitar Rolling Ston- es. Geisladiskurinn heitir „Bridges to Babylon" og kemur út 30. september nk. ÚTVARPSRÁÐ hefur frestað því að afgreiða umsóknir um starf frétta- stjóra á Ríkissjónvarpinu. Ekki var heldur tekin af- staða til umsókna um starf framkvæmdastjóra sjón- varpsdeildar Ríkisútvarps- ins. ► GEÐLÆKNAFÉLAG ís- lands telur áætlanir um stórfelldan niðurskurð fjár- veitinga til geðdeildanna í Reykjavík vera fráleitar og fyrir neðan allt velsæmi. Hugmyndimar leiði til auk- ins kostnaðar fyrir samfé- lagið og lakari þjónustu. ► UM 1.200 erlendir hlut- hafar hafa lagt sem svarar 160 milljónum króna í gull- leit á íslandi með þátttöku í hlutafélaginu Icelandic Gold sem stofnað hefur ver- ið í Kanada. Fyrirtækið á helming í íslenska gullleit- arfyrirtækinu Melmi á móti Kísiliðjunni og Iðntækni- stofnun. Gullleit Melmis hefur staðið yfir síðan í fyrra. Þrjú banaslys í vikunni ÞRÍR menn létust af slysförum í síð- ustu viku. Karlmaður á fertugsaldri lést þegar þyrla frá Þyrluþjónustunni fórst inn af Hamarsfírði í S-Múlasýslu sl. sunnu- dagskvöld. Björgunarmenn frá Djúpa- vogi gengu við erfíðar aðstæður upp bratta íjallshlíðina og báru lík hins látna niður af ijallinu. Karlmaður á áttræðisaldri lést og eiginkona hans hlaut reykeitrun í bruna á fyrstu hæð íbúðarhúss við Grenimel í Reykjavík á mánudagskvöld. Ekki voru aðrir í íbúðinni. Eldur komst ekki á aðrar hæðir hússins. Ekki er vitað um eldsupptök. Rúmlega sextugur karlmaður lést í vinnuslysi í vélsmiðju á föstudag. Mað- urinn varð undir þungri vél sem verið var að koma fyrir { vélsmiðjunni. Kosningalöggjöf endurskoðuð FULLTRÚAR þingflokkanna hyggjast á næstu mánuðum vinna tillögur að breyttri kosningalöggjöf. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður hug- myndin um stækkun fámennustu kjör- dæmanna og skiptingu þeirra stærri þá rædd af fullri alvöru. Alvarleg veikindi FORSETI íslands hefur gefíð út til- kynningu um að eiginkona hans eigi við alvarleg veikindi að stríða. Vegna veikinda forsetafrúarinnar er opinber- um heimsóknum forsetans til Svíþjóðar og Vestur-Skaftafellssýslu frestað. Vænir styrkir fráESB ÍSLENSK fyrirtæki og rannsókna- stofnanir hafa fengið úr rannsókna- sjóðum Evrópusambandasiris nokkuð á fímmta hundrað milljóna króna til rannsókna í íslenskum sjávarútvegi. Verkamannaflokkur- inn mun fara frá völdum 1 Noregi THORBJORN Jagland, forsætisráð- herra Noregs, kvaðst á mánudag myndu biðjast lausnar eftir að hafa lagt fram fjárlagafrumvarp 13. októ- ber, eftir að úrslit þingkosninganna, sem fram fóru í Noregi á mánudag, urðu ljós. Verkamannaflokkurinn hafði ekki náð sama fylgi og hann hlaut í kosningunum 1993, eða 36,9%, en Jagland hafði lýst því yfir að hann færi frá ef flokkurinn fengi minna fylgi nú. Einn helsti sigurveg- ari kosninganna varð Kristilegi þjóð- arflokkurinn. Leiðtogi hans, Kjell Magne Bondevik, reyndi að tryggja sér stuðning Hægriflokksins áður en hann hefst handa við stjómarmynd- un, og kveðst telja líklegt að það muni taka hann um það bill einn mánuð að koma saman stjóm. Clinton neitar að undirrita BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á miðvikudag að þarlend stjórnvöld myndu ekki undirrita sátt- mála um bann við notkun á jarð- sprengjum. Tugir ríkja hafa lýst stuðningi við drög að sáttmálanum á ráðstefnu er stóð í Ósló. Áætlað er að sáttmálinn verði undirritaður i Ottawa í Kanada í desember. Banda- ríkjamenn vildu að þau skilyrði yrðu sett í sáttmálanum að þeir fengju að halda þeim jarðsprengjum er þeir hafa á Kóreuskaga til vemdar her- mönnum sínum þar, og að leyft yrði að nota jarðsprengjur sem eru þann- ig úr garði gerðar að þær verða sjálf- krafa óvirkar eftir nokkra daga. k- STJÓRNVÖLD í Banda- ríkjunum hafa vent sínu kvæði í kross og segja nú að þau efíst ekki um laga- Iegan rétt Norðmanna til hrefnuveiða. Bandaríkja- menn hvetja hins vegar til þess, að veiðarnar verði stundaðar í samræmi við þær reglur sem Alþjóða- hvalveiðiráðið hefur sam- þykkt. ► SPRENGJA, sem að lík- indum var ætlað að spilla friðarviðræðum á Norður- írland, sprakk í smábæ nærri Portadown á þriðju- dag. Talsmenn Sambands- flokks mótmælenda kváðu írska lýðveldisherinn, IRA, ábyrgan, og kröfðust þess að pólitískum armi hersins, Sinn Fein, yrði vísað frá samningaborðinu. IRA vís- aði því hins vegar á bug að bera ábyrgð á tilræðinu. Enginn slasaðist í spreng- ingunni. Grunur beinist að róttækum armi IRA. ► SAMKVÆMT upplýsing- um þýska Rauða krossins látast 10.000 böm úr hungri f Norður-Kóreu á mánuði. Segir talsmaður samtak- anna, sem nýkominn er frá landinu, að hungursneyðin þar sé meðal þess sem verst hefur orðið nokkurs staðar í heiminum frá lokum síðari heimsstyijaldar. Talsmað- ur kristilegrar lyálpar- stofnunar hélt því fram á þriðjudag að fómarlömb hungursneyðarinnar væra á bilinu hálf milljón til tvær milljónir. MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Óvíst er hvernig sveitarfélög bregðast við leikskólasamningnum Útgjöld á næsta ári hækkaum 143 millj. KJARASAMNINGUR sveitarfélag- anna og leikskólakennara kostar sveitarfélögin 140-150 milljónir á árinu 1998. Karl Björnsson, formað- ur launanefndar sveitarfélaganna, segir að það sé í valdi hvers sveitar- félags að ákveða hvemig brugðist verði við þessum kostnaðarauka. Hann á ekki von á að útsvar verði hækkað. Rekstur leikskólanna er fjár- magnaður af tekjum sveitarfélag- anna og gjöldum sem foreldrar greiða. Karl sagðist engu geta svar- að um hvort gjöldin yrðu hækkuð eða skattar hækkaðir. Hver og ein sveitarstjóm yrði að svara því. Hafa þyrfti í huga að launahækkanirnar kæmu á nokkmm árum. I dag eru heildarlaunaútgjöld sveitarfélaganna vegna reksturs leikskóla 1,1 milljarður. Hækkun á launum leikskólakennara um 1% þýðir því 11 milljóna króna útgjöld fyrir sveitarfélögin. 7% hækkun 1. september og 4% hækkun 1. janúar nk. þýða að launaútgjöld sveitarfé- laganna á árinu 1998 hækka um 140-150 milljónir. Þegar samningur- inn hefur að fullu komið til fram- kvæmda í árslok 2000 er kostnaðar- auki sveitarfélaganna af honum orð- inn tæplega 300 milljónir á ári. Samningstíminn mikilvægur Karl sagðist telja þennan samning viðunandi fyrir sveitarfélögin. Það væri mikilvægt fyrir sveitarfélögin að ná samningum til rúmlega þriggja ára. Kjör leikskólakennara væm bætt umtalsvert með þessum samn- ingi sem vonandi skiiaði sér í ánægð- ara starfsfólki og betri leikskóla. Karl sagði að samningurinn skil- aði leikskólakennurum heldur meiri hækkunum en aðrir hefðu fengið, en hafa þyrfti í huga að samnings- tíminn væri lengri en í öðrum samn- ingum og upphafshækkun kæmi 1. september en þorri annarra laun- þega hefði fengið hækkun í vor eða fyrravetur. Karl sagði að flestir leikskólakenn- arar fengju svipaðar kjarabætur. Þær skiluðu sér samt ekki til allra á sama tíma. Byrjunarlaun hækkuðu þó held- ur meira en önnur laun. Samræmdur samningur Björg Bjarnadóttir, formaður Fé- lags íslenskra leikskólakennara, sagðist vera ánægð með samning- inn. „Við mátum það svo að við hefðu náð það miklu fram af okkar kröfum að það borgaði sig ekki að fara í verkfall. Það er ekki að vita hvað verkfall hefði staðið lengi og hvað það hefði skilað okkur miklu til viðbótar við sáttatillöguna,“ sagði Björg. Leikskólakennarar lögðu mikla áherslu á breytta launaflokkaröðun. Björg sagði að þar hefði náðst veru- legur árangur, sérstaklega fyrir þá sem eru í stjórnunarstöðum. Enn- fremur hefðu sveitarfélögin fallist á að taka upp ný starfsheiti, sem fælu í sér faglega viðurkenningu á starfi leikskólakennara. Björg sagði að leikskólakennarar hefðu náð fram mikilvægum atriðum í sérkröfum. Hún nefndi sérstaklega ákvæði um stofnun Vísindasjóðs. Hann yrði að vísu ekki eins öflugur og leikskólakennarar hefðu krafíst en stofnun hans væri mikilvægt skref. „Síðan er afar mikilvægt fyrir félagið að fá einn samning þó að hann sé að vísu ekki samræmdur að fullu. Við náum fram einni launa- töflu fyrir alla leikskólakennara og það hefur verið markmið félagsins síðan það var stofnað. Þessi niður- staða þýðir að leikskólakennarar í Reykjavík fá örlítið meiri hækkanir en aðrir,“ sagði Björg. Morgunblaðið/Golli BJÖRG Bjarnadóttir og Kristín Dýrfjörð, úr samninganefnd leik- skólakennara, fara yfír texta samningsins skömmu fyrir undirritun. Sparnaður hjá Pósti og síma hf. Afgreiðslutími stytt- ur á Eyrarbakka og Stokkseyri FRÁ1. október næstkomandi verð- ur afgreiðslutími póst- og sím- stöðvanna á Eyrarbakka og Stokkseyri styttur og hvor af- greiðsla um sig opin hálfan dag- inn. Verður opið milli kl. 9 og 12 á Eyrarbakka og milli 13 og 16 á Stokkseyri. Þetta er gert vegna sparnaðar. í bréfi til viðskiptavina Pósts og síma hf. á þessum stöðum segir að nauðsynlegt sé að ná jafnvægi í rekstri póstsins á næstu misserum en mikill halli hefur verið á rekstri hans. Fyrirhuguð er skipting á Pósti og síma hf. í tvö fyrirtæki um næstu áramót. Að sögn Hrefnu Ingólfsdóttur, blaðafulltrúa Pósts og síma hf., fluttist annar stöðvarstjóranna í starf á Hellu og falla afgreiðslumar á Eyrarbakka og Stokkseyri fram- vegis undir stöðvarstjórann á Sel- fossi. Segir hún afgreiðslumar verða opnar hálfan daginn á móti afgreiðslum bankanna á þessum stöðum þannig að menn geti allan daginn rekið erindi t.d. vegna greiðslu á gíró- og greiðsluseðlum. Afgreiðslustjóri er Þóra Berg Ósk- arsdóttir og mun hún starfa á báð- um stöðum. Starfsmönnum skipt milli fyrirtækjanna Um þessar mundir er nú unnið að því að skipta 2.400 starfsmönn- um Pósts og síma hf. milli íslands- póstsins og Landsíma íslands. Seg- ir Hrefna skiptinguna eðlilega eftir því hvort menn hafa starfað á fjar- skiptasviði eða póstsviði en á rekstr- arsviði og fjármálasviði sé verka- skipting ekki eins Ijós. Reynt verður þó að haga skipt- ingu starfsmanna þannig að þeir sem hafa til dæmis unnið að verk- efnum sem tilheyra póstmálum myndu starfa hjá íslandspósti. Þá er verið að ganga frá skiptingu á eignum og verður núverandi hús- næði sums staðar skipt milli fyrir- tækjanna samkvæmt sérstökum eignaskiptasamningi. Kozyrev fjallar um öryggismál ÖRYGGISMÁL Evrópu í kjöl- far kalda stríðsins; þróun mála nú og yfirsýn til framtíðar nefnist erindi sem Andrei V. Kozyrev, fyrrverandi utanríkis- ráðherra Rússlands og þing- maður Múrmansk á rússneska þinginu, flytur á sameiginleg- um fundi Samtaka um vest- ræna samvinnu (SVS) og Varð- bergs á Sögu mánudaginn 22. september kl. 17. Kozyrev var skipaður utan- ríkisráðherra rússneska lýð- veldisins árið 1990 og gegndi því starfi fram til 1996. Hefur enginn annar setið jafn lengi í ríkisstjóm Jeltsíns. Fundurinn er opinn félagsmönnum SVS og Varðbergs og áhugafólki um erlend málefni og þróun örygg- is- og utanríkismála. Keflavíkurkirkja í notkun á ný KEFLAVÍKURKIRKJA verður tekin I notkun í dag, sunnudag, eftir gagngerar endurbætur. Byggt hefur verið veglegt and- dyri við kirkjuna og hún máluð að innan. Guðsþjónusta verður í kirkjunni klukkan 11.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.