Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 21. SEPTBMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ skuldseigir og jafnvel viðsjárverðir. Hvað er hæft í því? „Þama kemur gamla draugasag- an frá árunum 82-83, er heilu skipsfarmarnir af skreið voru fluttir til Nígeríu, ekkert var borgað og fyrirtæki fóru illa. Tilfellið er að Ní- geríumenn eni ríkir. Þeir eiga mikla olíu. Það veldur þvi að þeir geta keypt af okkur en ekki ná- grannalöndin Cameroun og Benin, sem gjaman vildu en eru fátæk. Hver gámur er borgaður með stað- greiðslu eða tryggingu.“ Þú nefndir skreið, en ekki er það skreið sem þið eruð að framleiða og selja? „Nei, en þetta er nánast það sama, sama verkun og sami matur- inn, bara spurning um holdastuðul. Skreiðin er allur fiskm’inn, en við eram ýmist með hausa, hausa með klumbubeini eða hryggi. Við erum að framleiða tíu vörutegundir og Nígeríumenn era að nota þetta í 100 mismunandi rétti. Hér áður var skreiðin það sem allt snérist um, en nú fæst ekki lengur það verð sem við teljum okkur þurfa til að fram- leiða skreið. Skreiðin er matur að- alsins í Nígeríu og dýr eftir því. Hausar era keyptir af millistéttun- um, en þeir fátæku kaupa hryggi." Notið þið einungis hráefni úr þroski? „Nei, nei, mest er þurrkað af þorskhausum með klumbubeini. Það er annað orð yfir eyruggabein, en þá fylgja þunnildin með. Þetta er verðmætasta afurðin, en við þurrk- um einnig ýsuhausa með klumbu- beini, þorskhausa án klumbubeins og ufsahausa með klumbubeini, auk hryggja. Klumbubein án hausa era síðan að sækja í sig veðrið og era sú afurð sem við fáum hæsta verðið fyrir.“ Eru sölumálin á ykkar eigin könnu? „Bæði og. Formlega selja ís- lenska umboðssalan og Fiskmiðlun Norðurlands afurðir okkar, en við tökum einnig sjálfir virkan þátt í sölumálunum, bæði með því að fara utan og hitta kaupendur og eins koma þeir hingað til okkar til við- ræðna og samninga. En hvað um saltfísk? „Það er sami búnaðurinn og við notum sem notaður er við þá verk- un. Það era ýmsir fyrir í þeim bransa, en ég neita þvi ekki að við höfum velt því fyrir okkur hvort vit sé í því að láta til okkar taka í salt- fiskverkun. Markaðirnir sem við höfum augastað á eru i Mið- og Suð- ur-Ameríku og Karíbahafinu. Við höfum verið að skoða þessi mál og í haust munum við sjá hvort vit sé i því.“ Vaxandi velta og auknar fjárfestingar Lúðvík dregur fram plögg og gögn tengd framleiðslu og rekstri fyrirtækisins. Þar kemur fram að síðustu tvö árin hefur verið farið út i talsverðar fjárfestingar, m.a. vai- bætt við nýrri, húsbyggingu austast á vinnslusvæðinu, nýr kælir var keyptur í móttökuna og nýtt þurrk- hús var reist, auk þess sem önnur húsakynni hafa verið stækkuð og betrambætt. I gögnunum kemur einnig fram, að síðustu árin hafa veltutölur fyrirtækisins farið hrað- vaxandi. 1994 var veltan 78 milljón- ir. 1995 var hún 97 milljónir, 1996 128 milljónir og í ár er áætluð velta 150 milljónir. Lúðvík segir að næsta ár verði veltan í kringum 300 millj- ónir. Hvernig stendur á svo feiknalegri veltuaukningu? „Það stafar af því að Laugafiskur hefur nýlega fest kaup á Lintofiski sem er fiskþurrkunarfyrirtæki í Njarðvíkum. Við erum stærstir á okkar sviði og höfum um skeið hugsað okkur að færa út kvíarnar. Það er best gert með því að finna aðra vöra og nýta betur flutnings- leiðir. Lintofiskur er nýlegt fyrir- tæki í framleiðslu, en hefur lengi haft sambönd við söluaðilann Dan Export í Danmörku sem dreifir vör- um til fjölmargra fyrirtækja. Linto- fiskur hefur m.a. framleitt gælu- dýrafóður og fleira í líkum dúr, not- að til þess loðnu, og Dan Export hefur dreift vöranni, m.a. til hins Lúðvík Halldórsson. LA UGAFISKIVEX FISKUR UMHRYGG Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson Eftír Guðmund Guðjónsson LUÐVÍK er Reykvíking- ur fæddur 1954 og bjó í höfuðstaðnum til þrí- tugs. Hann varð stúdent frá MT 1975 og fór þá í Iðnskólann og lærði húsasmíði. Hann réð sig síðan til Stokkfisks, sem var forveri Laugafisks og varð gjaldþrota árið 1987. Hann var verkstjóri hjá Stokkfiski á áranum 1983-87, en fór þá í endurmenntun- arnám HI og menntaði sig í sjávar- útvegsfræðum. í það fór eitt ár og síðan var hann verskmiðjustjóri í Laugafiski uns hans varð fram- kvæmdastjóri árið 1993 . Árið 1988 var Laugafiskur stofnaður á rústum Stokkfisks eftir að nokkur fyrirtæki höfðu „krankað sig saman“ eins og Lúðvík orðar það. I upphafi lögðu fimm aðilar upp sem eigendur Laugafisks, hver með 20% eignarhlut. Þetta vora Utgerð- arfélag Akureyringa, Byggðastofn- un, Fiskiðjusamlag Húsavíkur, Kaldbakur á Grenivík og Reyk- dælahreppur. Um áramótin 1995-96 varð sú breyting á, að ÚA keypti hlut Byggðastofnunar og Kaldbaks og á nú 60% á móti 40% hreppsins og Fiskiðjusamlagsins. „Þetta hefur haft miklar breyt- ingar í fór með sér, sérstaklega hvað varða hráefnisöflun, en það er keyrt hingað til Lauga allt frá Bakkafirði til Snæfellsness allan ársins hring. Þegar ÚA eignaðist meiri hluta í íyrirtækinu lagði það af hausaverkun á Akureyri og flytur þess í stað allt hráefni hingað að Laugum . Það má segja að það gull- tryggi okkur með hráefni. Kannski að þú lýsir fyrir okkur þessu hráefni og segir aðeins frá því hvað þið eruð að gera hér í físk- vinnslu langt inni í landi? „Við erum að herða hausa og hryggi, eða hausa með klumbubeini eins og það er kallað, úr þorski, ufsa og ýsu. Við höfum reynt fyrir okkur með skreið , en það fæst lítið fyrir hana í seinni tíð. Við erum langstærstir á þessu sviði hér inn- anlands . Það er misskilningur sem ein- kössum sem eru opnir í botninn. Fiskhausarnir era slegnir af grind- unum, ofan í kassana og þeir standa í loftstokkum og loftinu er blásið í gegnum hitunarbúnað. Þegar eftir- þurrkun er lokið hefur enn orðið mikil breyting á hráefninu. Heildar- þurrktími á meðalstærð hausa er 6-7 sólarhringar og tíu tonnin sem við höfðum sem dæmi áðan og vora komin ofan í 4 tonn eftir forþurrk- un, era nú aðeins 2.120 kg með 15% rakainnihald. Tveimur vikum síðar er vöranni pakkað í strigapoka og eru 30 kg í hverjum poka. Þá er var- an tilbúin til útflutnings.“ Allt til Nígeríu Til útflutnings hvert? „Til Nígeríu. Þetta fer allt til Nígeríu. Afkastagetan hjá okkur er 7.200 tonn af blautu hráefni og á þessu ári áætlum við að nýta milli 5.500 og 5.800 tonn af því svigrúmi. Það er mjög góð staða, 80% af- kastageta og aldrei lokað allan árs- ins hring. Framleiðslan hjá okkur í ár er áætluð 35-36.000 pakkar sem eru um 30 kg hver. Síðasta ár voru fluttir 170.000 pakkar til Nígeríu og í ár er markaðurinn áætlaður 200.000 pakkar. Það stefnir hins vegar í heildarframleiðslu upp á 230-240.000 í ár. Framleiðslan hef- ur farið vaxandi og þetta hefur ekki verið vandamál til þessa, en hins vegar fara þessi viðskipti eins og önnur eftir gamla lögmálinu um framboð og eftirspurn og einhvern tímann á næstu mánuðum stefnir í verðfall. Vonandi verður það ekki eins alvarleg dýfa og var árið 1994.“ Þetta er þá ekki bara dans á rós- um? „Það má nú segja að þetta hafi í heild gengið nokkuð vel hjá Lauga- fiski. Arið 1994 var þó bakslag. Mik- il birgðasöfnun og verðfall átti sér stað og þá fóru 6-8 fyrirtæki á hausinn. Laugafiski tókst að halda haus í þeim erfiðleikum, en öll hin árin hefur verið hagnaður hjá okk- ur.“ Það minnir á að það orð hefur farið af Nígeríumönnum að beir séu VIÐSKHTIAIVINNULÍF ÁSUNNUDEGI ► Menn eiga eiginlega á öllu öðru von en að hnjóta um fyrir- tæki sem herðir þorskhausa í stórum stíl í sumar- og sveitaparadísinni Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu. En það eru engar sjónhverfingar, fyrirtækið Laugafískur er rekið þar af miklum myndarskap og er frekar að vaxa fískur um hrygg heldur en hitt. Lúðvík Halldórsson er framkvæmda- stjóri hjá Laugafíski og Morgunblaðið hitti hann þar einn sól- bjartan daginn í síðasta mánuði. hverjir kunna að ganga með að öll tún í Reykjadal séu þakin þorsk- hausum. Sannleikurinn er sá að hér er um inniþurrkun að ræða og jarð- hitinn í dalnum er það sem gerir þessa vinnslu svo fýsilega hérna. Ef ég reifa ferilinn, þá fáum við hráefn- ið í köram frá hinum ýmsu ver- stöðvum. Hér fer það fyrst í stóran kæli og síðan í þvottakar. Að því loknu fer hráefnið í vinnslusalinn þar sem það er glennt upp á grind- ur og flutt í þurrkklefa. Þar fer fram forþurrkun við stöðugan burrkhraða otr kiörhitastie. 22-27 gráður. Ef hitastigið er meira er hætta á að fiskholdið soðni og hrá- efnið úldni í framhaldi af því. Með þessu móti fjarlægjum við svokallað bundið vatn úr hráefninu til þess að örverur geti ekki þrifist. Það verður breyting á hráefninu við þessa vinnslu, rakainnihald þess fer úr 80% í 55% og til að glöggva menn betur hvað það þýðir, þá era tíu tonn af hausum orðin að fjórum tonnum.“ Ekki er nú allt búið enn? „Nei, enn er eftir eftirþurrkun sem fer fram í 1,5 rúmmetra þurrk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.