Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1997 33 um Snorra og systkinunum Þor- björgu, Sigurvin og Línu Dóru, hugheilar samúðarkveðjur á þess- um erfiðu tímum. Guð veri með ykkur. F.h. knattspyrnufélaganna, Lúðvík Bergvinsson. Það er með hryggð í huga að ég tek mér penna í hönd til að skrifa hinstu kveðju til vinar míns Jóns Freys Snorrasonar. Leiðir okkar lágu saman fyrir um það bil 12 árum og tókst þá strax með okkur vinskapur sem entist alla tíð síðan. Það fyrsta sem í hugann kemur er maður minnist Jón Freys er eldmóðurinn og lífsgleðin sem hann bjó yfir og hvernig hann smitaði þá sem í kringum hann voru með þessum eiginleikum. Ót- eljandi eru þau skipti sem koma upp í hugann þar sem Jón Freyr er hrókur alls fagnaðar með sögur af kynlegum kvistum sem hann hafði hitt á lífsleiðinni. Leiðir okk- ar skildu um tíma en alltaf er við hittumst var fagnaðarfundur og engu líkara en við hefðum kvaðst í gær. Fundum okkar bar aftur saman fyrir ári, Jón Freyr hafði þá starfað um tíma hjá Þyrluþjón- ustunni við það sem hann hafði alltaf dreymt um að gera, að fljúga. Alla tíð frá því að við Jón Freyr kynntumst var flug hans aðal- áhugamál og þá sérstaklega þyrlu- flug. Enginn hafði sérstaka trú á því að hann myndi láta verða af því að læra að fljúga, þetta þótti afskaplega fjarlægt þarna í sveit- inni heima, en hann vann að því hörðum höndum að láta drauminn rætast sem hann og gerði. Við sem eftir erum minnumst Jóns Freys með þakklæti fyrir að hafa fengið að vera honum samferða um stund, þessum góða dreng sem stóð alltaf sem klettur í lífsins ólgusjó, sama hvað á gekk. Elsku Svava, Kolbrún og aðrir ættingjar og vinir, megi Guð vera með ykkur og styrkja ykkur í sorginni. Minningin um góðan dreng mun aldrei deyja. Jóhann Sigurðsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Okkur strákana á Vestmanna- brautinni langar að minnast æsku- félaga okkar og jafnaldra Jóns Freys sem lést með sviplegum hætti 15. september síðastliðinn. Þegar við fréttum um lát þitt runnu í gegnum hugann minningar er við ólumst upp saman á Vestmanna- brautinni svo að segja hlið við hlið. Við minnumst glaðværðarinnar og frásagnarhæfileikans sem ein- kenndi þig. í þá daga var mikið af börnum á Vestmannabrautinni og mikið um ærsl. Farið var í hina ýmsu leiki svo sem fallin spýta og í fótbolta í lautinni. Oft var stolist inn í Slipp eða niður á bryggju. Jón Freyr lét það ekki aftra sér frá því að taka þátt í þessu öllu þótt hann væri með spelkur á fæti um tíma. Er árin liðu skildu leiðir en í hvert skipti sem við hittumst var slegið á létta strengi og liðinnar tíðar minnst og spáð í framtíðaráform. Að lokum viljum við þakka Jóni Frey fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum. Þær munum við geyma í huga okkar um ókomin ár. Viljum við senda eiginkonu, dóttur og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Guðni Sig., Vilhjálmur og Björgvin. Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum fóðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu fóður hjarta. Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga, en sér í lagi þau, sem tárin lauga, og sýndu miskunn öllu því, sem andar, en einkum því, sem böl og voði grandar. Þín líknarásján lýsi dimmum heimi, þitt ljósið blessað gef í nótt mig dreymi. I Jesú nafni vil ég væran sofa og vakna snemma þína dýrð að lofa. (Matth. Jochumsson.) Ég þakka þér, kæri vinur, liðnar samverustundir sem ég mun alltaf minnast með hlýju og virðingu. Kæra Svava, Kolbrún, Snorri, Ella, systkin, tengdaforeldrar og fjölskyldur ykkar allra. Guð veri með ykkur á þessum erfiðu tíma- mótum. Rósa Snorradóttir. „Þinn sonur lifír," sagði Jesús forðum, og sveininn græddi; er trúað var þeim orðum. Hin sömu orðin sár míns hjarta græða, er svíða og blæða. Og þegar blessuð börnin frá oss deyja, í bæn og trú þá kenn þú oss að þreyja, og seg við hvern, er sorgin þyrmir yfir: Þinn sonur lifir. Já, þegar sjálfir vér til heljar hnígum og hinsta fetið lífsins þreyttir stígum, í sjálfum dauða sagt það verði’ oss yfir: Þinn sonur lifir. (V.Briem) Elsku Svava mín, Kolbrún, Snor- ri, Ella, Lína, Sigurvin, Þorbjörg, Halldóra, Þórður, Jón Þór, Berglind, fjölskyldur ykkar og ástvinir allir. Megi aigóður Guð veita ykkur huggun gegn þessari gífurlegu + Ingibjörg Þorsteinsdóttir fæddist á Hellissandi 20. júlí 1920. Hún lést á Vífilsstaða- spítala 22. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey 3. september. Kæra systir, mig langar til að minnast þín í þessum örfáu orðum og þakka þér fyrir alla samúð og skilning sem þú sýndir mér þegar ég þurfti á að halda. Ég dvaldi oft heilsulítil á heimili þínu og sonur minn átti alltaf innhlaup hjá þér. Ég þakka þér einnig fyrir allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman bæði á Óðinsgötunni og Laugaveginum. Þar var nú oft kátt á hjalla, þegar Kristján og Þorsteinn Kr. tóku í nikkurnar, sorg, sem nú er lögð á herðar ykk- ar. Megi hann styrkja ykkur og varðveita í kærleika sínum á kom- andi tíð. Minningin um dásamlegan, hlýj- an og brosmildan frænda og vin mun lifa. Kær kveðja, Sædís, Guðlaugur og strákarnir, Hafdís, Helgi og strákarnir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibj. Sig.) Kæri Jón Freyr. Nú ertu floginn frá okkur inn í breiðan faðm eilífðarinnar, því mið- ur heldur lengra en spaðar þyrlu þinnar gátu borið þig. Eftir sitjum við hin umvafin tómleika og reynum í umkomuleysi að skilja ótímabært fráfall þitt. Reyndar, séu okkur ætluð hlutverk á æðri stöðum, er ekki að undra að þú sért einn hinna útvöldu, því fáum hef ég kynnst jafn heilsteyptum og styrk bjóstu sannarlega yfir. Það hafa verið góðar stundir sem ég hef átt með ykkur Svövu í gegnum árin, sem skyndilega eru orðin tíu, síðan Svava kynnti okkur á Dalbrautinni. Öll höfum við fylgst að, þroskast, menntað okkur og komið undir okk- ur fótunum. Þið alltaf jafn samstíga í væntingum ykkar til lífsins. Missirinn er mikill og það er sárt að kveðja, en megi minningin um styrk þinn og hjálp góðra anda gefa henni Svövu þinni styrk og hinum sem þig syrgja. Þín vinkona, Andrea. mikið sungið og hlegið. Mig langar að biðja Guð að blessa þig, kæra systir, og börnin þín. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ástarkveðja, þín systir Jóhanna. Elsku amma og afi. Takk fyrir tímann sem með þér við áttum, tímann sem veitti birtu og frið. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram, lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góðar vættir góða tíð eftir kveðjuna hér. Þinn orðstír mun lifa um ókomna daga. Indælar minningar hjarta’ okkar ber. Emil, Krislján og Björn Ingi. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíð- um. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallfnubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Eiginmaður minn og faðir okkar, KARLJÓHANNSSON, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðju- daginn 23. september kl. 10.30. Aldís Hafliðadóttir, Ragna Karlsdóttir, Guðmundur Karlsson, Hafliði Karlsson, Ragnar Karlsson, Þorsteinn Karlsson, Magnús Karlsson, og fjölskyldur þeirra. INGIBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, LÁRA PÁLSDÓTTIR, Lyngbrekku 20, áður búsett á Lundargötu 17, Akureyri, lést aðfaranótt fimmtudagsins 18. september. Kistulagning og kveðjuathöfn verður í Foss- vogskapellu miðvikudaginn 24. september kl. 16.00. Jarðsett verður frá Akureyrarkirkju föstudaginn 26. september kl. 13.30. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför móður okkar, MÁLFRÍÐAR (DÖDDU) ÓSKARSDÓTTUR MÖLLER, sem lést í Wisconsin Rapids í Bandaríkjunum 24. desember 1996, verður gerð frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 24. sept- ember 1997 kl. 15.00. Pálmi Möller, Óskar Möller, Jóhann Georg Möller og fjölskyldur. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓSKAR SVEINBJÖRNSSON, Sléttuvegi 13, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 23. september kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir, Jóna Guðrún Ágústsdóttir, Sveinbjörn Óskarsson, Ingibjörg S. Gísladóttir, Ásgeir Óskarsson, Guðrún Árnadóttir og barnabörn. t Faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN SIGURÐUR JÓNSSON frá Helgadal, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlið 18. september. Þuríður Guðjónsdóttir, Einar Guðjónsson, Evert K. Ingólfsson, tengdabörn og barnabörn. t Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og lang- amma okkar, ODDFRÍÐUR R. JÓNSDÓTTIR, Hringbraut 50, áður til heimilis í Básenda 4, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánu- daginn 22. september kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Arnar Axelsson, Þórir J. Axelsson, Alvilda G. Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t MAGNÚSJÓHANNSSON útvarpsvirkjameistari og kvikmyndagerðarmaður frá Skjaldfönn, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 23. september kl. 13.30. Jóna Garðarsdóttir og systkini hins látna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.