Norðurljósið - 01.01.1986, Page 8

Norðurljósið - 01.01.1986, Page 8
8 NORÐURI.JÓSIÐ Fyrsta sumarið Fyrsta sumarið sem drengir dvöldu á Ástjörn var 1946. Eftir nokkra leit höfðum við upp á einum þeirra sem dvöldu það sumar á Ástjörn. Hann er annar þeirra tveggja sem enn eru lifandi, en svo vill til að þrír drengjanna sem dvöldu fyrsta sumarið á Ástjörn eru farnir úr þessum heimi, en alls voru drengirnir fimm. Þetta er Jón Ragnar Björgvinsson, nú eig- andi Blómahallarinnar í Hamraborg Kópavogi. Ég hringdi í hann eitt kvöldið í vetur og átti við hann mjög skemmtilegt samtal. „Hvað kom til að þú varst sendur til Ástjarnar?“ Ég man nú ekki hvernig foreldrar mínir fréttu af þessari sumardvöl, en einn góðan veðurdag gekk ég inn á Sjónarhæð til að tala við Arthur um sumardvölina og það var ákveðið að ég mætti næsta laugardag og kæmi með til Ástjarnar. Þegar svo laugardagurinn rann upp mættum við þarna nokkrir inni á Sjónarhæð rétt fyrir hádegi, og Arthur byrjaði á að bjóða okkur í hádegismat, og ég man eftir Kristínu ráðskonu sem sá um að við fengjum nú nóg að borða. Svo var lagt af stað eftir hádegið. Ég man eftir því að Arthur átti svartan lítinn, breskan bíl sem við fórum á. Ég var á þessum tíma alveg óskaplega bílveikur. Þá stakk Arthur upp á því að ég sæti við hlið hans og sá um leið til þess að ég hefði nóg að gera. Það var nefnilega þannig að rúðuþurrk- umar voru ekki rafknúnar heldur var lítil sveif í mælaborð- inu sem var snúið til að þurrkurnar virkuðu. Sem betur fer fór ekki að rigna fyrr en austur á Fljótsheiði. Einhvers staðar á heiðinni ók Arthur út af og kenndi því um að ég hefði ekki verið nógu duglegur að snúa sveifinni. Hins vegar var nú ósköp saklaust að aka út af þarna því að vegirnir voru nú bara troðningar. Þetta er eitt af því fáa sem ég man úr ferðinni. Þegar við vorum rétt komnir fram hjá Ásbyrgi og keyrðum þama eftir því sem mér fannst nú bara vera auðn, þá þurft- um við að fara upp brekku og til þess að betur gengi að keyra
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.