Norðurljósið - 01.01.1986, Side 14

Norðurljósið - 01.01.1986, Side 14
14 NORÐURLJÓSIÐ Þannig á enginn endurfæddur maður að láta sig vanta við borð Hans, nema einhver sérstök ástæða sé til þess. Ekkert annað á að koma í stað þessarar stundar, þegar Drottinn vor Jesús Kristur mælir sér mót við okkur. Hann gengur sjálfur á undan hjörð sinni. Hann mætir fyrstur á slíka samkomu. í Hebreabréfinu 10.25 minnir Heilagur Andi okkur á: „Van- rækið ekki safnaðarsamkomur yðar.“ Sérhver trúaður maður verður að sjá til þess, að hann komi fram fyrir Drottin í góðu sálarástandi, í sönnu samfélagi við Guð, með hjarta sem er fullt af lofgjörð og tilbeiðslu. í Orðinu segir, að Faðirinn leiti að sönnum tilbiðjendum, sem tilbiðji Hann í Anda og sannleika. Þess vegna er afar þýðingarmikið að hafa Drottinn Jesúm Krist fyrir hugskots- sjónum. Það er eingöngu í gegnum Hann sem við fáum að nálgast Guð. í gildistíð Móselögmálsins gat æðsti presturinn ekki komið inn í hið allra heilagasta, nema með blóð. í dag getur enginn lifandi maður komið fram fyrir hinn heilaga Guð, nema fyrir blóð Jesú Krists. Kristur er í dag æðsti prestur í húsi Guðs. Sérhver trúaður maður á þess vegna að taka sér tíma til að rannsaka hjarta sitt. Skoða sjálfan sig í ljósi Guðs í alvarlegri bæn. Mikilvægt er að játa syndir og yfirsjónir sínar, áður en tilbeiðslan byrjar. Fyrir samkomuna er gott að lesa Guðs orð og hugleiða það, einkum varðandi þjáningu, dauða og upp- risu Drottins vors Jesú Krists. Mikil blessun er fólgin í því að hugsa um og tala við Hann á leiðinni. Miklu máli skiptir að mæta stundvíslega á samkomuna, frekar nokkrum mínútum fyrir tilsettan tíma. Þá gefst tæki- færi til að eiga hljóða stund í hugleiðingu, áður en tilbeiðslan byrjar og m.a. leiða hugrenningar í burtu frá mönnum og málefnum sem hugann trufla. Hafa ber í huga, að sljóleiki varðandi mætingu segir nokkuð til um andlegt ástand viðkomandi. Enginn getur, á slíkri stundu, leyft sér að breyta eftir eigin geðþótta. Þótt enginn stjórnandi sé, né nokkur fastákveðin dagskrá, verður hver einstakur að sýna aðgát. T.d. er ekki æskilegt að stinga upp á sálmum, lesa ritningarorð eða flytja
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.