Norðurljósið - 01.01.1986, Side 101

Norðurljósið - 01.01.1986, Side 101
NORÐURLJÓSIÐ 101 í þriðja lagi, minnst þess, að frelsaranum eru náðarverk auðveld. Ef þú vilt hugsa í eina mínútu um það, sem hann hefur gert mönnum til hjálpræðis, þá finnst mér þú hljótir að sjá, að það getur ekkert „ef“ verið hjá honum. Sjá þú hann, hangandi á trénu, verða bölvun fyrir okkur negldan á kross- inn! Líkamskvalir hans eru ósegjanlega miklar, en auk þessa er hann yfirgefinn af Guði, og sál hans þjáist meira en við getum skilið. Það er sonur Guðs, sem deyr þannig. Það er hann, hvers auglit er dýrð himinsins, sem deyr þannig dauða illvirkjans, „réttlátur fyrir rangláta, til þess að hann geti leitt okkur til Guðs.“ Ég er svo sannfærður um mikilvægi dauða Krists, að væri mér opinberað það, að á krossinum hefði hann ekki einungis endurleyst einn heim, heldur svo marga fallna heima, sem stjörnurnar eru, þá gæti ég vel trúað því. Ó, blóð Guðs sonar! Hvílíkt gildi hlýtur slík fórn að hafa! Óendanlegur guðdóm- ur sameinaður fullkomnum manndómi, og lífið allt lagt í sölurnar, til þess að menn mættu lifa! Segir þú mér, að Kristur geti ekki frelsað? Segir þú mér, að blóð hans geti ekki hreinsað burt hina svörtustu synd, er saurgað hefur nokkru sinni nokkurn mann? Ég veit betur. Það hlýtur að vera óendanlegt gildi í friðþægingarfórn Krists. Það getur ekki verið nokkurt „ef“ um kraft hins krossfesta til að fyrirgefa öllum þeim, sem koma til hans og treysta á hina miklu fórn hans. Ef þú efast um mátt dauða hans, minnstu þess þá, að hann reis upp aftur frá dauðum, steig upp til dýrðarinnar, og þar situr hann í hásæti sínu í dag. Mér finnst ég sjái hann nú, þar sem hann situr til hægri handar Föðurins, skrýddur eilífum heiðri og guðlegri hátign. Hvað er hann að gera? Sjáið, hann lyftir upp höndum sínum. Hann biður fyrir syndurum. Mun Faðirinn neita honum um nokkuð? Hann biður fyrir af- brotamönnum. Mun Guð neita að blessa þá? Ó, vegna hins lifanda Krists, sem við hægri hönd Föðurins ber fram verð- skuldun sinnar eigin fórnar, vil ég, að þú sért fullkomlega sannfærður um það, að það getur ekkert „ef“ verið um mátt hans til að frelsa nokkurt af mannanna börnum!
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.