Norðurljósið - 01.01.1986, Page 107

Norðurljósið - 01.01.1986, Page 107
NORÐURIJÚSIÐ 107 honum, að hafa fastar tekjur. Það er þá ekki Guð, sem þú treystir, heldur peningar. Eins er með sálu þína. Þú gætir treyst Guði, segir þú, ef engill frá himni kæmi og talaði, eða ef þú heyrðir rödd á náttarþeli. En, þá er það ekki Guð, sem þú treystir, heldur engill eða rödd. Þú vilt fá eitthvað að sjá og eitthvað að heyra. Það er samgróið mannlegu eðli að leita þannig tákna, en hvað er það annað en skurðgoðadýrkun? Ó, að við gætum losnað við þetta og sagt: „Guð er ósýni- legur. Ég á ekki að vænta þess, að sjá hann, ég á að treysta honum. Ég á að trúa því, að hann, sem myndaði himin og jörð og gaf son sinn til að deyja fyrir mig, muni frelsa mig, og í eitt skipti fyrir öll set ég traust mitt á hinn elskaða son hans.“ Það er ein ástæða enn fyrir þessu „ef“, sú, að vér mœlum Guð við sjálfa okkur. Við getum ekki hugsað, að Guð geti fyrirgefið okkur af því að við eigum svo erfitt með að fyrirgefa meðbræðrum okkar. Við getum ekki skilið, að Guð vilji gera það endurgjaldslaust, af náð einni saman, af því að það er svo mikið kaup- mannseðli í okkur sjálfum. Við viljum fá borgun fyrir það, sem við gerum, og ef við sjáum ekki einhverjar líkur til endurgjalds, á einn eða annan hátt, þá erum við seinir til að gera nokkuð, sem líkist fórn. Þannig höldum við að Guð sé alveg eins og við. En munið eftir því, sem ritað er: „Svo miklu sem himinninn er hærri en jörðin, svo miklu hærri eru mínir vegir yðar vegum og mínar hugsanir yðar hugsunum.“ Jes. 55.9. Okkur hættir við að mæla Guð á mannlegan mælikvarða. Það er sagt, að Blálendingar máli svört andlitin á engla- myndum sínum, og þannig ímyndum við okkur Guð líkan sjálfum okkur eða öðrum mönnum, og fyrir það finnst okkur erfitt að trúa á hann. Sleppið úr hugsunum ykkar slíkum hugmyndum um Guð. Þið getið fyrr borið úthafið í lófanum eða spannað himininn með fingrunum heldur en — án að- stoðar guðlegrar náðar — fengið hugmynd um dýrð Guðs og mikilleik, með allri aðstoð ykkar. Gleymið því aldrei, að hann er eins mikill að miskunn og að öðrum eiginleikum. Yndi hans er að fyrirgefa. Það er honum hjartans gleði, að taka í faðm sér týndu börnin sín. Ekkert veitir hjarta Guðs
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.