Norðurljósið - 01.01.1986, Side 110

Norðurljósið - 01.01.1986, Side 110
110 NORÐURIJÓSIÐ „Ég trúi, herra,“ sagði þessi vesalings maður, „hjálpa þú vantrú minni.“ Frá djúpi sálar hans hrópaði hann: „Ó, Drottinn, hjálpaðu mér gegn vantrú minni.“ Vesalings hjarta, þú hefur verið að reyna að trúa! Reyndir þú nokkru sinni að gera eins og þessi maður, að trúa því, að Kristur gæti hjálpað þér að trúa? Hann hlýtur að hafa borið traust til Krists, ella hefði hann ekki sagt: „Hjálpa þú vantrú minni.“ Við skulum þá leitast við að líkja eftir honum. Oft er meiri trú í hjarta aumingja syndarans en hann heldur. í raun og veru treystir hann frelsaranum, en veit ekki af því. Hann er frelsaður, en er þó hræddur við að halda, að það sé mögulegt. Löngu eftir það, að ég þekkti frelsarann og trúði á hann, var ég stundum á báðum áttum út af þeirri hugsun, að þetta væri of gott til að vera satt. Freistarinn vildi segja: „Það getur ekki verið, að þér sé í raun og veru fyrirgefið, að þú sért Krists eigin eign, að þú sért þveginn í blóði hans og frelsaður eilíflega!“ Jæja, það virðist næstum því vera of gott til að vera satt, en þá er það, að ekkert er of gott til að vera satt, þegar við slíkan konung er að skipta. Ef máttugur konungur hefur í huga að framkvæma eitthvað, þá segjum við, að því mikilfenglegra og konung- legra sem það er, því meiri líkur séu fyrir því, að það verði gert. En lítum hærra en til konungs. Ef það er dásamlegt, ef það er óendanlegt, sé það fyrir ofan mannlegan skilning, þá er það því líklegra, að það sé satt, því að þá er það líkara Guði. Ó, ég bið þig því, kom þú með vantrú þína til Krists og lát hana deyja í nálægð hans. Vantrúin þolir ekki krossinn. Ef þú horfir á hinn deyjandi frelsara, og á hinn upprisna Krist Guðs, þá deyr vantrúin. Guð hjálpi þér því til að segja: „Ég trúi, Drottinn, hjálpa þú vantrú minni“! Enn er eitt, sem þú þarft að gera, ef þú ætlar að hafa þennan mann að fyrirmynd. Far með málefni þitt til Krists. Þessi vesalings maður færði son sinn til Krists. Það var erfitt, og hann bað aðra að hjálpa sér. Sjáið þið ekki, hvernig bamið kastast til og frá, stundum í þessa áttina, stundum í hina? Þið hafið, ef til vill, séð einhvern flogaveikan mann eða konu og tekið eftir, hvernig slíkt fólk brýst um. En ástand
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.