Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1918, Side 12

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1918, Side 12
í'orv. Thoroddsen bjargað fjölda mörgum smáþjóðum frá tortímingu, þær hafa hörfað undan ofurefli út í eyjar og upp í fjöll og oft verið borgið þar. Á afskektum stöðum eru því oft leifar af fornþjóðum, sem fyrrum hafa verið stórar og voldugar, þær hafa geymt þar tungumál sín, óbreytt eða lítið breytt, þjóðerni sitt, bókmentir og ýmsar menjar fortíðarinnar. Keltar og keltnesku málin björguðust og hjeldust lengst í fjalllendum Bretlands og Frakklands, og á takmörkum Spánar og Frakklands eru í Pyreneafjöllum leifar af Baska-þjóðinni; það var ein af frumþjóðum Ev- rópu, sem tók yfir stór lönd til forna; Baskar hafa enn haldið tungu sinni, sem er ólík öllum öðrum tungumálum í Evrópu. I Kákasus-fjöllum er fjöldi af eldgömlum þjóða- brotum dreifð um dalina innan um klungur og kletta, hafa haft þar vörn og vígi; þessar þjóðir tala margar fjarskyldar tungur og hafa mjög mismunandi siði og trú- arbrögð; svo eru líka ýmsar fornþjóðir í Himalaya, og hefur sumum þeirra enn tekist að halda frelsi sínu þrátt fyrir ofbeldi hinna voldugustu nágranna. Sumar þjóðir hafa bjargast á eyjum eins og vjer íslendingar og haldið þjóðerni sínu og tungu. Kawimálið var áður talað á Java, alt fram á 14. öld e. Kr., á því máli voru allmiklar bók- mentir, sem enn eru til, málið er nú dautt og gleymt á Java, en hefur haldist á smáeyjunum Madura og Bali, er þar þó nú að eins notað við guðsþjónustugjörð. Svo er víðar, að forntungur hafa haldist lengi í sambandi við trú- brögð og helgisiði ýmsra þjóða. Mál Súmera, frumþjóðar- innar í Babylóníu, var dautt á vörum þjóðarinnar 3000 ár- um f. Kr., en var um margar aldir eftir það trúbragðamál og alment ritmál, alveg eins og latfnan á miðöldunum og alt fram á vora daga. Pað hefur oft sýnt sig í veraldar- sögunni, að eyjaþjóðir hafa átt örðugt með að standast árásir harðvítugra fastalandsþjóða. Á Antillaeyjum eydd- ist frumþjóðin af árásum víkinga, sem kallaðir voru Karíb-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.