Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1918, Page 16

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1918, Page 16
i6 Þorv. Thoroddsen II. Framtíð sjerhverrar nýlendu er aðallega bygð á nátt- úru landsins og eðlisfari landnema. Landið verður að vera byggilegt og láta í tje þau gæði, sem þjóðfjelag getur haft sjer til atvinnu og viðurværis, um leið er það engu þýðingarminna að landnemar sjeu svo tápmiklir og skyn- samir, að þeir geti fært sjer þau gæði í nyt, er náttúran býður þeim. Sumir hafa átalið fornmenn fyrir það, að þeir hafi numið gæðasnautt land og gert eftirkomendum sínum óleik og ógreiða með því að staðfestast á eyði- skeri langt úti í hafi. En þetta er röng skoðun, fyrst og fremst er ísland ekki svo gæðasnautt sem margir hafa sagt, og svo hefur einmitt. fjarlægðin frelsað vort forna þjóðerni, sem annars hefði druknað í mannamori frjóari landa. Hvort nýlendan dafnar er jafnan meir komið undir mannkostum íbúanna, en landgæðum, sjerstaklega er það þrek og dugnaður, er mestu ræður, en siðferðiseinkunnir landnema hafa og mikla þýðingu, því undir þeim er kom- ið, hvernig þeim tekst að lagá þjóðfjelagið svo eftir þeim skilyrðum, sem fyrir hendi eru, að það blessist til fram- búðar. Eins og kunnugt er, búa hinar mestu framfara- þjóðir ekki í frjósömustu löndunum. Til mikillar þroskun- ar og tímgunar þarf yfirleitt allgóð lönd með hentugu loftslagi og landrými, margbreytilegum afurðum og dug- legu og greindu fólki, en það getur líka tekist að fram- leiða mikla og einkennilega menningu í löndum með litl- um landkostum og óhentugu loftslagi, of heitu eða of köldu, ef þjóðin er nógu tápmikil, sem í löndunum býr, og eru þess nóg dæmi víða um heim. Pá er það sam- kepnin við umheiminn, sem miklu ræður; veraldarsagan sýnir, að þjóðirnar á hinum stóru fastalöndum hafa oltið fram og aftur hver yfir aðra sem öldur á sæ, unnið hver
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.