Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1918, Page 146

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1918, Page 146
46 Um að verða fjelagi í Fræðafjelaginu eitt skifti fyrir öll í hinn fasta sjóð fjelagsins eða 10 kr. ár- lega í sex ár, ef þeir kjósa það heldur. Þetta gjald er eigin- lega ekki annað en nokkurs konar innritunargjald í sjóð, sem aldrei má skerða og aðallega er stofnaður eftirmönnum vorurrt til hægðarauka og styrktar. En aðalgjald fjelagsmanna eru störf þeirra ókeypis eða fyrir lítið kaup í fjelagsins þarfir og tillög af frjálsum vilja til fjelagsins, er svo ber undir. Jeg tek eigi of djúpt í árinni þótt jeg segi, að alt þetta nemur mörgum hundruðum króna að meðaltali á hvern mann í fje- laginu í þau sex ár, sem það hefur nú staðið. í’að gerir enginn, svo að segja með tvær hendur tómar, að stofna bóka- útgáfufjelag í svc fámennu þjóðfjelagi sem hinu íslenska og framkvæma á jafnstuttum tíma það, sem Fræðafjelagið hefur gert, og það sumt í hinni mestu dýrtíð, ef eigi er lagt tölu- vert í sölurnar. Auðvitað fá fjelagar Fræðafjelagsins ókeypis allar þær bækur, sem fjelagið gefur út á meðan þeir eru í því; en skyldi nokkur maður á íslandi vilja greiða t. a. m. 500 kr. æfitillag til Fræðafjelagsins og fá í staðinn bækur þær, sem það gefur út á meðan hann er uppi? Jeg býst eigi við því. En þá er hitt atriðið, hvernig hægast er fyrir menn á íslandi að eignast bækur Fræðafjelagsins. í>að er með því að kaupa þær hjá umboðsmönnum Fræðafjelagsins á íslandi, og gera það sem fyrst, jafnóðum og þær koma út. Sumar þeirra eru seldar fyrir hálfvirði og sumar fyrir hjer um bil þriðjung verðs fyrst eftir að þær koma út, bæði til þess að allur almenningur geti eignast þessar bækur með afarlágu verði og til þess að hinir tryggu viðskiftamenn Fræðafjelagsins geti eignast rit þess með sem bestu verði. En þegar nokkur tími er liðinn frá útkomu bók- anna, gengur bókhlöðuverðið í gildi, og úr því er eigi hægt að fá þær fyrir lægra verð. Það eru margir menn, sem kaupa alt, sem Fræðafjelagið gefur út, og þeir fá þessi rit þess með áskrifenda verði, ef þeir snúa sjer í tíma til um- boðsmanna fjelagsins eins og flestir þeirra gera. Af sumurn bókum Fræðafjelagsins er upplagið svo lítið, að fjelagið getur ekki seit þær með lægra verði í fyrstu en bókhlöðuverði, enda er það eigi nauðsynlegt, því að þær bækur eru eigi mjög stórar. Tvö rit Fræðafjelagsins, sem eru nauðsynleg hverjum al- þýðumanni á íslandi, erú seld svo ódýr, að ekki eru dæmi til slíks á íslandi. í>að er Arsrit Fræðafje- lagsins og Orðakver (stafsetningarorðabók) Finns Jóns-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.