Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Blaðsíða 1
Lögreglan í Hamborg hefur þegar sleppt Þjóöverjanum: „BALY LAUS ALLRA MÁLA” „Herra Baly er laus allra mála, aö vísu er hann enn hjá okkur, en hann er á leiðinni til Kölnar, þar sem hann býr,” sagöiHildebrand, deildarstjóri hjá rannsóknarlögreglunni í Ham- borg í samtali við DV um níuleytið í morgun. Hann sagði að Eliza Heeren hefði lagst að bryggju í Hamborg um sex- leytið í morgun. Lögreglan hefði þá farið um borð og tekið Miroslav Peter í sína vörslu. Síðan hefðu menn sínir kannað hvort hann væri þýskur ríkisborgari eins og hann segði. Fyrir stundu hefðu þeir komist að því að svo væri. Miroslav væri því frjáls feröa sinna. „Miroslav Peter hefði verið sendur aftur um borð í skipiö, hefði honum ekki tekist að sanna hver hann væri,” sagði Sveinn Pétursson, starfsmaður Hafskips i Hamborg í morgun. —Var skipstjórinn með í ráöum að flytja Miroslav Peter? „Nei, alls ekki, að því er hann seg- ir. Eg f ór um borð til hans áðan og þá sagöi hann við mig að hann fyndi, að menn héldu að hann hefði verið með í spilinu frá upphafi, en svo væri alls ekki. Hann sagði að Miroslav Peter hefði komið til sin áður en skipið lét úr höfn í Reykjavík og beðið sig um að fá að fara með. Hann hefði neitað vegna tryggingamála og svo vegna þess að Miroslav Peter var skilríkja- laus.” — En verður Miroslav Peter fram- seldur islenskum yfirvöldum? „Það getum við ekki farið fram á. Þýsk lög hindra það,” sagði Jón Thors, deildarstjóri í dómsmála- ráðuneytinu. — Verður hann látinn taka út refs- ingu sína í Þýskalandi? „Það er hlutur sem við erum ekki farnir að skoða ennþá. Dómsniður- staða Hæstaréttar liggur ekki ennþá fyrir,” sagði Jón Thors. —KÞ/—JGH 007 grandar óvinaþyrlu - sjá nánar um Jarnes Bond-myndina bls. 4 og 5 Þossiþyrla verður látín hrapa i tsjaka i Jamas Bond-myndinnisem verið er að kvikmynda t Breiðamerkurlóni. Þetta er ekki alvðruþyria heldur fjarstýrt líkan á stœrð við garðsláttuvil. Nákvœmlega eins þyrla i fullri stœrð kemur tíl landsins annað kvöld en henni verður ekki KMU/DV-mynd: Jóna, Höfn. Andrewprins hýddur ogLennon áuppboði — sjábls.9 Stal200 hamborgurum — sjábls.5 með kókaín — sjá Svlðsljósið ábls.44og45 Vænirlaxar — sjáVetöivon ábls. 11 SæturKRsígur yfirKeflavik — sjáblaðaukaum íþróttir helgarinnar Mikið fjölmenni við brúðkaupið í indíánaþorpinu Anadarko í Oklahoma: Islendingurínn ættleiddur og gef ið naf n á kiowamáli Stundin mikla, giftingarveisla Svavars Hanssonar og indíánaprins- essunnar Maríam, rann upp á föstu- dag. Þau gengu í það heilaga í indíánaþorpinu Anadarko i Okla- homa að viðstöddu miklu f jölmenni. „Þetta .var í alla staði stórkostleg stund, sú stærsta i lífi mínu og ég er yfir mig ánægður með hve vel þetta tókst allt til,” sagði Svavar er DV náði tali af honum í Oklahoma í gær. Mikið var um dýrðir í veislunni, sem fram fór í 40 stiga hita. Sjáif giftingarathöfnin fór fram á ensku en áður er Svavar var ættleiddur og gefið nafn var mælt á tungu kiowa. Svavar hlaut nafnið Tau-ga-tson, Man from far away, sem útleggst á íslensku „hinn langt að komni mað- ur.” Veislan tókst frábæríega vel. Eftir giftingarathöfnina var heljarinnar nautakjötsmáltíð. Kjötskrokkarnir steiktir á teini yfir eldi, að gömlum sið. —JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.