Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Blaðsíða 16
16 Spurningin Hvafl er efst á baugi í Ólafs- vík? (SpurtíÓlafsvík.) Árni Júlíusson, vinnur á lyftara: Þaö ersvomargt. Magnús Einarsson málari: Skemmtanalifiö og böllin. Annars alitaf þaö sama. Haukur Randversson sjómaður: Ot- geröin og þá einkum rækjuveiöarnar sem haf a gengiö vel fram til þessa. Hermann Kristinsson smlður: Bygg- ingaframkvæmdir. Hér er veriö aö reisa félagsheimili, elliheimili, heilsu- gæslublokk og skrifstofuhúsnæði þann- ig aö þaö er nóg aö gera. Lilja Eysteinsdóttir verkakona: Kjaftasögumar og böllin. Þau mættu vera líflegri. Þaö er frekar dauft yfir ölluhérna. Guðmundur Hjartarson verkamaður: Atvinnumálin og margumtalaöur kvóti. Þaö er aö rætast úr honum núna meö kola og trollveiðum. Einnig er margt á döfinni í gatnagerð og bygg- ingaframkvæmdum. DV. MÁNUD AGUR2Ó. jtlNÍ19Ö4. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Óstjórn í Höllinni: Brúnni hliðar- tösku stolið — peningar, lyklarog persónulegir muniríhenni Ein allslaus skrifar: Ég er ein af þeim 6.000 sem mættu í Laugardalshöllina þann 17. júni sl. Þegar ég kom á staðinn gerði ég heiöarlega tilraun til aö fara í biö- röðina, ef biöröö skyldi kaiia. Ég vissi ekki fyrr en mér var troöiö inn i mannþröngina og „sogaöist” i bók- staflegri merkingu þess orðs inn fyrir dymar. Þegar ég loks komst inn og gat náö andanum fann ég aö handtaskan min var horfin, fín taska með ölium mínum persónulegu munum í, m.a. seðlaveski meö ca 3.000 krónum í, persónuskilríkjum, bíl- og hús- lyklum, bankabók og snyrtiveski. . Ég gerði dauðaleit á staönum en fann ekkert og gekk síðan til lög- regluþjóna sem vissu ekkert hvaö gera skyldi. Ég stóö því þarna alls- laus og átti ekki einu sinni fyrir leigubíl heim né heldur komst ég inn íibúðinamína. Morguninn eftir notaöi ég til aö leita aö hinum týndu munum, gefa lögreglunni skýrslu, loka bankabók- inni og skipta um skrá á íbúðar- hurðinni. Það er aldrei hægt aö kenna nein- um einum um hvaö gerðist en ég tel aö ilia hafi verið að þessu staðið af hálfu listahátíðar og Æskulýös- - ráðs. Betra heföi verið ef allar dyr hefðu veriö opnar og miöasala aðeins veriö í Gimli en ekki viö innganginn, þá heföu allir komist áfailalaust inn. Ef einhver manneskja er með vonda samvisku og hefur brúna hliöartösku undir höndum þá er hún vinsamlegast beðin um aö skila heimilisfang mitt stendur skýrum þakklát aö fá þetta til baka og heiti henni til lögreglunnar eða til mín því stöfum á skilríkjunum. Ég yrði mjög góðum fundarlaunum. „Nótt hinna löngu hnífa" kalla sumir nóttina erilsömu i Laugardalshöllinni þegar bréfritari var rændur tösku með dýrmœtu innihaldi. Á myndinnier eitt fórnariambiö borið af vettvangi. SÁÁ-húsiö við Grafarvog. Brófritari vill að svipað átak og gert var við byggingu þess húss verði gert i byggingu ibúða handa fólagi ungra for- eldra. BYGGINGASJÓÐUR UNGRA FORELDRA Horft á sjónvarp. Brófritara likar illa ástandið i textaþýðingum hjá sjón- varpinu. Ófremdar- ástand í textaþýðingum sjónvarps Aðalbjörn Amgrimsson skrifar: I DV 13. þ.m. var fjallað um hve textar sjónvarpsins með erlendum myndum væru óheppilegir og illa gerð- ir. 1 stað þess aö þjappa efninu saman er lengd textanna slík að tæplega er á færi hraölæsustu manna aö ná þeim og eru þá not myndarinnar vitanlega aö engu oröin. Tel ég aö góður þýöandi eigi að geta þjappaö efni myndar saman i texta án þess að meginefnisþráöur slitni og má þaö merkilegast kallast hve fáir hafa bent á þetta ófremdarástand sem ekki er nein ný bóla. Og minnist ég þess aö ég hef áöur í þessu blaði bent á þá erfiðleika sem þessir hraðtextar valda og þá kannski sérstaklega eldra fólki sem á vitanlega sama rétt og aörir til aö n jóta þess sem boðið er. En þaö má vera afsökun þeirra sem aö þessum máium vinna, undir stjóm yfirþýöanda aö því er virðist, hve fáir hafa látið til sín heyra um þessi mis- lukkuðu vinnubrögö. I stuttu svari yfirþýðandans í DV viö fyrirspurninni, telur hann aö vel sé hægt að laga textann á skjánum og gera hann læsilegan. Því held .ég að þeir sem eru óánægðir meö núverandi þýöingarform, og þaö held ég að hljóti aö vera býsna margir, ættu aö láta til sínheyra. Samband veitinga- oggistihúsa Hefðiverið næraðsegja að leyfi þyrfti - í staðinn fyrir að kæra Rut Sigurðardóttir skrifar: Ég get ekki látið ósvaraö grein í DV þann 19.6. þar sem Hólmfríður Áma- dóttir segir að viö sem erum meö gisti- rekstur i heimahúsum borgum hvorki skatta né gjöld af okkar tekjum. Þetta nær aö minnsta kosti ekki til min og svo hygg ég aö sé einnig um aðra. Það er illt aö liggja undir slíkum sökum. Nær heföi mér fundist að Samband veitinga- og gistihúsa hefði sent okkur bréf og bent á að viö þyrftum tilskilin leyfi heldur en aö senda á okkur lögreglu með kæru á hendur okkur allt fram á miönætti á föstudagskvöld. Guörún Jakobsen skrifar: Islenska óperan fæddist út á arf bamlausra kaupmannshjóna. Vogur, heilsuhæli endurfæddra áfengis- sjúklinga, varð til fyrir samskot þjóðarinnar. Kvennaathvarfiö er aö komast i gagniö út á merki sem allir keyptu. Þar hefur aldrei veriö stolin eöa skemmd spýta. Nú er mér aö detta í hug hvort ekki færi hægt að virkja fjöldasamskotin í fjórðu áttina — til að leggja grunn að byggingarsjóði ungra foreldra eða ungs foreldris. Allir þurfa aö eiga öruggt þak yfir höfuöið, helst eigin kof a meö smágarölús til aö rækta. Ég held aö börn ungra foreldra, sem Unnur hringdi: Ekki get ég skilið fólk sem sífellt er aö kvarta yfir sjónvarpinu í gegnum lesendadálkana. Fólk getur ekki búist við þvi að fá dagskrána þannig aö þaö geti setiö allt kvöldiö og glápt á sjónvarp. ekki þurfa aö eiga yfir höfði sér ævi- langa baráttu við fjárhagsvandamál eða öryggisleysi í húsnæðismálum, komi síður til að að liggja fyrir fótum okkar gömlu borgaranna eins og brotn- ar brennivínsflöskur. Þaö er varla meira fyrirtæki að drífa upp snotur einbýlishúsahverfi en Hallgrímskirkjuna á Skólavöröuholti. Þessi sjóður mun vissulega verða góöur til áheita, því Jesús er besti vin- ur barnanna, og eigi efast ég um aö einhverjir meðal þeirra sem aörar eignir eiga en blessuö börnin. komi til meö aö ánafna byggingarsjóöi bam- anna eitthvert lítilræði við vistaskiptin. Sjónvarpiö veröur að þjóna lands- mönnum og það verður að fara bil beggja og í þeim málum finnst mér því hafa tekist mjög vel upp og sé ástæðu til aö koma á framfæri þökkum til sjón- varpsins. Það hefur verið trútt sínu hlutverki og staðið sig vel ef litiö er á málin frá menningarlegu sjónarmiöi. Sjónvarpið á allt gott skilið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.