Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Blaðsíða 6
6 DV. MANUDAGUR 25. JUNI1984. Neytendur Neytendur Neytendur . Neytendur Ferðir Smyri/ Line hafa nú staðið yfir i 10 ár. RÚTUFERÐIR EKKI í TENGSLUM VIÐ FERÐIR AKRA- BORGAR — passarekki við mínarferðirí Borgarf jörð, segir sérleyf ishaf inn „Rútuferöir frá Akranesi í Borgar- fjörö eru ekki í tengslum viö feröir Akraborgar, rútan fer þegar Akra- borgin leggst aö bryggju,” sagöi Viðar Vésteinsson framkvæmdastjóri sem haföi samband viö DV fyrir hönd stjómar Skallagríms hf. En þannig var aö nýlega var haft samband viö DV vegna þess aö ferða- langur, sem kom meö Akraborg aö Akranesbryggju, gat ekki komist í Borgarfjörö nema meö leigubíl því ekki voru neinar áætlunarferöir frá Akranesi þegar komiö var í land. En raunin er sú aö rútuferöir eru næstum tvisvar á dag frá Akranesi í Borgar- nes, eöa klukkan 9 á morgnana og klukkan 19.30 virka daga, laugardaga klukkan 14.00 og sunnudaga fer rútan af staö klukkan 14.00 og 21.00. Ekki er þetta nægileg lausn fyrir þá sem ferðast meö Akraborg því eins og Viðar sagöi þá fer rútan þegar Akra- borgin kemur að landi og engar rútu- ferðir eru um miöjan dag. Sæmundur Sigmundsson, sérleyfis- hafi áætlunarbifreiöa frá Akranesi í Borgarfjörö, var spurður hvers vegna ferðir hans væru ekki fleiri og ekki í tengslum við feröir Akraborgar. „Feröirnar eru of margar, aö þær séu of fáar eru ósannindi. Ég vil fækka ferðum því þaö er ekkert fólk til að flytja meö rútu frá Akranesi. Það er ekki hægt aö hafa feröimar þaöan á öðrum tíma, þaö passar ekki við mínar ferðir í Borgarnes. Ég hugsa um þá sem vilja vitja sjúklinga þangað. Þetta em nægilega margar feröir á ekki stærri staö,” sagði Sæmundur Sig- mundsson. —RR Handsápa með olíu Þaö kemur fyrir aö húöin þornar vegna sápunotkunar og margir þola ekki að þvo sér um andlitið meö sápu. Þá hefur veriö notuö ungbamasápa sem er mild og lyktarlitil, einnig með olíu svo að húöin þomi ekki. Nýlega hafa veriö framleiddar sápur úr náttúrlegum éfnum sem innihalda olíu. Þær bera heitiö Gentle Touch, eru mjúkar og í þeim er bamaolía. Sápurn- ar eru til í tveimur stærðum á verðbil- inufrá 15—22 kr. —RR Um þessar mundir eru liðin 10 ár frá því að ferjan Smyrill hóf reglulegar áætlunarferöir til og frá Islandi. Af því tilefni er nú boðið upp á fargjöld meö skipinu með helmingsafslætti. Þau skilyrði fylgja þó þessum afsiætti aö 8 manns eöa fleiri taki sig saman og kaupi ferðimar saman. „Hvaö snertir lausnir á alkalí- skemmdum hér á landi hefur ekki ver- ið hægt aö sækja þær til útlanda vegna þess aö þar hafa ekki fundist viðhlít- andi viðgerðaraðferðir. Lausnirnar hafa því byggst á rannsóknum sem farið hafa fram hér á landi. Rannsókn- ir á viðgeröum alkaliskemmda hófust aö marki áriö 1979 og frá þeim tíma hafa komið fram stööugt nýjar aðferð- ir sem hægt er aö beita gegn þessum skemmdum,” sagöi Hákon Olafsson, yfirverkfræöingur hjá Rannsókna- Eins og flestum er kunnugt fer Norræna til Færeyja, Noregs, Shet- landseyja og Danmerkur. Meö þessum fyrmefnda afslætti kostar t.d. fargjald fýrir einn í 4ra manna klefa 3.180 krón- ur fram og til baka. Til hinna viðkomu- staöanna er veröiö aöeins hærra, eöa frá 4.500 uppí 5.500. stofnun byggingariönaðarins, er DV ræddi viö hann um alkalískemmdir. Hákon sagöi að lækningin á alkalí- skemmdum fælist fyrst og fremst í því að beita aöferðum sem dræg ju úr raka- stigi steypunnar. I könnun, sem gerö var hér á höfuö- borgarsvæöinu sl. ár, kom í ljós aö viö- haldi húsa er nú betur fariö en áöur. Þá fundust engar alkalískemmdir í húsum sem byggð hafa veriö eftir 1979 og styrkir þaö trú manna að þessi skaö- valdur sé úr sögunni hvaö snertir ný- Helmingsafslátturinn gildir einnig fyrir bíla ef ætlunin er aö taka meö sér bíl í ferðina. Til Færeyja kostar þá báðar leiðir 1.830 krónur. Til hinna viö- komustaðanna er fargjaldið fýrir bíl- inn báöar leiöir frá 3.000 krónum upp í 3.800 krónur. Þá má einnig geta þess aö þilfars- byggingar. Þaö var einmitt 1980 sem ráöstafanir voru gerðar til aö hindra aö alkalískemmdir kæmu fram i steypu og í því sambandi settar ákveönar reglur um gerö sements og sands sem nota á til byggingafram- kvæmda. Viðgerðir á alkalískemmdum Þó svo að skemmdir af þessu tagi hafi minnkað til muna undanfarin ár er ljóst aö þær eru ekki úr sögunni. Þaö er vegna þess aö skemmdirnar geta komið fram á löngum tíma eöa allt frá 3-4 árum eftir að viökomandi mann- virkier gert. Að sögn Hákonar er unnt að beita ýmsum ráðum gegn alkalískemmdum. Þegar um er aö ræða veggi sem eru óvarðir að ofan er sjálfsagt aö loka lá- réttum flötum þeirra. Það er gert t.d. á þann hátt að nota hatta, asfaltborna þéttidúka eða þétta teygjanlega máln- ingu. Notkun sílanefna er einnig fuil- nægjandi ef flöturinn er ósprunginn. Meö þessu móti er komið í veg fyrir aö vatn sígi niöur í vegginn. Það er eins meö alkalískemmdir og fiestar aörar skemmdir, sem ágerast með tímanum, aö best er aö reyna að koma í veg fyrir þær á byrjunarstigi. Aðferö sem hefur gefist vel og er ein- föld í framkvæmd er svokölluö sílan- húöun og hefur Rannsóknastofnun byggingariönaðarins gert víötækar rannsóknir á þessari aöferö og hafa niöurstööur þeirra verið mjög jákvæð- ar. Aðferöin byggir á notkun efnisins sílan og er því úðaö á veggi, gjarnan meö lágþrýstidælu eöa meö garðúöun- pláss til Færeyja, fram og til baka, kostar 2.400 krónur. Þilfarspláss er án koju en siglingin til Færeyja tekur skamma stund svo slíkt ætti aö vera á færi ungra og frískra. Það er ferðaskrifstofan Urval sem býöur upp á þessar afsláttarferöir með Norrænu. arbrúsa á lárétta fleti. Yfirleitt er taliö nauösyniegt aö fara tvær umferöir yfir fletina. Efniö, sem er vatnsfráhrind- andi, hefur þau áhrif aö vatn sem kemur utan frá kemst ekki inn í steyp- una og samtímis kemst raki út úr veggnum sem hefur veriö þar fyrir. En efni þetta kemur aö bestum not- um á byrjunarstigi alkaliskemmdanna og best er aö nota þaö á ómálaöa fleti. Þó er hægt að nota þaö með árangri á málaöa fleti sem farnir eru aö springa. Eftir þessar aðgeröir er síöan hægt aö mála en þá meö venjulegri plastmáln- ingu. Síöan veröur aö bera á fleti sem eru vel þurrir og í lagi er aö það iíöi nokkrir mánuðir á milli umferöa. Þegar um miklar skemmdir er að ræöa er oft nærtækast að klæöa viö- komandi mannvirki og eru þaö yfirleitt mjög dýrar aögeröir. Þaö er því mikil- vægt aö kanna hvort ekki sé nægilegt aö beita ódýrari aögerðum áöur en ráðist er í aö klæöa húsin. Þá er oft nóg aö klæða þann vegg sem verst er far- inn og nota síöan sttan á aöra veggi sem líta betur út, e.t.v. ásamt hefð- bundnum viðgerðaraðferðum. Efnið sílan Efniö sttan er fáanlegt hér á landi. Þaö er Slippfélagiö sem selur þaö undir heitinu Dynalsylan. Málning hf. undir nafninu Vatnsvari 40, Jón Þor- láksson og Norömann selja efniö Consevardo 70 og Kísill hf. Múrsílan. Rannsóknastofnun byggingariðnað- arins gerir engan greinarmun á þess- um efnum og telur þau öll gera sama gagn. Alkalískemmdir hafa valdið mikiu tjóni hór á landi en nú virðist vera að þær séu úr sögunni. DV-mynd Arinbjörn Alkalískemmdir: EFNIÐ SÍLAN REYNIST VEL APH Kostnaður við heimilishald Samkvæmt heimilisbókhaldi DV var kostnaður við mat og hreinlætisvörur fyrir hinar mismunandi stærðir fjölskyldna þessi: Einstaklingur 2.324krónur. Tveggja manna fjölskylda 5.174 krónur. Þriggja manna fjölskylda 8.535krónur. Fjögurra manna fjölskylda 9.740krónur. Fimm manna fjölskylda 13.825krónur. Sex manna fjölskylda 13.632krónur. SJö manna fjölskylda 15.792krónur. Niu manna fjölskylda 18.333krónur. A.P.H.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.