Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Blaðsíða 9
DV. MANUDAGUR 25. JUNl 1984. 9 Andrew Bretaprins er sagður hafa verið flengdur á matsölustað. Andrewprins varhýddur Andrew Bretaprins er enn iðinn við að gera móður sinni, Elísabetu drottningu, gramt í geði. Bresk blöð skýrðu frá þvi um helgina að prinsinn hefði verið hýddur opinberlega á veitingastað fyrir helgina. Hafði hann farið út meö vinum sínum og sest að snæðingi á veitingastað í London sem ber heitið ,,School dinners”. Ein- kennandi fyrir staðinn er að þjónustu- stúlkur ganga þar um beina klæddar í einkennisbúninga sem tíökast í einka- skólum í Bretlandi. Þegar prinsinn var staðinn að því að brjóta reglur hússins var honum skipað aö beygja sig fram og taka við sex höggum á hinn konung- lega afturenda. Samkvæmt breskum heimildum var drottningunni ekki skemmt þegar breska blaðið Sunday Mirror skýrði frá þessu á forsíðu sinni. Drottningin á aö hafa lýst því yfir við vini sína að þar sem henni þyki vænt um son sinn eigi hún þá ósk heitasta að hann fari aö þroskast. Andrew prins er nú 24 ára gamall og hefur verið vinsælt fréttaefni síðan hann komst á forsíður allra blaða vegna ástarsambands síns viö klám- myndaleikkonuna Koo Stark árið 1982. EigurLennons boðnarupp Aðdáendur John Lennons og Bítl- anna eyddu um það bil hálfri milljón dollara á uppboði í New York um helgina. Voru þar boðnir upp ýmsir persónulegir munir þeirra Lennons og Yoko Ono. Meðal uppboðshlutanna voru skartgripir, húsgögn og hljóðfæri. Hæst var boðið í Rolls Royce bifreið sem hjónin áttu og fór hún á 184.250 dollara. Andvirðiö á að ganga til stofnunar sem styrkir bágstödd böm. Lennon og Ono settu stofnunina á lagg- imar og er hún staðsett í New York. DRÁTTARSTÓLAR 0G VAGNFÆTUR, GÁMAFESTINGAR, VAGNPINNAR, GORMASLÖNGUR. p TANGARHÖFÐA 4. SIMt 91-86 Verslun með varahluti í vörubíla og vag Frakkland: MÓTMÆU GEGN MIÐ- STÝRÐU SKÓLAKERFI Franskir foreldrar, kennarar og andstæðingar stjórnar Mitterrands forseta tóku þátt í f jölmennri kröfu- göngu í París í gær. Var fólkiö að mótmæla áformum ríkisstjómar Frakklands um aukna miðstýringu í menntakerfinu. Talið er að um hálf milljón manna hafi tekið þátt í mótníælunum. Mannfjöldinn hrópaði meðal annars „frjálsa skóla í frjálsu landi” og „gegn einokun ríkisins”. Ríkis- stjórn Francois Mitterrands hefur í hyggju að tryggja ríkinu aukin áhrif á einkaskóla landsins sem flestir eru kaþólskir. Hefur stjómin þó þegar breytt upphaflegum hugmyndum sínum sem horföu til enn frekari miðstýringar í menntakerfinu. Ráðherrar í ríkisstjóm Mitter- rands sögöu í gær að mótmælin væru skipulögö af andstæðingum stjómarinnar og væm því vart marktæk. Aðstandendur mót- mælanna vísuðu þessum full- yrðingum á bug. Sagði einn skipu- leggjendanna að þetta væru mót- mæli venjulegs fólks sem „væri að sýna óánægju sína með ríkisstjórn landsins sem hefði engan skilning á því hvað hinn almenni Frakki vildi”. Meðal þeirra sem tóku þátt í mót- mælunum voru Valery Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseti Frakklands og gauiiistinn Jacques Chirac. Kaþólska kirkjan í Frakklandi hefur að undanfömu staöið fyrir mótmælagöngum víðs vegar um landiö vegna fyrirætlana ríkisstjómarinnar í skólamálum. Kirkjan tók ekki formlega þátt í mót- mælunum í gær. Hins vegar afhenti erkibiskupinn í París, Jean-Marie Lustiger kardínáli, göngumönnum skjal þar sem lýst var yfir stuðningi kirkjunnar við kröfur mótmælend- anna. Mótmælin virtust fara friðsamlega fram en umferðartafir urðu miklar í París. Um það bil 4000 lögregluþjónar voru í viðbragðsstöðu ef til ofbeldis kæmi. Rikisstjóm Mitterrands Frakklandsforseta sætir nú harðri gagnrýni fyrir hugmyndir um aukna miðstýringu skólamóla i Frakkiandi. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd RADIAL VÖRUBÍLADEKK Þú færð meiri endingu úr stál-radial dekkjunum frá Goodyear. Kynntu þér kosti þeirra og hafðu samband við sölumenn okkar. H Laugavegi 170-172 Simar 21240-28080

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.