Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Blaðsíða 40
40 DV. MÁNUDAGUR 25. JUNl 1984. NÝ TÍSKA Humphrey Bogart íakk/eðurskórnir komnir. Kr. 909,00. HERRASTÆRÐ/R. ÁBEFANDI GIÆSDLEGAR SUMARSKYRTUR HERRA Prjónað efni, bómull og polyester. Glæsilegt snið, margir litir. ^Arrow^ herraskyrtur fást í góðum verslunum í öllum landsfjórðungum. í Reykjavík: Ragnar, herrafataverslun, Barónsstíg 27. *-Arrow^ Bjarni Þ. Halldórsson & Go. s,. Sími 29877 Um helgipa Um helgina Ný stöð sjónvarps er nauðsynleg Þetta reyndist ekki mikil sjón- varpshelgi, né útvarps. Þaö eina sem freistaði mín svo mikið að ég ákvað að sleppa öllu öðru voru knatt- spymuleikirnir frá Frakklandi sem voru í beinni útsendingu. Leikur Frakka og Portúgala var frábærlega vel leikinn, a.m.k. eftir aö þeir síðamefndu vom búnir að jafna. Sá leikur hafði upp á allt að bjóða sem einn leikur þarf til aö vera góð skemmtun. Portúgalimir komu vissulega mjög á óvart og það var hálfgrætilegt að sjá þá tapa þama í restina, en sigurvilji Frakkanna reyndist meiri en þeir réðu við. Viðureign Dana og Spánverja í gær var ekki nándar nærri eins góð, án þess þó aö geta talist léleg. Það var greinilegt að Baunverjar vom alveg búnir aö vera, og það snemma í leiknum því þeir voru famir að spila upp á vitaspymukeppnina sem þeir svo töpuðu. Sterkara liðið vann, ekki það betra. Aöeins eitt skyggði á þessar út- sendingar frá Frakkiandi og það var seinkun á öðrum dagskrárliðum. A þessu er aðeins ein lausn, og það er önnur rás RUV sem ekki er eins þétt og öguð og dagskrá sjónvarps- ins, þar sem hægt væri að koma létt- ara efni aö en þyngja þaö gamla ör- lítið. Málin á þeim nýja bæ þyrftu þó að vera tekin fastari tökum strax í upphafi og stefna mótuð, betur en gert var hjá rás 2 hjá útvarpinu fyrstu mánuöi hennar. Málin þar virðast þó öll á réttri leið eftir ógur- legar fæðingarhríðir þar sem um tíma var tvísýnt hvort króginn yrði vanskapaöur eða ekki. Ég hlustaði á leikritið í útvarpinu og fannst það alveg ágætt. Þetta er ágætasti dagskrárliður og fer vel að liggja í sófa með annað eyrað og bæði augun iokuð á meðan hlustun fer fram. Sigurbjörn Aðalsteinsson. Magnús V. Pétursson: Norskt sjónvarp myndi svæfa þjóðina „Ef ég byrja á útvarpinu þá var það aðeins þáttur Áslaugar Ragnars á laugardeginum, Einvaldur í einn dag, sem ég hlustaði á og haföi gam- an af. Ég er sammála stjómanda um að foreldrar eigi að taka meiri þátt í áhugamálum bama sinna. Ég horfði auövitaö á leikina í sjón- varpinu og var ægilega svekktur yfir því að góðkunningjar mínir Danir skyldu ekki hafa komist í úrslitin. Þeir áttu það sannarlega skilið, bún- ir aö slá Englendinga og Ungverja út, bursta Júgóslava og vinna Belga. En svona er knattspyrnan. Ég vil koma þökkum til Rauða ljónsins fyrir frammistöðu sína við að fá þessa leiki hingaö til lands í beinni útsendingu. Þetta er hreinlega stór- kostleg, og Bjami á miklar þakkir skildar fyrir. Fréttir horfði ég líka á en þar með eru afskipti mín af þessum miðlum upptalin. Helgin fór í að dæma fót- boltaleiki og dútla úti í garði og ein- faldlega ekki tími fyrir útvarp né sjónvarp. Ég er þó alls ekki óánægð- ur með sjónvarpið, viö getum verið mjög ánægð meö okkar dagskrá miðað við t.d. þá sem er á hinum Norðurlöndunum. Ég held að það yrði ekki til neins annars en að kalla svefn yfir þjóðina að fá norskt sjón- vaip hingað. Ég hef kynnst sjón- varpinu þar og get sagt að dagskrá okkarermunbetri. Andlát Arni Jóharmsson vélstjóri, Faxatúni 3, Garfta- bæ, lést í Landakotsspítala þann 21. júní. Matthias Hildlgeir Guftfinnsson frá Litla- Galtardal, Reykjahlíft 10, andaftist í Borgar- spítalanum 14. júní. Þorvaldur Steingrimsson, Laugalæk 16, lést af slysförum fimmtudaginn 21. júní. Marta S. Þorsteinsdóttir lést í Landspítalan- um21. júní. Vigfús Slgurgeirsson ljósmyndari, Miklu- braut 64, verftur jarftsunginn frá Dómkirkj- unni þriðjudaginn 26. júní kl. 13.30. Guftrim Pálína Magnúsdóttir, SktOagötu 80, verftur jarftsungin frá Dómkirkjunni þriftju- daginn 26. júní kl. 15.00. Unnur Jónsdóttir, Silfurgötu 32, Stykkis- hólmi, verftur jarftsungin frá Stykkishólms- kirkju í dag, mánudaginn 25. júní kl. 14.00. Ferðalög Langholtssöfnuður Sumarferð 84 Sunnudaginn 1 júlí kl. 9.00 árdegis verftur ekift frá safnaftarheimilinu. Farift um Njáluslóftir og niftur í Landeyjar. Helgistund í Breiftaból- staftarkirkju, kvöldverftur á Hvolsvelli. Miftar seldir í safnaöarheimilinu þriðjudaginn 26. júníkl. 17.00—21.00. AUar upplýsingarí síma 35750. Safnaftarfélögin. Sumarferð Fríkirkjunnar verftur farin sunnudagmn 1. júlí kl. 9.00 frá Fríkirkjunni upp í Borgarf jörft og komift heim aft kvöldi. Miftar í versluninni Brynju vift Laugaveg. Golf Minolta - Million Þriftjudaginn 26. júní verftur haldið opift mót í Grafarholti: Minolta MUUon. Bakhjarl þessa móts er Júiíus P. Guftjónsson sepi er umboftsmaftur fyrir Minoltamyndavélar á Islandi. I verftlauri verfta vandaftar Minoltamyndavélar. Sér- staklega skai bent á verftlaun fyrir besta skor, en þar er um aft ræöa reflex-myndavél sem kostarum 12.000 kr. Leiknar verft 18 holur meft forgjöf. Ræst verftur út kl. 13.00. Þátttakendur skrái sig í Golfskálanum í Grafarholti í símum 82815 og 84735............ Tapað -fundið Seðlaveski tapaðist þann 13. júní sl. tapaftist dökkbrúnt seftlaveski meft skilríkjum í austurbænum. 1 veskinu var nýútgefift ökuskírteini. Finnandi vinsam- legast hringi í sima 31894 eða 53758. Tommi er týndur Hann heitir Tommi og er týndur. Tommi er meft gult hálsband með plijtu á sem geymir nafn hans og hehnUisfang sem er aft Hraun- braut 42, Kópavogi, og þaftan fór Tommi sl. fimmtudagskvöld og hefur ekki komið heim síftan. Finnandi efta þeir sem hafa orftift varir vift Tomma vinsamlegast hringi í síma 44256 efta 42505. íþróttir fþróttir og útilíf FrjálsíþróttadeUd UMF Aftureldingar í Mos- fellssveit stendur nú í sumar fyrir námskeift- um sem byggft eru á íþróttum og leikjastarf- semi. Námskeiðin verfta alls 3 og er því fyrsta aft ljúka nú í þessari viku. Þátttakendur á því voru 40 á aldrinum 6—13 ára og var hópnum skipt í 2 aldurshópa. A námskeiftinu var farift í helstu greinar frjálsra íþrótta, knattspymu, handknattleik, sund, gönguferftir og síftast en ekki síst dagsferft út í Viftey. Næsta námskeift hefst 25. júní og lýkur 12. júh' en 3. og síftasta námskeiftift hefst 16. júlí og lýkur 2. ágúst. Innritun á þessi námskeift verftur föstudaginn 22. júní á fýrra námskeift- ift og föstudaginn 13. júlí á seinna námskeiftift semhérsegir: Frákl. 9-12 ísíma 666737. Frákl. 10-18 ísíma 666254. Leiðbeinendur á námskeiöinu eru: Oiafur Agúst Gíslason íþróttakennari, Alfa R. Jóhannsdóttir íþróttaþjáifari. Nánari upplýsingar um námskeiftin era veittar í ofangreindum símum um leift og inn- ritun fer fram. Stjórn fr jálsíþróttadeildar UMFA. Fundir Breiðfirðingafélagið í Reykjavík boftar lil félagsfundar mánudaginn 25. júní í Domus Medica kl. 20.30. Fyrir fundinum liggur kauptilboft í húseign fyrir félagift. Siglingar Áætlun Akraborgar Frá Akranesi kl. 8.30 kl. 11.30 kl. 14.30 kl. 17.30 Frá Reykjavík kl. 10.00 kl. 13.00 kl. 16.00 kl. 19.00 Kvöldferftir 20.30 og 22.00. Á sunnudögum í apríl, maí, september og október. Á föstudögum og sunnudögum í júní, júh og ágúst. Ferðir Herjólfs A virkum dögum eru ferftir Herjólfs sem hér segir: Kl. 7.30 frá Vestmannaeyjum. Kl. 12.30 frá Þorlákshöfn. Áföstudögum: Kl. 7.30 og 17.00 frá Vestmannaeyjum. Kl. 12.30 og 21.00frá Þorlákshöfn. Á laugardögum. Kl. 10.00 frá Vestmannaeyjum. Kl. 14.00 frá Þorlákshöfn. Á sunnudögum. Kl. 14.00 frá Vestmannaeyjum. Kl. 18.00 frá Þorlákshöfn. Bridge á Selfossi Leikar í bikarkeppni Bridgesam- bands fslands fóru fram á Selfossi laugardaginn 23. júní. Leiddu þar sam- an hesta sína sveit Brynjólfs Gestsson- ar, Selfossi, og Sigurðar Freyssonar, Eskifirði, og lauk viðureigninni með sigri Brynjólfs eftir tvísýna keppni. Þess má geta að austanmenn rómuðu mjög gestrisni Selfyssinga sem eru bæði yfirlætislausir og bráðskemmti- legirspilamenn. Regína/EA Fjögur innbrot Fjögur innbrot voru framin í Reykjavík um helgina. Brotist var inn í Hressingarskálann við Austurstræti og töluverðar skemmdir unnar á inn- réttingum en litlu stolið. Bíllyklum var stolið úr Bílamarkaðni'm við Grettis- götuogsígarettum. úr Mýrarbúóinnivið Mánagötu. Þá var brotist inn i Osta- og smjörsöluna en engu stolið þaðan. ....... -JEA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.