Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Blaðsíða 30
30 DV. MANUDAGUR 25. JUNl 1984 KOMDU VID HJÁESSO IFOSSVOGI NSEST! Nú er búið að stór- bæta aðkeyrsluna að bensínafgreiðslu okkar i Fossvogi þannig að nú geturðu hæglega rennt við á leið úr Reykjavik i suðurátt. Þar færðu auk bensíns og olíu alls konar smávörur i bíl- inn s.s. kerti, platínur, viftureimar, o.fi, o.fl. Einnig hreinsivörur og ferðavörur í miklu úrvali. - Svo geturðu þvegið bilinn á þvotta- planinu. Við hliðina er Nesti með allt i ferðanestið. - Komdu við hjá ESSO í Fossvogi næst þegar þú átt leið suður úr. Eins og sjá má gengur mikið á þegar öllum klárunum er sieppt iausum i sandspyrnu og stendur þá sandgusan jafnan marga metra aftur úr bilun- um. Hér eru þeir Bragi Finnbogason á Pontiac Firebird vinstra megin og Valur Vifilsson á Duster hægra megin í úrslitaþrykkjunni. Mynd OG FYRSTA SANDSPYRNU- KEPPNIN Á ÁRINU Fyrsta sandspyrnukeppni ársins var haldin uin hvítasunnuna á Akureyri á vegum Bílaklúbbs Akureyrar. 11 kepp- endur mættu til leiks og var keppt í 4. flokkum þ.e. fólksbílaflokki, mótor- hjólaflokki, jeppaflokki og sérútbúnum fólksbílaflokki. Upphaflega átti keppn- in aö fara fram á Dalvík en ekki fékkst leyfi til aö keppa þar af einhverjum ástæöum og var keppnin því flutt í gryfjur fyrir ofan Akureyri þar sem ágætis braut var rudd í fljótheitum. I sandspyrnu er keppt um hver sé fljótastur aö aka frá kyrrstöðu 92 m kafla á sandi og eru tveir keppendur samhliða í einu sem hvor getur slegiö hinn út meö því að vera fyrri til. Skipt- ir því miklu máli að vera snöggur af staö og þaö voru þeir keppendur sem tóku þátt í sandspymunni á Akureyri og þá sérstaklega Valur Vífilsson, sem ók á nýsmíðuðum Plymouth Duster, sem hann kallar Evu II. Þessi bíll er meö best smiöuðu kvartmílubílum á landinu og meö um 550 hestafla vél. Valur setti nýtt Islandsmet í sand- spyrnu þegar honum tókst aö slá met Benedikts Eyjólfssonar og bæta það um 5/100 úr sekúndu. Nýja metið er 4,54 sekúndur. Valur sigraöi þar meö sérútbúna flokkinn og í ööru sæti var Bragi Finn- bogason sem náöi tímanum 4,68. I fólksbílaflokki sigraöi Erik Carlsen á Fiat 125 rally-cross bíl meö tímann 7,71, og í mótorhjólaflokki varö Haukur Sveinsson hlutskarpastur meö tímann 6,10.1 jeppaflokki var einungis einn keppandi en þaö var Sveinn Rafnsson sem náöi tímanum 7,02. Sandspyrnukeppnin á Akureyri gaf stig til Islandsmeistara í sandspymu, en alls mun veröa þrisvar keppt í ár þar sem gef in eru stig til þess titils. Ólafur Guömundsson Arnesingafélagið 50 ára — Jónsmessumótið verður haldið að Flúðum Árnesingafélagið, eitt elsta átthaga- félag í Reykjavík, varö 50 ára hinn 27. maí síðastliðinn. Félagsmenn eru nú um 400 og hefur félagiö árlega gengist fyrir Arnesingamótum í Reykjavík. Arnesingafélagiö stuðlar aö kynn- ingu og samstarfi milli Ámesinga, sem búsettir eru í höfuðborginni, þaö hefur beitt sér fyrir varöveislu sögulegra minja og hefur mikiö skógræktarstarf veriö unniö á vegum Ámesingafélags- ins. Þá hefur félagiö og reist minnis- varöa og stuölaö aö útgáfu ýmissa verka. Ámesingakór er starfandi og er söngstjóri kórsins Guömundur Omar Oskarsson. Núverandi formaður Ámesingafé- lagsins er Arinbjöm Kolbeinsson læknir og aörir í stjórn eru Bjarni K. Bjarnason borgardómari, Ester Stein- dórsdóttir frú, Sigmundur Stefánsson framkvæmdastjóri og Unnur Stefáns- dóttir frú. Jónsmessumót félagsins í Reykjavík veröur aö þessu sinni haldið að Flúöum í Hrunamannahreppi hinn 23. júní næstkomandi. Heiöursgestir mótsins veröa Ingvar Þóröarson, Reykjum á Skeiöum, kona hans Svein- fríöur Sveinsdóttir, og Siguröur Ingi Sigurösson, fyrrverandi oddviti á Sel- fossi, og kona hans, Amfríður Jóns- dóttir. -MS Jóhann Stefánsson, forstjóri Veitingahallarinnar, afhendir Stefáni Vagns- syni vinninginn í nafnasamkeppninni. Frúrnar fylgjast með. Veitingahöllin eins árs: UM100 ÞIÍS.GESTIR Þann 16. júní sl. var eitt ár liöiö frá því aö Veitingahöllin hóf starfsemi sína og hafa um 100.000 gestir sótt báða sali veitingahússins siöan, þrátt fyrir þá samgönguerfiöleika sem framan af var viö aö etja í nýja miðbænum. Þessara tímamóta var minnst á margvíslegan hátt en aðalviðburður- inn var tilkynning á úrslitum í verð- launasamkeppni um nafn á innri sal Veitingahallarinnar. Nafniö sem var valið er Hallargarðurinn, en alls hafði 11 þátttakendum dottiö þaö nafn í hug og þurfti því að draga úr. Sá heppni reyndist Stefán Vagnsson í Reykjavík og hlaut hann að launum kvöldveröarveislu fyrir fjóra. Nýir og glæsilegir matseölar hafa veriö settir saman í tilefni afmælisins og nú stendur yfir ljósmyndasýning á litmyndum Rúnars Gunnarssonar frá fegurðarsamkeppni Islands sem ný- lega lauk. Fleiri sýningar á myndum Rúnars eru einnig fyrirhugaöar. SigA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.