Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Blaðsíða 22
22 DV. MÁNUD AGUR 25. JONH984. SUMARTÍSKAN I GARNI KOMIN Nýjar sendingar af bómullargarni. \ Nýjar uppskriftir. Bómull/hör verö frá kr. 51,00 50 g. Slétt 100% bómull verð frá kr. 33,00 50 g. Bómull/acryl verð frá kr. 41,00 50 g. RfÓ REIMAGARNIÐ Ennfremur uHargarn og ullarblöndur ýmiss konar, t.d. ull/silki, ull/acryl og móher- blöndur alls konar. Já, listinn er næstum ótæmandi. Sj'ón er sögu ríkari. Póstsendum daglega. HOF INGÓLFSSTRÆTI 1 Sími 16764 ÞARFTÞÚ BYGGINGAR EFNI? Birgðastöð Sindrastáls hf. selur meðal annars: Steypustyrktarjárn og -stál, bindivír, mótavír, gluggagirði, þakbita, þakjárn, svartar og galvaniseraðar pípur, eirpípur, beygjur og té í hitaveitulagnir, girðingaefni og hlið frá Adronit og ristarefni og þrep frá Weland. HIÁ SINDRA FÆRÐU ALLT STÁLIÐ SINDRA ASTÁL HF Borgartúni 31 símar 27222-21684 íþróttir íþróttir íþróttir Árni Sveinsson sendir knöttinn i mark Þróttar frá vítatelgspunktl — viöstöðulaus þramufleygur og markverði Þróttar, Guðmundi Erlingssyni, tókst ekki að verja. Fyrra mark Skagamanna. DV-mynd Dúi Landmark. Þrumufleygur Áma í besta leik ÍA — Akranes sigraði Þrótt, 2:0, í 1. deild á laugardag Frá Sigþóri Eiríkssyni, fréttamanni DV á Akranesi. Skagamenn léku sinn besta leik á sumrinu á heimavelli á laugardag — einkum þó vegna stórleiks Árna Sveinssonar — og unnu sanngjarnan sigur, 2-0, gegn ágætu liði Þróttar sem þó virtist fyrirmunað að skora í leikn- um. Árnl Sveinsson skoraði bæði mörk Skagamanna með miklum þrumu- fleygum en á lokamínútu leiksins fengu Þróttarar vitaspyrnu. Páll Óiafsson spyrnti knettinum í þverslá og síðan björguðu Skagamenn í horn. Skagamenn skoruðu raunverulega í sinni fyrstu sóknarlotu. Það var á 9. mín. Guöbjöm Tryggvason lék lag- lega upp hægri kantinn og gaf fyrir mark Þróttar, inn í vítateiginn. Þar voru þeir Ámi Sveinsson og Hörður Jó- hannesson á auðum sjó, — Ámi varð fyrri til, spymti viðstöðulaust hörku- skoti frá vítateigspunktinum í þaknet- ið, yfir Guömund Erlingsson, mark- vörð Þróttar. A 14. mín. fékk Þróttur tækifæri til aö jafna. Páll Olafsson komst meö Fjórir leildr vora háðlr í 3. deild A um helgina. Úrslit urðu þessi. Grindavik-Stjaman 1-0 Fylkir-Víkingur, Ö. 2-3 Snæfell-Reynir, Sandg. 0-3 Selfoss-HV 2-1 Staðanernú þannig: knöttinn einn inn fyrir vöm Skaga- manna en Bjami Sigurðsson mark- vörður blokkeraði skot hans með góðu úthlaupi. En Skagamenn héldu áfram að sækja og vora mun betra liðið i fyrri hálfleiknum. Hörður átti skot naum- lega yfir á 29. mín. og mikil hætta skapaðist við mark Þróttar eftir auka- spyrnu Guðjóns Þórðarsonar af um 50 metra færi. Hann gaf háan bolta undan hægri golunni og boltinn sveif í mikium boga yfir alla en á siöustu stundu tókst Guömundi aö slá boltann sem fór í slá og aftur fyrir. A 39. mín. átti Jón Ás- kelsson gott skot rétt utan vítateigs. Guðmundur varði í hom. Um miðjan hálfleikinn meiddist Karl Þórðarson eftir samstuð og varð að yfirgefa völl- inn. Þrumufleygur Árna Strax I byrjun síðari hálfleiks — eða á 48. mínútu — skoruðu Skagamenn síðara mark sitt. Arni Sveinsson átti allan heiður af markinu. Vann boltann á miðjum velli, lék á tvo leikmenn Þróttar og sendi síðan á Júlíus Ingólfs- son út á hægri væng. Júlíus lék upp og gaf fyrir markið. Þar kom Árni og skoraöi meö þramufleyg rétt utan víta- Víkingur, Ó. 6 5 1 0 15-6 16 Reynir 5 4 1 0 12-1 13 Stjaman 6 4 0 2 17—2 12 Fylkir 5 3 1 1 14-6 10 Selfoss 4 2 0 2 5—6 6 Grindavik 5 1 2 2 6-7 5 HV 5 1 1 3 7—1 4 ÍK 5 0 1 4 3-17 1 Snæfell 6 0 1 5 3-23 1 teigs, óverjandi fyrir Guðmund mark- vörð. A 71. min. komst Sigþór Omarsson einn inn fyrir vöm Þróttar. Atti aöeins markvörðinn eftir en tókst ekki að skora og eftir það fóra Skagamenn að draga sig aftar, greinilega ákveðnir í að haida fengnum hlut. Þeir gáfu eftir miöjuna og Þróttur fór að koma miklu meira inn í myndina. A 70. og 72. min. fékk Þróttur tvö færi, fyrst Kristján Jónsson bakvörður, síðan JúÚus Júlíusson, en báðir skutu hátt yfir mark Skagamanna. Hvort tveggja eftir undirbúning Asgeirs Elíassonar. A 80. mín. sló Bjarni markvörður lag- legt skot Páls Ólafssonar í þversiá og út en á 89. mín. voru Skagamenn nærri að skora. Ámi Sveinsson átti gott skot sem Guðmundur varði. Knötturinn barst til Guðjóns Þórðarsonar sem átti skotíþverslá. Á lokamínútu leiksins átti Júlíus Júlíusson hörkuskot inn i vítateig Skagamanna í þvögu leikmanna. Knötturinn virðist hafa lent í hönd varnarmanns því að góður dómari í leiknum, Guðmundur Haraidsson, dæmdi umsvifaiaust vitaspymu. Páll Ólafsson tók vítaspyrnuna. Spyrnti knéttinum i þverslá. Hann hrökk út í teiginn og vamarmenn björguðuíhom. Ámi Sveinsson var besti maðurinn á vellinum og þeir Sigþór, Guðjón og Guðbjörn léku líka vel í Skagaliðinu. Kristján Jónsson, ungi landsliðsbak- vörðurinn, var langbesti leikmaöur Þróttar í leiknum. Skilaði vamarhlut- verki sínu vel og var virkur í sóknar- leiknum. Þá átti Asgeir ágætan leik og Guðmundur verður ekki sakaður um mörkin. Hann virkaði þó óöruggur í leiknum. Liðin voru þannig skipuö: Akranes: Bjami, Guðjón, Jón, Sig- urður Lárusson, Sigurður Halldórsson, Hörður, Sveinbjörn Hákonarson, Árni, Sigþór, Guðbjöm og Karl Þóröarson (Júlíus Pétur Ingólfsson 29 mín.). Þróttur: Guðmundur, Amar Frið- riksson, Kristján, Jóhann Hreiðarsson, Ársæll Kristjánsson, Pétur Arnþórs- son, Júlíus, Páll, Daði Harðarson, Ás- geir, BjömH. Björnsson. Áhorfendur845. Maður leiksins: Ámi Sveinsson, Akranesi. SE/hsím. Ennþá sigra Ólafsvíkur- Víkingamir íþróttir íþróttir íþróttiv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.