Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Blaðsíða 27
DV. MÁNUDAGUR 25. JONI1984. 27 fþróttir Iþróttir íþróttir íþróttir ft 1 f xmsrics 1 L 1 ÍÍm Mary Decker hefor enn ekkl ákveðið hvort hún keppir bcðl i 1500 og 3000 m á ólympíuleikunum í Los Angeles. Bandaríska úrtökumótið í frjálsum íþróttum: Tvær þær fljótustu slös- uðust í200 metra hlaupinu Tvœr þekktustu hlaupakonur Banda- ríkjanna á styttri vegalengdum, Evelyn Ashford og Chandra Cheese- borough, gátu ekki tekið þátt í úrslita- hlauplnu í 200 metrum á bandariska úrtökumótinu í frjálsum íþróttum á laugardag vegna meiðsla. Þær keppa þó á öðrum vegalengdum á leikunum. Ashford varð að hætta eftir 50 metra í annarrl umferð í riðlakeppnl 200 m hlaupsins og Chandra gat ekki tekið þátt í undanúrsUtum hlaupsins eftir að 'hafa unnið sér rétt tU þess. Sigurvegari i úrsUtum 200 m hlaups- ins var Valerie Briscoe-Hooks á mjög góðum tíma, 22,16 sek. Florence Griffith (22,40) og Randy Givens (22,59) komust einnig í ólympíuUðiö. Evelyn Ashford, heimsmethafinn í 100 hlaupi, sigraði á þeirri vegalengd á úrtökumótinu og keppir því í 100 m og 4X100 m boöhlaupi á ólympiuleikun- um. Cheeseborough sigraði í 400 m á úrtökumótinu. Keppir því á þeirri vegalengd og auk þess í bandarísku sveitinni í langa boðhlaupinu. Hörkukeppni var um sætin þrjú á tugþraut en þeirri keppni lauk einnig á laugardag. John Crist sigraði. Hlaut 8102 stig. Tim Bright varð annar með 8098 stig og Jim Wooding þriðji með Litlu strák- arair á stór- móti í Eyjum - Um 400 strákar keppa þar í6. aldursflokki 8072 stig, en þessir menn eiga litla möguleika gegn Daley Thompson, Bretlandi, og Jurgen Hingsen, Vestur- Þýskalandi, á ólympíuleikunum. Al Oerter komst ekki Kringlukastarinn frægi, A1 Oerter, sem fjórum sinnum hefur orðið ólympíumeistari í greininni komst ekki í bandaríska liðið í gær. John Powell sigraði, 67,14 m. Mac Wilkens annar með 66,14 og Art Bums þriðji, kastaði 65,54 m. Dave Laut var bestur í kúlu- varpinu, 21,35 m. August Wolf annar með 21,24 m og Michael Carter þriðji. Varpaöi 20,84 m. Heimsmeistarinn Mary Decker vann auöveldan sigur í 3000 m hlaupi kvenna í gær. Náði mjög góðum tíma, 8.34,91 mín. Hún er enn ekki búin að ákveða hvort hún hleypur bæði 1500 og 3000 m á leikunum í Los Angeles. Cindy Bremser var önnur á 8.41,19 og Joan Hansen þriðja á 8.41,43 mín. I hástökki kvenna sigraði Louise Ritter. Stökk 1,92 m. Þær Pam Spencer og Joni Huntley komust einnig í liðið. Stukku báðar 1,89 m. Hörkukeppni var í 3000 m hindrunar- hlaupinu og góður árangur. Henry Marsh sigraði á 8.15,91 mín. Brian Diemer annar á 8.17,00 og John Gregorek þriðji á 8.18,45 mín. hsim. Meistari fyrir 31 ári og lék sama leik í ár — Hallgrímur Jónsson, Reykjavíkurmeistari í kringlukasti, 57 ára Frá 27. júní til fyrsta júlí verður haldið í Vestmannaeyjum stórmót f knattspyrnu, að minnsta kosti á is- lenskan mælikvarða. Mót þetta er haldlð í sameiningu af Tommahamborgurum og knattspyrnu- félaglnu Tý í Vestmannaeyjum. Tii mótsins var boðið sjötta aldursflokki drengja hvaðanæva af landinu. Það er skemmst frá að segja að þátt- taka fór fram úr öllum vonum bjart- sýnismanna. Það verða um það bil f jögur hundruð drengir á fullu í keppni á Tommahamborgaramótinu. Drengirnir munu búa í bamaskólan- um í Vestmannaeyjum meðan mótið stendur yfir og munu borða á Bjössa- bar, nýjasta veitingastaðnum í Vest- mannaeyjum. Keppni hefst kl. 09.00 á hverjum morgni og lýkur ekki fyrr en um kl. 18.00. Margs konar dagskrá hefur verið skipulögö fyrir drengina, svo sem skoðunarferðir, bíósýningar, kvöid- vaka o.fl. ^ Mótiö verður sett miðvikudagskvöld- iö 27. júni með mikilli viðhöfn. Kl. 20.00 verður gengið frá barnaskólanum fylktu liði undir merkjum félaganna. Lúðrasveit fer fyrir göngunni. A leik- vellinum fer fram kappleikur milli Hildibranda og Hrekkjalóma, einnig verða þar ýmsar aðrar uppákomur. Mótinu verður svo slitið á sunnu- dagskvöld með pomp og prakt i íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. Vegleg verðlaun veröa veitt fyrir þrjú efstu sætin í bæði A og B liðum. Gull-, silfur- og bronsverðlaunapeningar, svo og stórir bikarar til vinningsliða í bæði A og B flokki. Aukaverðlaun verða svo veitt fyrir þrjú efstu sætin í innanhúss- móti og einnig til markahæsta manns mótsins, besta markmanns og prúð- asta leikmanns. Gamli íslandsmeistarinn og methaf- inn i kringlukastinu, Hallgrímur Jóns- son, Armanni, gerði sér litið fyrir og varð meistari í kringlukastinu á Reykjavíkurmeistaramótinu í frjáls- um íþróttum í vikunni. Hann kastaðl kringlunni 37,70 metra, gott afrek hjá 57 ára manni og 31 ár síðan hann varð fyrst meistari i kringlukastinu. Hall- grímur er heimsmethafi i sinum ald- ursflokki og átti tslandsmetið 56,05. Þaö var sett fyrir 20 árum, 1964. Arangur á Reykjavíkurmótinu var ekki mikill við erfiðar aðstæður á aðal- leikvanginum í Laugardalnum. Reykjavíkurmeistarar, auk Hall- gríms, í einstökum greinum urðu þess- ir. Hástökk, Stefán Þór Stefánsson, IR, 1,90 m. 200 m, Birgir Jóakimsson 25,4 sek. 400 m grindahlaup, Þorsteinn Þórsson, IR, 58,2 sek. Sleggjukast, Jón Magnússon, IR, 41,84 m. Kúluvarp kvenna, Bryndís Guðmundsdóttir, A, 8,62 m. 800 m, Gunnar Páll Jóakims- son, IR, 2.00,5 min. Langstökk kvenna, Fanney Sigurðardóttlr, 4,45 m. 100 m HaHgrimur JónMon—enn melstari. kvenna, Eva Sif Heimisdóttir, IR, 13,2 sek. 1500 m kvenna, Hildur Sigurðar- dóttir, A, 5.11,6 mín. 400 m grindahl. kvenna, Guðrún Ásgeirsdóttir, IR, 68,2 sek. 5000 m, Steinar Friðgeirsson, IR, 16.20,0 mín. Spjótkast kvenna, Bryndís Hólm, IR, 38,90 m. 100 m hlaup, Stefán Þór Stefánsson, IR, 11,2 sek. 200 m kvenna, Helga Hall- dórsdóttir, KR, 26,7 sek. Spjótkast, Oskar Thorarensen, KR, 56,30 m. Kringlukast kvenna, Margrét Oskars- dóttir, IR, 39,76 m. 400 m, Gunnar Páll Jóakimsson, IR, 51,5 sek. 1500 m, Haf- steinn Oskarsson, IR, 4.09,1 mín. Há- stökk kvenna, Guðbjörg Svansdóttir, IR, 1,50 m. 100 m grhl. kvenna, Helga Halldórsdóttir, KR, 15,2 sek. 110 m grindahlaup, Stefán Þór Stefánsson, IR, 15,1 sek. 800 m kvenna, Hildur Bjömsdóttir, A, 2.25,0 mín. Stangar- stökk, Sigurður Magnússon, IR, 3,80 m. Nokkrir gestir kepptu á mótinu og þar má geta þess aö Eggert Bogason, FH, náði sínum besta árangri í sleggjukasti, kastaöi 52,62 m. Þá kast- aöi hann kringlunni 51 metra. Svan- hildur Kristjónsdóttir, UBK, náði sín- um besta árangri í langstökki. Stökk 5,48 m. I hástökki stökk Inga Ulfsdótt- ir, UBK, l,60m. Talsverð keppni var í nokkrum greinum, einkum í 800 m hlaupinu. Þar sigraöi Gunnar Páll á 2.00,5 en Haf- steinn Oskarsson kom rétt á hæla hans á 2.00,8 min. Þá Gunnar Birgisson, IR, á 2.02,1 mín. Sigurður Pétur Sigmunds- son, FH, varð aðeins á undan Steinari Friðgeirssyni í mark í 5000 m hlaupinu. Hljóp á 16.19,2 mín. og var því 8/10 úr sekúndu á undan í mark. Allgóð þátt- taka var í mörgum greinum mótsins. hsím. , Yfirburðir í Álafosshlaupinu Sigurður Pétur Sigmundsson úr FH varð sigurvegari í Álafosshlaupinu í gærmorgun og var góðri minútu ú undan öðrum manni í mark. Alls iuku 23 hlauplnu. Hér á eftir fara úrsiit í hlaupinu, svo og í einstökum aldursflokkum og kvennaflokki. Karlar. 1. SigurðurPéturSigmundsson, FH, 2. Sigfús Jónsson, IR, 3. Garðar Sigurðsson, 1R, 4. Steinar Friðgeirsson, IR, Slgurvegarar i einstökum flokkum. 16 ára og yngrí. Steinn Jóhannsson, IR 46.27.5 47.32,7 47.53.6 49.43.7 17—20ára. Garðar Sigurðsson, IR 21—30ára. Sigurður Pétur Sigmundsson, FH 31—40ára. Sigfús J6nsson,lR 41-50 ára. Guðmundur Gíslason, A 51 árs og eldri. Haukur Hergeirsson, Iþrféi. Sjónv. Konur. 1. Fríða Bjamadðttir, UBK, 2. Björg Kristjánsdóttir, 3. Sara Jóna Haraldsdóttir, UBK, 4. Marta Leósdóttir, IR, 65.09,0 72.06,2 74.19,6 75.43,0 HVERJIR ERU BESTIR7 ÁFBAM VALURl ^ ^STÓRLEIKUR Á VALSVELLÍ í KVÖLD KL. 20 Heiðursgestur Albert Guðmundsson fjármálaráðherra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.