Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Blaðsíða 11
DV. MANUDAGUR 25. JUNl 1984. 11 GLUNDUR Stúdentaieikhúsið: Láttu ekki deigan efga, Guflmundurl eftir Hlfn Agnarsdóttur og Eddu Björgvins- dóttur. Söngtextar: Anton Helgi Jónsson, Þórarinn Ekfjám. Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson og fieiri. Leikstjóri: Þórhiidur Þorieifsdóttir. Leikmynd: Stfgur Steinþórsson. Lýsing: EgHI Ámason. Búningar: Margrét Magnúsdóttir, Ellen Freydfs Martin. Eftir hálfniu i gærkvöldi, þegar gestir sötruöu hressinguna sína, sumir hættir aö taka mark á skilti í anddyrinu sem bannaði reykingar í sal, allir komnir í sæti í þrengslum milli borðanna, — þá mátti greina eftirvæntingu í liöinu, spennu í saln- um. öll kynning fyrir sýninguna hafði dregiö i grófum dráttum upp efnið: ástir og örlög Guömundar (fæddur 1947 — vatnsberi) frá því í menntó til okkar dags. Atti nú aö fara fram hár- nákvæm krufning á Gvendi og hans árgangi, meitlaö háö, svæsin ádeila? A honum persónulega? Eöa skoðun- um hans? Eða þjóöféiaginu sem skóp hann? Hvert ætluöu höfundarnir að beina fránum augum sínum? Hver átti aö veröa skotspónn þeirra? Skotspónn óskast — má ' vera notaður Allt hefur sinn tíma. Líka skop, meira aö segja klassiskir fordóma- fullir brandarar um iága greindar- vísitölu kvenna með stúdentspróf áriö 1967 sem höföu engan áhuga á neinu, urðu bara húsmæður. Eða hvaö námsmenn voru hlægilegir í Islandsúlpum og duffelkótunum sinum, eöa hippar meö sveita- drauma sína og stjömuspeki, ljótu komplexeruðu stelpumar sem stofnuöu rauösokkahreyfinguna eða voru aktífar gegn Víetnam-stríðinu. Þetta er allt gott og blessað — viö skemmtum. okkur yfir þessu þá, höfum gert það allar götur síðan. En i gærkvöldi þá hættu þessar klisjur skyndilega aö vera fyndnar i allri sinni yfirborðsmennsku, skinhelgi og mannhatri. Rauöur þráður í leik Eddu og Hlínar er kvennafar Guðmundar: takiö eftir þvi aö Guömundur getur aldrei í þessum leik oröið persóna, varla að hann verði skrípamynd, því þeim stöllum er svo i mun aö glenna gerpið Gvend yfir allar hreyfingar þessa tíma aö hann er bæði hippi, maóisti, grænmetisæta, kúltúrsnobb, timburhúseigandi, hommi, lærir stjórnmálafræöi, viðskiptafræði og sálarfræði, stundar bæði matargerö, kynlíf og innhverfa íhugun, enda heldur persónan ekki leiknum saman, hún er aldrei trúverðug i þeim dæmalausa tvískinnungi sem mér sýnist ógreinilega aö þær stöllur vilji deila á, hviklyndi Gvendar og ístööuleysi. En kvenmenn Gvendar eru heldur ekkert skárri, sýnu verri 1 sama vingulshætti. Eru þær og hann þá markaðar skýrum stéttarein- kennum? Er hér loksins komið leikhús sem greinir örvæntingu og uppflosnun millistéttarinnar? Nei, nel I þessum leik eru allir með próf, ut- an ein kona. Og i takt viö tímann eru þær stöllur: sú vinnur vitaskuld í verksmiðju, er bæði þýsleg og á erf- itt meö taL Hvers vegna þurfa þessi skáldgerpi alltaf að vera að níðast á iðnverkafólki þegar þau eru að út- hrópa vansælu menntastéttirnar í landinu, og opinbera takmarkalausa hugmyndafátækt sjálfra sín? Leiklist Páll B. Baldvinsson Gangan gegnum kerfið Hræddur er ég um að þær stöllur hafi samið þetta stykki án nokkurrar sjálfsgagnrýni og í tímahraki. Ekki bætir leikflokkurinn verkið, enda flestallir algerir viðvaningar, og þau sem eitthvað kunna til verka falla i hópinn með ýktum leikmáta, mikilli fyrirferð — einhverjum gassagangi sem ég hélt í sakleysi minu að hver atvinnumaöur í leikstjórastétt reyndi að stilla snemma á æfingar- tíma. En þetta er máski leikmáti sem Þórhildi Þorleifsdóttur er þókn- anlegur. Leikurinn fer fram á þrem sam- tengdum pöllum svo að leikaramir fara langar erindisleysur um salinn, inn og út, oft af lítilvægum tilefnum — hvergi gætir í leikstjórninni hag- sýni né viðleitni til að gefa leik- endunum smárými til að skapa per- sónum sínum smávott af lífi: þetta er eins og Tommi og Jenni — enda- laus hlaup. Til aöstoðar leikmynd og nokkuð réttum búningum notar Þórhildur skvggnur og hljóðband. Er þá lagt út af ljósmyndum úr lífi Gvendar, í samtölum, tónlistin þjónar einnig undir leikinn, ekki einungis sem tímavísir, heldur líka sem tengill milli atriöa og undir til ítrekunar. Sviðsetningin er talsvert flókin og sýna leikaramir ótrúlegan hraða í skiptingum. Inn í koma svo söngvar og dans- númer. Margir textar þeirra Antons og Þórarins voru ágætir, eitt ljóð Þórarins í sýningunni segir í rauninni meira um örlög Guðmund- ar og félaga en allt hitt, svo skyggn erhann, skáldið: , Jtalt er í kerfi/kulvísin lengir mér stundir. /Gatslitið gervi/glyttir í kvikuna undir.” Svo hljóðar fyrsta erindið. Með miklum hreyfingum, takt- vissum við tónlist, leggur Þórhildur alltof mikla byrði á herðar flokknum, enda eru mörg þess háttar atriöi i sýningunni kauðsleg á sviöi. Eru þessar smekkleysur nauðsyn- legar? Hreyfingarmiklir tímar Allt hefur sinn tíma. Sérstaklega tiskan. Núna er í tisku að skoða og mæla þátt þeirrar kynslóðar sem óx úr grasi i kalda stríðinu, kynslóð Þórhildar, Eddu, Hlínar og Gvendar. Við sjáum þetta í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu, stöku sinnum á sviði, lesum sögur um efnið. Tilhneiging í þessu uppgjöri virðist mér öll vera á einn og sama veginn, einhver sjúkleg tilraun til aö þrífa af sér róttækni, forsmá fyrri tíð. Oft er það gert af eftirsjá í bland, virðingu og trega, en oftar lýtur þaö annarlegum hvötum. Víst er ánægjulegt að brennidepill- inn skuli færa sig neðar og neðar i aidursstiganum, helst ætti hann að skjótast upp og niður; þessi kynslóð, þessi tími er ekkert heUagur, þvert á móti þá kallar hann á róttæka skoðun, góða sögumenn, næmt auga kvikmyndahöfundar. Hugsjóna- tötrar Guðmundar eru veganesti f jölda fólks út i lífið og duga mörgum þeirra þolanlega þegar á mæöir. Rétt eins og póUtiskar hugsjónir eru þeim sem ánetjast ungir. En til aö skýra og skopast að þess háttar efnum, þarf meira en kimnigáfu í meðaUagi. Þá dugar ekki minna en þjálfað fólk sem veit hvar það viU stinga, hvar skal græða gömul sár og hvar skera. VÆNIR LAXAR Lax, lax og aftur lax er það sem stangaveiðimenn hugsa víst um dag og nótt þessa dagana. Enda kannski ekki að ástæðulausu, veiðin hefur verið fimagóð í mörgum veiðiám og svo er laxinn vænn í þokkabót, sumstaðar hefur ekki ennþá sést í ánum lax undir 10 pundum. Við leituðum f rétta á laug- ardagskvöldið. „Það eru komnir 50 laxar, en áin var opnuö 20. júní,” sagði Gunnar Bjömsson í veiðihúsinu viö Laxá í •Dölum., Jlann var 19 punda sá stærsti og ekki hafa sést laxar undir 10 pundum. Laxinn er kominn um alla á og er það óvenjulegt svona snemma, fyrsti laxinn sást í ánni i byrjun júní. Þetta lofar góðu með sumarið og veiðina,” sagði Gunnar aö lokum. „Þetta hefur verið rólegt núna en gekk mjög vel til að byrja með,” sagði Olöf Guðnadóttir, ráðskona i veiðihús- inu viö Grimsá. „Það eru komnir 72 laxar og eru fimm laxar 15 punda, þeir stærstu, vænir laxar veiðast. Veitt er á 8 stangir og eru Islendingar við veiöar.” „Þaö eru komnir 190 laxar í Laxá í —fréttirúr Laxáí Kjós, Úlfarsá, Grímsá, Laxáí Dölumog Norðurá VEIÐIVON GunnarBender Kjós og Bugðu,” sagöi Olafur Olafsson veiðivörður. „Það hafa veiöst 20 laxar í dag. Töluvert er af fiski uifr ána og alltaf að skríða upp nýir laxar. Islendingar veiða núna og mest veiðist á maðk, en einn og einn þóá flugu.” Síðustu fréttir úr Ulfarsá segja að komnir séu á land 5 laxar og hann sé 9 punda sá stærsti. 5 urriðar hafa veiðst líka og sá stærsti er 3 pund. Lítiö er víst af laxi i ánni, sagði tíöindmaður okkar sem leit dýrðina augum. Mjög vel hefur gengiö að selja veiðileyfi í ána og ekkert eftir nema dagar í september. Við fréttum að komnir væru 280 laxar I Norðurá í Borgarfirði á laugar- dagskvöldið. Norðurá i Borgarfirði hefur geflð um 280 laxa og þykir það sæmilegt. DV-mynd G.Bender Arsrit Kvenréttindafélags íslands 19. JÚNÍ ER KOMIÐ ÚT i i Í.LÍ’ .eT 22 Kvenréttindafélag íslands. SAMVINNU TRYGGINGAR ARMULA3 SIMI 81411 Tilboö óskast í eftirtaldar bifreiðar sem skemmst hafa í umferðar- óhöppum: Daihatsu Charmant VW sendiferðabfll Toyota Carina Mazda 626 Citroen GS Chverolet Nova Lada station Skoda 120 GLS Datsun 120 Mazda 929 Mazda 626 Volvo 244 Vespa bifhjól Kawasaki bifhjól 1000 Volvo Amazon Chevrolet Blazer Daihatsu Charade Ford Escort XR 3 Peugeot 504 árg. ’79 árg. ’80 árg. ’74 árg. ’84 árg. ’77 árg. ’74 árg. ’81 árg. ’81 árg.'78 árg. ’76 árg. ’81 árg. ’82 árg. ’82 árg. ’81 árg. ’66 árg. ’79 árg. ’84 árg. ’82 árg. ’73 Bifreiöamar verða til sýnis að Skemmuvegi 26 Kópavogi mánudaginn 25/6 ’84 kl. 12—16. Tilboðum sé skilað til Sam- vinnutrygginga, Armúla 3 Reykjavík, fyrir kl. 16, þriðju- daginn 26/6 ’84. Kr. 24.000 ^Business Language/Commerce 0,Business Correspondence/Communications 0 Word Processing or Introduction to computing or Optional Buisness Studies Underwood College er sérhæfður skóll í viðskiptagreinum, hann er staðsettur í Bournemouth á S-Englandi. Skólinn býður þér 3ja vikna námskeið í ofantöldum greinum dagana 6. - 24. ágúst 1984. Innifalið í verði er: Öll námsgögn Tvær skoðunarferðir Gisting hjá fjölskyldu m/morgunmat + kvöldmat. Anna Ingólfsdóttir Löngufit 11 — Garðabæ — Sími 52795 -G.Bender.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.