Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Blaðsíða 8
8 DV. MÁNUDAGUR 25. JUNl 1984. Útlönd Útlönd Utlönd Útlönd Geimskutlan Discovery: Leyndardómsfullt lyf í prófun útí i geimnum Discovery, þriðja bandariska geim- skutlan, leggur af stað í sína fyrstu ferö út í geiminn í dag. Með henni verö- ur fyrsti farþeginn sem fengið hef ur að fara með geimskutlunum, Charles Walker, verkfræðingur frá McDonnel Douglas. Hann er fyrsti einstaklingur- inn sem ferðast út í geiminn til þess að vinna verk á vegum einkafyrirtækis. Walker mun nota tæki frá McDonnel Douglas til þess að framleiða lífrænt efni sem prófað verður af lyfjafyrir- tæki í eigu McDonnel Douglas, meö það fyrir augum að koma efninu á markað sem lyfi. Ekki hefur verið greint frá því opinberlega hvert lyfið er en sagt aö það sé hormón og gæti- hjálpaö milljónum manna. Persaflói: RAÐIST A GRISKT OLÍUFLUTNINGASKIP Búist er við að tryggingaverð vegna skipa sem sigla um Persaflóa fari mjög hækkandi í dag. Er það í kjölfar árásar Iraka á gríska olíu- flutningaskipiö Alexander mikla í gær. Iraskar herþotur réðust aö skip- inu skammt frá Kharg’yju en sam- kvæmt fréttum frá Grikklandi varö varð ekki mjög mikið. Er þetta fyrsta árásin sem gerð er á olíuflutn- ingaskip á Persaflóanum í hálfan mánuð. Irakar fullyrtu í gær að flug- vélar þeirra hefðu hæft fjögur skip í gær en það hefur ekki fengist stað- fest annars staðar frá. Búist er við aö Iranir muni svara í ekkert mannfall og tjón á skipinu sömu mynt eftir árásina í gær. Eru sama. vonir manna því orðnar minni um það að samkomulag Irana og Iraka um að ráðast ekki að hagsmunum óbreyttra borgara muni ná til olíu- flutningaskipa á Persaflóanum. Iranir höfðu gert Irökum það tilboð að þeir myndu láta olíuflutninga- skipin í friði ef lrakar gerðu slíkt hið Tækið sem Walker notar hefur verið prófað af fyrri geimförum en þaö skil- ur að lífræn efni sem fleytt er gegnum rafsegulsvið í vökva. Aðferðin hefur veriö prófuð á jörðu og dugað en að- dráttarafl jaröar dregur mjög úr virkni hennar. I skutlunni má með sömu tækjum framleiða 700 sinnum meira magn af lyfinu í f jórfalt hreinna formi. Tilraun þessi kostar McDonnel Douglas 80 þúsund dollara. Þá mun skutlan Discovery fiytja stóran gervihnött sem settur verður á braut um jörðu. Það er fyrsti hnöttur- inn sem byggður er til þess að skutlan beri hann og verður nýjum búnaði beitt til þess að koma honum á braut. Einnig er um borð í skutlunni ný tegund sól- rafhlööu, sem tilraunir verða gerðar meö. Starfsmenn bandarísku geim- ferðastofnunarinnar vonast til þess að þessar rafhlöður veröi orkugjafi bandarískra geimstöðva en ein slík eru nú í undirbúningi. I áhöfn Discovery er Judy Resnik en hún er önnur bandarískra kvenna í geimnum. Geimskutlunni Discovery verður skotið á loft frá Canaveral-höfða um hádegis- bUiðídag. NATO: George Schultz boðar hertar að- tekurvið afLun$ídag gerðir gegn hryðju- Jesse Jackson. Jesse Jackson friðflytjandi Jesse Jackson, frambjóöandi í for- kosningum Demókrata, hélt í gær langan fund með fulltrúum uppreisn- armanna í E1 Salvador og tilkynnti eft- ir fundinn að þeir væru reiðubúnir að ræða við Jose Napoleon Duarte, for- seta E1 Salvador, nú þegar. Jackson, sem hitti fulltrúa uppreisn- armanna í Panama City, fer til E1 Salvador i dag og síðan til Kúbu í „friðarferð” sinni, eins og hann kallar það. Hann sagði á blaðamannafundi í gær að stjórnvöld í Costa Rica hefðu fallist á aö fundir milli skæruliða og Duarte færu fram í sendiráöi ríkisins, í San Salvador. Ruben Zamora, einn leiötoga Fara- bundo-skæruliðahreyfingarinnar í E1 Salvador, sem sat viö hlið Jacksons á blaðamannafundinum í Panama, sagði að ágreiningur um fund með Duarte hefði til þessa snúist um að Duarte hefði gert það að skilyrði að skærulið- ar legðu niður vopn fyrir fundinn en á það hefðu þeir ekki viljað fallast. Zam- ora sagði aö uppreisnarmenn vildu pólitíska lausn á deilumálum i E1 Salvador, sem innihéldi vopnahlé. Jackson sagðist telja að skæruliðar vildu hætta bardögum en hann sagðist ekki myndu gerast talsmaður skæru- liða vW ’Dúarfé'HéldúF værf sílf Húl“ verk að vera milligöngumaður. Jackson heldur næst til Kúbu en stjómvöld þar hafa deilt við bandarísk stjómvöld frá því Castro komst til valda á Kúbu 1959. Telja Bandaríkja- menn að óróa í Mið- og Suður-Ameríku megi rekja til afskipta Kúbumanna. Carrington lávarður, fyrrver- andi utanríkisráðherra Bretlands, tekur við starfi aðalframkvæmda- stjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO) í dag. Joseph Luns lét af störfum á föstudaginn eftir 13 ára starf. Carrington er 65 ára gamall. Hann hefur trú á samningum stór- veldanna um gagnkvæma afvopn- un en hefur ávallt talið aö vestur- veldin yrðu að semja af styrk í slik- um viðræðum. Vandamálin eru mikil sem bíða Carringtons. Bandalagið ó í fjárhagserfiðleik- um, nauðsynlegt er talið að auka og endumýja hina hefðbundnu heri bandalagsins og Bandaríkjamenn þrýsta á Vestur-Evrópuríkin um að auka útgjöld sín til vamarmála. Umsjón: Gunnlaugur A. Jónsson og Guðmundur Pétursson verkastarfsemi George Schultz sagði í ræðu í gær að lýðræðisríkin í heiminum þyrftu að hefja sókn gegn starfsemi hryðjuverkamanna. Schultz sagði að lýðræðisríkin þyrftu að hefja sam- vinnu á þessu sviði og nauðsynlegt væri að gera fyrirbyggjandi ráöstaf- anir gegn hryðjuverkamönnum og ekki væri nóg að bregðast viö þegar skaðinn væri skeður. Á fundi leiðtoga sjö iönríkja fyrir skömmu kom fram vilji leiðtoganna um að hefja skyldi baráttu gegn starf- semi hryðjuverkamanna. Leiðtogar Bandaríkjanna, Japans, Vestur- Þýskalands, Frakklands, Bretlands, ltaliu og Kanada sátu fundinn og stóðu einhuga að yfirlýsingunni. Schultz sagði ekki í smáatriðum frá hugmyndum manna á þessu sviði á fundinum í gær. Hins vegar kvað hann löngu orðið tímabært að lýðræðisríkin,, sem væru aðalskotmark hryðjuverka- starfsemi í heiminum, létu hart mæta hörðu. Hann sagði að aðgerðirnar yrðu að vera svo haröar að fólk sæi að þátt- takendur í hryðjuverkum væru ekki teknir neinum vettlingatökum. Schultz minntist ekki í ræðu sinni á hugmyndir Juniusar Jaywardene, for- seta Sri Lanka, sem hann opinberaði á ferðalagi sínu til Bandarikjanna í siðustu viku. Jaywardene lagði þá til að stofnuð yrði sérstök alþjóðalögregla sem berðist gegn hryðjuverkum. Er Reagan Bandaríkjaforseti sagöur hafa tekið vel í þær hugmyndir. Reagan hefur ennfremur lagt til að sett verði lög í Bandaríkjunum sem kveði á urr allt aö tíu ára fangelsisvist fyrir þá sem aðstoöa ríki eða hópa tengda hryðjuverkum. Atti forsetinn þar við vopnasölu og þjálfun hryðjuverka- manna. George Schultz réðst harkalega á Sovétríkin í ræðu sinni í gær. Sagöi hann að Sovétmenn notfærðu sér hryðjuverkastarfsemi í heiminum til aö ná fram markmiöum sinum sem væru að „veikja hið vestræna lýðræði og koma á upplausnarástandi í hinum vestrænaheimi”. Kína: SENDINEFND FRA HONG KONG SÆT1R NIÐURLÆGINGU Þriggja manna sendinefnd frá Hong Kong, sem fór til Kína til að ræða um framtíð Hong Kong, er sögð hafa sætt mikilli niöurlægingu af hálfu kínverskra ráðamanna. Þre- menningamir fóru til Kína til viðræðna viðDengXiaoping, leiðtoga kínverska kommúnistaflokksins, um framtíð Hong Kong sem Bretar eiga að skila i hendur Kínverja árið 1997^ Lýsti sendinefndin yfir áhyggjum sínum vegna framtiöar Hong Kong og afdrif rúmlega fimm milljóna manna sem þar búa. Samkvæmt fréttum frá Hong Kong neitaöi Deng Xiaoping að viðurkenna sendinefndina sem fulltrúa íbúanna í Hong Kong. Hann sagði að nefndin gæti aðeins látið j Ijós jfcsijjfiL, sem óbreyttir borgarar. Sendinefndin var skipuö af breska ríkisstjóranum í Hong Kong. Fulltrúarnir, Sir Sze-Yuen Chung, Lydia Dunn og dr. Q.W. Lee, sögðu aö heimsókninni lokinni aö viðræðurnar heföu verið opinskáar en svöruðu hins vegar ekki hvort þau hefðu verið niöurlægð í ferðinni af kinverskum ráðamönnum og að efast hefði veriö um hæfni þeirra til að koma fram fyrir hönd íbúa Hong Kong. Sendinefndin sagöi aö Deng Xiaoping hefði lýst því yfir að ekki yrðu nein utanaðkomandi afskipti . JiftfUSnft&Hn&eiK Hong

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.