Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Blaðsíða 44
Ljósmyndari, sem átti fuiiti fangi með að vernda véiarnar sínar, náði þessari mynd af prinsinum með málningar- sprautuna. Léleg fyndni Hann Andrés Bretaprins þykir með lélegri háðfuglum og sannaöist það eftirminnilega fyrir nokkru þegar hann fór í ferð til Los Angeles- borgar á vegum ólympíunefndar- innar bresku. Framkvæmdir voru í fullum gangi þegar prinsinn mætti á staöinn með blaöamönnum, ljósmyndurum og öðru fylgdarliði. Ætlast var til að hann héldi stutta tölu á staönum og léti mynda sig í alþýðlegum steiling- um innan um þá sem voru að vinna. Einn verkamannanna, sem var að vinna með málningarsprautu, vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið er prinsinn ruddist að honum og þreif af honum máiningarsprautuna og tók að sprauta málningu allt hvað af tók yfir viðstadda. Menn reyndu að vikja sér undan bununni en prinsinn faerð- ist þá í aukana og sá til þess að ailir fengju sinn skammt. Drési hió hrossahlátri að þessari aulafyndni sinni og voru þeir fáir sem tóku und- ir með honum. Nú streyma skaöa- bótakröfumar til Buckingham- hallar, en það er af prinsinum að frétta að þessa dagana dvelur hann i útlegðíSkotlandi. 6ÖMUL KONA íNEW YORK Leikkonan fræga, hún Greta Garbo, er nú orðin 79 ára gömul og hefur, sem kunnugt er, farið huldu höfði undanfarna áratugi og forðast ljósmyndara eins og pestina. Það er nú ekki út af því aö ljósmyndarar gangi með eitthvað smitandi heldur hafa þeir ætíð elt hana hvert sem hún hefur farið í von um að ná mynd eins og þessari af stjörnunni gömiu. Það þarf greinilega giöggt auga til að þekkja hana þessa dagana í manngrúa New York borgar. Málsháttur dagsins Ég var ekkiþinn þegarþú beist af mér nefið. Keach gripinn með kókaín Stacy Keach hefur samband við /ögfræðing sinn. Bandaríski leikarinn Stacy Keach sannaði það heldur betur fyrú- skömmu að honum er annað betra lagið en að standa í kókaínsmygli. Keach, sem var að koma frá Frakklandi, þurfti að millilenda á Heathrowflugvelli í London. Þar þurfti hann að fara í gegnum tollinn. Leikarinn gekk keikur aö tollverði sem spurði hann hvort hann væri með tollskyldan varning með sér. Þessari spurningu var auðvitaö svaraðneitandi. Tollþjónninn lét sér þetta svar ekki nægja og tók að gramsa í ferðatösku leikarans sem tók við þaö að iða allur. Gramsað var í töskunni dá- góöa stund og var tollþjónninn að því kominn að hætta leitinni þegar hann veitti taugaveiklun leikarans athygli. Við það tvíefldist hann og grunur varð aö öruggri vissu þegar leikarinn fór að spyrja hann í sífellu: „Af hverju ég, af hverju endilega ég?” Þegar hann fann litla snyrti- tösku voru allir svitakirtlar á út- opnu, leikarinn þurrkaöi þvala lóf- ana og vætti varirnar i síf ellu. Keach reyndi allt hvað af tók aö af- stýra því óumflýjanlega og sagði í bænarrómi: „Þetta er ekkert annað en snyrtidót, heyrirðu þaö, góöi? Snyrtidót. Af hverju helduröu áfram að leita?” Þegar hér var komið sögu dreif að fjölda tollvarða til að fylgjast með því sem orðið var syni- kennsla í hvemig smyglarar eiga ekkiaöhagasér. Af einskærum kvalalosta tók toll- þjónninn að tína hlutina upp úr snyrtitöskunni, einn af öðrum. Keach greip til þess ráðs að benda manninum á hver hann væri en áfram hélt leitin og var nú komiö að lokaatriðinu. Keach var orðinn bleikur sem nár og farinn að umla samhengislaust rugl. Or snyrti- töskunni var tekin raksápubrúsi sem var í meira lagi grunsamlegur. Eitt handtak, botninn féll úr og kókaínið lá á borðinu. Leikarinn var dreginn gólandi burt og var gert að sæta líkamsleit sem ekki bar árangur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.