Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Blaðsíða 4
4 DV. MÁNUDAGUR 25. JUNI1984. Kvikmyndatökur vegnaJames Bond- myndarínnar hófustá laugardaginn: ÞYRLA BROTLENDIR A ÍSNUM í SPRENGIGNÝ Kvikmyndatökur vegna James Bond-myndarinnar, A View to Kill, hófust á Breiöamerkurlóni á laugar- dag. Þá voru aöeins teknar myndir af lóninu og umhverfi þess. Stefnt er aö því að hef ja tökur á leiknum at- riðumídag. Eins og fram kom í DV á laugar- dag veröur hluti af upphafsatriði kvikmyndarinnar tekinn hérlendis. Sýningartími atriðanna frá Islandi veröur vart lengri en ein mínúta. I upphafi myndarinnar er James Bond á flótta undan sovéskum her- mönnum. Hann sleppur naumlega í fari bresku leyniþjónustunnar sem dulbúiö er sem ísjaki. Áöur tekst honum að granda herþyrlu sem brot- lendir með mikilli sprengingu á ísnum. Gerviisjakinn, sem Bond bjargast inn í, er slöngubátur klæddur frauöplasti meö hlera ofan á. Þegar Bond skriöur inn um hlerann kemur hann inn í þægilegustu vistarveru og hittir þar fagra stúlku. Þetta inniat- riði í jakanum veröur tekiö upp inn- anhúss í kvikmyndaveri. Hrap þyrlunnar Við Breiöamerkurjökul veröur hrap þyrlunnar kvikmyndaö. Til að ná því atriöi á filmu verða notuð litil þyrlulíkön en einnig alvöruþyrla af geröinni Messerschmitt Bölkow sem væntanleg er til Hornafjarðar frá Englandi í kvöld. Auk staðgengils Rogers Moore, Martins Grace, munu nokkrir Islendingar vera framan viö mynda- vélamar hérlendis. Islendingamir, sjö vanir jöklamenn, munu leika rússneska hermenn. Staðgengillinn, Martin Grace, hefur varamann. Ef Martin slasast, eins og gerðist viö tökur á Octopussy, síðustu Bond-myndinni, mun vara- maöurinn hlaupa í skaröið. Um fimmtíu manns vinna viö töku myndarinnar hérlendis, þar af um tuttugu Islendingar. Margir Hom- firðingar tengjast myndinni óbeint. Tólf íbúðir á Höfn eru leigðar út- lendingunum fyrir um eitt þúsund krónur á sólarhring aö jafnaöi. Smiðir á Höfn fengu verkefni við aö smíöa ýmsa hluti fyrir kvikmynda- Þegar James Bond stendur á jökulbrúninni og óvinirnir nálgast opnast hleri á einum isjakanum á lóninu. Á myndinni má sjá hvar verið er að setja saman gerviisjakann sem Bond flýr L DV-myndir: GVA. ■■ ; ■ Gerviísjakinn er útbúinn þannig að frauðplast er sett utan um slöngubát, eins og sést greinilega á myndinni. liöið, þar á meðal flotbryggjur. Loks má nefna björgunarsveit Slysa- vamafélagsins á Höfn, en um tíu félagar úr henni verða við Breiöa- merkurlón meö sjö báta meðan á tökum stendur. Umboösaðili kvikmyndamannanna hérlendis er Saga Film hf. Fram- kvæmdastjóri Saga Film, Jón Þór Hannesson, og Ágúst Baldursson, starfsmaöur þess, em fyrir austan til aöstoðar útlendingunum. Frumsýnd nœsta vor Framleiðandi James Bond-mynd- arinnar er Albert Broccolli. Hann hefur gert fjórtán Bond-myndir en þessi er sú síöasta sem hann hefur kvikmyndarétt á. AðaÚeikstjóri er John Glenn en hann kemur ekki til landsins. I hans stað stjórnar Arthur Wooster aðstoöarleikstjóri. Framkvæmda- stjóri hélendis er Philip Kohler. Veðrið mun ráöa því hve langan tíma þarf til kvikmyndatökunnar við Vatnajökul. Vonast er þó til að verkinu ljúki á tiu dögum. Kvikmyndin verður tekin upp víða um heim, á Islandi, í Englandi, Sviss, París, San Fransisco og víðar. Stefnt er að því að frumsýna næsta vor. -KMU/-Jóna, Höfn. I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari Eggjaþjófurínn kominn heim Þar lágum við laglega í því. Fálka- eggjaþjófurinn á bak og burt, kominn í bjórinn og súrkálið heima án þess að taka út aðra refsingu en þá að búa á Heraum í nokkrar vikur. Það þýðir víst ekki að senda honum reikninginn vegna sektarinnar úr þessu, hvað þá að fara fram á að hann skreppi hingað á Hraunið í nokkra mánuði. Nei, við verðum að bita í það súrá epli að eggjaþjófurinn lék réttvísina grátt og gefur laganna vörðum langt nef meö hjálp landa sinna um borð í leiguskipi Hafskips. Annars er kannski engin ástæða til að sýta skyndilega brottför þjófsins. Það var víst borin von að mann- skrattinn gæti borgað hundruð þúsunda króna í sekt og til hvers í ósköpunum ættum við þá að halda honum uppi í mat og húsnæði lung- ann úr árinu. Farvel Frans, úr því sem komið er. En hveraig ætli það sé annars, er hægt að lýsa manninn per- sona non grata hér á landi og þar með á öðrum Norðurlöndum? Ætli það sé ekki hægt fyrst honum var ekki vísað úr landi — eða er það hægt þó svo að hann hafi orðið fyrri tii og hlaupist á brott? Kannski að við gætum náð fram örlitilli hefnd með þvi móti, en Dagfari er ekki svo kunnugur milliríkjamálum af þessu tagi, að hann bætti sér út i frekari bollalegglngar um að bannfæra eggjaþjófinn á öllum Norðurlöndum. Ur þvi sem komið er mun skyn- samlegast að láta þetta mál ekki fara hátt á erlendum vettvangi. Það er óþarfi að láta eggjaþjófa allra landa sameinast um að hlsja að okkur. En við eigum að bregðast við á annað hátt þegar eggjaþjófar eru gómaðir en hingað til hefur veriö gert. Þegar eftir handtöku sliks hyskis hériendis á að dreifa fréttum af ódæði þeirra út um allar jarðir. Senda út nöfn og myndir af þessu pakki ásamt nákvæmum upplýs- ingum um þau viðurlög sem iiggja við brotum af þessu tagL Jafnframt skal heitið háum verðlaunum hverjum þeim er geti bent á eggja- þjófa er hyggjast ieita fanga á íslandi. Þetta gæti fengið einhverja til að hugsa sig um tvisvar áður en lagt er upp i ránsferð hingað til lands. Af einhverjum ástæðum fara engar sögur af f ramgangi réttvísinn- ar við að koma upp um hérlenda aðstoðarmenn fálkaeggjaþjófa. Það hefur oftar en ekki komið í ljós að erlendir eggjaþjófar hafa haft undir höndum svo nákvæm kort af þeim stöðum þar sem fálkahreiður eru, hárréttar upplýsingar um allar akstursleiðir þar i grennd, svo eitthvað sé nefnt, að ekki fer milli mála að þeir hafa notið aðstoðar héðan. Á þetta bafa einstaka menn reynt að benda, til dæmis fuglafræð- ingar, en það er eins og enginn vilji taka mark á þeim visbendingum sem fyrir liggja um aðild íslendinga að fálkaeggjaþjófnaðinum. Vonandi að yfirvöld fari nú að rumska því óneitanlega eru meiri líkur á að hægt sé að koma lögum yfir okkar eigin landsmenn en þá þýðversku i málum semþessum. Ur þvi sem komið er skulum við ekki gráta eggjaþjófinn snarráða. Efiaust hefur manninum fundist vistin daufleg á Heraum og þótt lítið til koma þá hann fékk dagpeninga sina greidda. Þeir gerðu víst varla meira en nægja fyrir sígarettum. Því mátti svo sem búast við að maðurinn hygði á ódýra og þægilega heimferð ef tækifæri byðist, þótt það hafi víst ekki hvarflað að yfirvöldum. Við skulum láta þetta okkur að kenningu verða og dæma menn strax eftir handtöku bæði í héraði og hæstarrétti næsf þegar upp kemst um eggjaþjófnað. Ef það er ekki hægt þá skal vista þjófinn á Hótel Holti með fríum aðgangi að bar og matsal meðan dóms er beðið. Er þá óliklegt að til brotthlaups komi. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.