Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Blaðsíða 26
26 DV. MÁNUDAGUR 25. JtJNl 1984. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttirj Þorsteinn Ólafsson, markvörður Þórs, og Aðalsteinn Aðalsteinsson borfa á eftir knettinum. Knötturinn hafði farið í Þorstein eftir skot Heimis Karlssonar og rann síðan rétt fram hjá stönginni. DV-mynd: Brynjar Gauti Sveinsson. Tvöheimsmet ífrjálsum íþróttum — Bykova stökk 2,05 m íhástökki Heimsmethafinn í hástökki kvenna, Tamara Bykova, bætti heimsmet sitt um einn sentímetra, stökk 2,05 m á móti í Kiev á laugardag. Fór hún yfir hæðina í annarri tilraun. Eldra metiö setti hún á Italíu í ágúst í fyrra en fyrir það met haföi hún átt heimsmetið meö Ulriku Meyfarth, Vestur-Þýskalandi. Þær stukku báðar 2,03 m í úrslitum Evrópubikarkeppninnar í Lundúnum í ágúst. A sama móti á föstudag setti Margarita Ponomaryova, Sovét, nýtt heimsmet í 400 m grindahlaupi kvenna. Hljóp á 53,58 sek. og bætti heimsmetiö um 44/100 úr sekúndu. Það átti Anna Ambrezene, Sovét. hsím. Dubuisson fetarífótspor Péturs — Atvinnumaðurí bandaríska körfuknattleiknum Þór nýtti færin — Víkingar ekki —og Þór sigraði. 2:0, í 1. deild á Laugardalsvelli á laugardag Frakkinn Herve Dubufsson hefur skrifað undir samning við bandariska körfuknattleiksliðið New Jersey Nets og mun byrja að leika með liðinu í haust þegar NBA-deildin hefst að nýju. Dubuisson þessi er 25 ára bakvörður og var stigahæsti leikmaður frönsku 1. deildarinnar á síðasta keppnistimabili. Skoraði 22 stig að meðaltali í leik. Var það í fimmta skipti á jafnmörgum árum sem hann varð stigahæstur. I frétt Reuters-fréttastofunnar í gær- kvöldi sagði að Dubuisson væri fyrsti Evrópubúinn sem skrifað hefði undir samning við NBA-lið í körfuknattleik. Það er ekki rétt því að Pétur okkar Guðmundsson varð fyrstur Evrópu- manna til að skrifa nndlr samning þegar hann lék með Portland Traii- blazers um árið. -SK. „Ég á ekki orð — viö skorum ekki, nýtum okkur færin á þýðingarmikum augnablikum. Víkingur átti alveg fyrri hálfleikinn en Þór skoraði úr sínu eina færi. Við fengum stórkostleg færi í þessum leik, þau ekki nýtt og svo hryn- ur allt,” sagði Björn Arnason, þjálfari Víkings, eftir að Þór frá Akureyri hafði sigrað Víking, 2—0, í 1. deild á Laugardalsvellinum á laugardag. Leikurinn skiptist aiveg í tvö horn. Víkingar miklu betri í fyrri hálfleikn- um, Þór í þeim síöari og þegar upp var staðið í lokin var sigur Þórs að mörgu leyti sanngjarn. Að vísu hefði það get- að breytt miklu ef Víkingar hefðu not- að nokkur af sínum mörgu færum i fyrri hálfleiknum. Það hefði engum þótt mikiö þó staðan i hálfleik hefði verið 3—1 eða 4—1 fyrir Víking en í þess stað höfðu Þórsarar þá skorað eina mark leiksins. Snemma í síðari hálfleiknum bættu Þórsarar við ööru marki og eftir það höföu þeir öll vöki á vellinum. Víkingar hreinlega gáfust upp og það var aðeins vegna snjallrar markvörslu ögmund- ar Kristinssonar, markvarðar Víkings, að Þór skoraði ekki mun fleiri mörk í leiknum. „Ég bara skaut" „Víkingar voru miklu betri í fyrri hálfleikum og viö vorum heppnir aö fá ekki á okkur mörk. 1 síðarí hálfleikn- um snerist leikurinn alveg. Þá vorum við mun betri og sigurinn var sann- gjarn. Markið? — Eg bara skaut og bar mjög glaður þegar boltinn hafnaði í netinu,” sagði Oli Þór Magnússon, miðherji Þórs og maður leiksins. Oli Þór skoraði á þriðju mín. Eftir langt útspark Þorsteins Olafssonar, markvarðar og þjálfara Þórs, barst knötturinn til hans og Oli Þór komst inn fyrir Víkingsvömina, lék inn í víta- teiginn og skoraði með miklum þrumu- fleyg efst í markið. Yfir ögmund. Fallegt mark. Eftir þaö voru Víkingar í nær látlausri sókn allan fyrri hálfleik- inn. Léku þá vöm Þórs oft grátt en allt brást hjá við markið. Þorsteinn líka ákaflega farsæll í Þórsmarkinu. Omar Torfason átti hörkuskalla rétt fyrir Þórs-markið, síðan komst Heimir Karlsson — eins og svo oft í leiknum — f rír alveg upp að marki Þórs. Ætlaði að gefa á Andra Marteinsson, sem var í dauðafæri, spymti knettinum í Þor- stein. Andri spyrnti yfir, Aðalsteinn Aðalsteinsson rétt fram hjá eftir fall- egt upp. Tvívegis eftir það rann knötturinn millímetrum frá stöngum marks Þórs og fleiri voru færin. Hinum megin átti Bjarni Sveinbjörnsson góö- an skalla á mark Víkings en ögmund- ur varði. Frá Sölva Sölvasyni, f réttamanni DV á Akureyri. „Við fengum þrjú dýrmæt stig og það var alls ekki baráttulaust. Leikur- inn var gifurlega erfiður í síðari hálf- leiknum og þá spiluðum við upp á að halda fengnum hlut. Vorum mjög þreyttir þegar leiknum lauk. Breiða- bliksliðið var aðeins betra i fyrri hálf- leiknum, KA-menn meira með boltann i þeim siðari án þess að skapa sér færi,” sagði Olafur Bjömsson, fyrirliði Blikanna, eftir að Breiðabllk hafði sigrað KA á Akureyri i 1. deildinni, 1-8, á föstudagskvöld. Leikurinn var leiðinlegur fyrir þá 890 Þórsarar vom ákveðnir í byr jun s.h. A56. mín. koms Bjami Sveinbjömsson frír inn í vítateig Víkings eftir send- ingu Halldórs Áskelssonar og skoraði með fallegu skoti, 2—0, og sigurinn í höfn hjá Þór gegn baráttulausum Vík- ingum. Litlu munaöi að Oli Þór yki muninn á næstu mín. Þórsarar vom hvað eftir annað við að skora. ög- mundur varði vel frá Guöjóni Guð- mundssyni í tvígang. Einnig frá Bjama. Þá átti Guðjón skot rétt yfir og alltaf var mikil ólga í Vikingsvörninni þegar Oli Þór var með knöttinn. Þaö var erfitt að hemja hann í þessum leik. Víkingar fengu eitt dauðafæri í hálf- leiknum. Kristinn Guömundsson hitti knöttinn illa fyrir opnu marki eftir slæmt úthlaup Þorsteins sem missti af knettinum. áhorfendur sem greiddu aðgangseyri. Hvorugt liöið náði nokkru spili og mjög lítið var um færi í golunni á Akureyri. Kópavogsliðið var heldur betra í fyrri hálfleiknum án þess að nokkur væri áberandi í leiknum. Sigurmark Breiðabliks kom á 29. mín. Sigurjón Kristjánsson iék upp hægri kantinn og gaf fyrir. Birkir Kristinsson, markvörður KA, sló knöttinn út í vítateiginn. Þar myndað- ist þvaga en síðan barst knötturinn til Þorsteins Geirssonar. Gott skot hans frá vítateigslínunni fór beint í markið — reyndar ágætt skot. Rétt undir lok hálfleiksins munaði ekki miklu að KA I heild var þessi leikur ekki mikiö fýrir augað þrátt fyrir mýmörg tæki- færi. Stemmning sáralítil enda áhorf- endur aðeins 302. Liðin voru þannig skipuð. Víkingur: ögmundur, Ragnar Gíslason, Magnús Jónsson, Unnsteinn Kárason (Gylfi Rútsson 68 mín.), öm- ólfur Oddsson, Aðalsteinn (Einar Einarsson 68 mín.), Ömar Torfason, Kristinn, Heimir, Amundi Sigmunds- son, Andri. Þór: Þorsteinn, Sigurbjörn Viðarsson, Oli Þór, Nói Björnsson, Kristján Kristjánsson (Július Tryggvason 64 mín.), Halldór, Ámi Stefánsson, Guöjón, Bjami, Jónas Róbertsson, Oskar Gunnarsson. jafnaði. Steingrimur Birgisson komst inn fyrir en á síðustu stundu tókst varnarmanni aö pota í hom. Siöari hálfleikurinn var enn minna augnayndi, mest vegna þess að ekkert gerðist. Akaflega léleg og stemmning meðal áhorfenda mjög lítil. Blaða- menn þurftu varla að stinga niður penna. Blikarnir gáfu eftir miðjuna og treystu vöm sína. KA-menn voru meira með boltann en tókst ekki aö skapa sér færi. Heldur dapurt. Liðin voru þannig skipuð: KA: Birkir, Ormarrörlygsson, Friö- finnur Hermannsson, Erlingur Krist- jánsson, Ásbjöm Bjömsson, Mark Ólafur Bjömsson, fyiirliðl Breiða- bliks. „Þrjú dýrmætstig.” Duffield, Njáll Eiðsson, Gústav Bald- vinsson, Hinrik Þórhallsson, (Bjami Jónsson 68 mín.), Hafþór Koibeinsson og Steingrímur Björnsson. Breiðablik: Friðrik Friðriksson, Benedikt Guðmundsson, Omar Rafns- son, Loftur Olafsson, Olafur Bjöms- son, Vignir Baldursson, Þorsteinn Geirsson, Jóhann Grétarsson, Jón Einarsson, Ingólfur Ingólfsson (Jón Gunnar Bergs 61 mín.), Sigurjón Krist- jánsson (Þorsteinn Himarsson 68 mín.). Dómari Öli Olsen. Áhorfendur 890. Maður leiksins. Olafur Björnsson, Breiðabliki. SS/hsím. Maður leiksins. Oli Þór Magnússon, Þór. hsím. „ÞRJU DYRMÆT STIG” Breiðablik sigraði KA á Akureyri íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.