Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Blaðsíða 3
DV. MÁNUDAGUR 25. JUNI1984. 3 Gifting Svavars og indíánaprinsessunnar Mariam: VARIALLA STAÐI ^^150^!?. ff I nkkfl w I NúheitirSvavar r Tau-ea-tson á STORKOSTLEG STUND” - „Þetta var í alla staði stórkostleg stund, sú stærsta í lífi minu, og ég er j^fir mig ánægður með hve vel þetta tókst allt til,” sagði Svavar Hansson, Isiendingurínn sem gekk í það heilaga með indiánaprínsessunni Maríam frá Oklahoma síðastliðinn föstudag. Giftingarveislan fór fram í indíána- þorpinu Anadarko í Oklahoma og hófst klukkan tvö eftir hádegið á föstudag. Mikið fjölmenni var í veislunni. Aður en brúðhjónin voru gefin saman var Svavari gefið nafn og hann tekinn inn i Kiowaættbálkinn. Fékk nafnið Tau-ga-tson „Þeir gáfu mér nafnið Tau-ga-tson, Man from far away,” sagði Svavar um nafngiftina. Man from far away út- leggst á íslensku sem „hinn langt að komnimaður”. Þegar veislan var haldin skörtuðu veðurguðimir sínu fegursta. Það var um 40 stiga hiti og þægilegur vindur. Móðir Svavars, Hrefna Kristjánsdóttir Fraser, og systur, þær Sólrún og Steinunn Hansdætur, voru í þessarí stórkostlegu veislu. Þá voru móðursystur Svavars einnig viðstaddar. Þær heita Björg og Inga Jóna Kristjánsdóttir og búa báðar í Reykjavík. Þegar athöfnin hófst settust báðar ættirnar í eins konar U á forkunnar- fögru grasinu á hátíðarreit Andarko- þorpsins. Ættingjar Svavars voru norðanmegin en ættingjar Mariam aö sunnanverðu. Fyrst var Svavari gefið nafn og síðan var hann ættleiddur. Sú athöfn var mjög hátiöleg og fór fram á tungu Kiowa. Sjálf giftingin var hins vegar á ensku. Ræða Svavars á indíána- málinu Presturinn, sem gaf þau saman, er úr Kiowaættbálknum. Svavar þurfti að halda smáræöu á tungu þeirra Kiowa. „Hún var stutt og laggóð enda erfitt tungumál að læra,” sagði Svavar hlæj- andi er við spurðum hvemig indíána- ræðan hans heföi tekist. Svavar bætti þó um betur og hélt einnig ræðu á ensku. „Hann er vanur ræðumaöur, þannig að þetta tókst glimrandi hjá honum,” sagði systir hans, Sólrún, en hún var svona í leiöinni fréttamaöur DV á staðnum. Sólrún sagði ennfremur að giftingin hefði vakið mikla athygli í Oklahoma og verið á forsíðu Anadarko News tvo daga i röð. Fékk 70 hektara lands og 150 konur Svavari var ekki aðeins gefið nafn og hann tekinn inn í ættbálkinn. Hann fékk í brúðargjöf land og hesta ásamt ýmsu öðra. „Ég trúði þessu bókstaf- lega ekki í fyrstu, þetta er 70 hektara land hér skammt frá í Oklahoma sem viðfengum.” Þrátt fyrir að Svavar hafi verið að ganga að eiga indíánaprinsessu er sú hefð hjá indíánum að um leiö og karl- maður er tekinn inn í ættbálkana „eignast” hann fleiri konur. Svavar sagði skemmtilega frá þessu: „Þeir gáfu mér 150 konur. Þetta er auðvitað bara hefð hjá þeim en þær komu allar og heilsuðu upp á mig. Sögðust vera konurnar mínar og hlógudátt.” Kræsingarnar, sem boðið var upp á í veislunni, voru ekki af verri endanum, ^nautakjöt eins og það geríst best í Bandaríkjunum. IMautakjöt steikt á teinum „Þeir steiktu kjötiö á teinum yfir eldi og sneru því stööugt svo það steiktist sem best. Þetta voru engar smá- sneiðar sem síðan voru framreiddar, ég held aö ég hafi aldrei bragöaö jafngott nautakjöt,” sagði Sólrún um kræsingamar. Undirbúningur fyrir veisluna tók langan tima og ótrúieg vinna lögö í hana. Til marks um það má nefna að brúöarkjóll Mariam var þrjá mánuöi í vinnslu. Hann var úr hvítu skinni, skreyttur bláum gUtsteinum. Áður en aö veisiunni kom hafði Mariam saumaö indiánasjöl handa þeim Sólrúnu og Steinunni sem þær klæddust við athöfnina. Annars voru viðstaddir ekki í því eina sanna indíánapússi sem við þekkjum úr kvikmyndum. Léttur klæðnaður var iátinn duga, enda eflaust ekki þægilegt aö vera i leöur- fötum i um 40 stiga hita. En þætti Svavars vegna brúökaupsins er ekki alveg lokið. Hann heldur í dag, mánudag, í hvorki meira né minna en 4 þúsund mílna feröalag. Farin verður sú leið sem Kiowar fóru fyrir um 5 til 6 hundruð árum. Ferðalagið hefst í inkalöndum, (Mexico) og verður farið í gegnum Bandaríkin, aUt til Kanada. Meö honum í þessari för verður afi Mariam, þjóöhöfðingi Kiowa, ásamt fleirum. En við ljúkum þessari frásögn af giftingarveislu Svavars og Mariam með orðum systur hans, Sólrúnar. „Við Steinunn sendum kveðjur heim. Þetta er búið að vera ólýsanlega gaman, í einu orði sagt f rábært. ” -JGH. EKKI KAUPA NISSAN CHERRY BARA AF ÞVÍ AÐ ÞÉR FINNST HANN FALLEGUR 0G SKEMMTILEGUR. 77/ að leiðbeina neytendum gerði danska tímarítið Penge ft Prívatökonomi víð- tæka könnun á kostnaðí við rekstur bíia í 3 ár og miðaði við 45 þús. km akstur. Nissan Cherry og Nissan Sunny voru meðal bíla sem kannaðir voru auk bíla frá Ford, Toyota, Fiat, Volkswagen og mörgum fleiri. Langódýrastir og öruggastir i rekstri reyndust vera Nissan Cherry og Nissan Sunny. Þess vegna gefum við einir 2JA ÁRA ábyrgð á vél, gírkassa og drifi. VERÐ FRÁ KR. 267.000,- ÞÚ GETUR VARIÐ PENINGUNUM ÞÍNUM VEL 0G KEYPT NISSAN. ÞÁ ERTU ÖRUGGUR. 03 IIMGVAR HELGASON HF Sýningarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.