Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1989, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1989. Fréttir Deilur sjálfstæðismanna í Bolungarvík: Jón Friðgeir hugar að flutningum suður - verksamnlngurinn í sumar fyllti mælinn og eignir fyrirtækisins eru til sölu Jón Friðgeir Einarsson, bygg- ingaverktaki í Bolungarvík, hefur auglýst eignir sínar til sölu og seg- ist nú huga að búferlaflutningi suð- ur ásamt fjölskyldu sinni. Þær eignir sem eru nú til sölu eru bygg- ingavöruverslun, trésmiðja, pla- steinangrunarkverksmiðja, verktakastarfsemi og eignir henn- ar, rafdeild og málningarþjónusta. Jón Friðgeir hefur í áraraðir verið einn stærsti byggingaverktaki utan höfuðborgarsvæðisins, fyrirtækið hefur gengið vel og í fyrra var hann í hópi 3-4ra hæstu skattgreiðenda á landinu. Að undanfomu hafa Bolvíkingar og aðrir landsmenn furöaö sig á hörðum viðbrögðum Jóns Frið- geirs gagnvart framkomu bæjar- stjórnar Bolungarvíkur vegna út- boös í innanhússfrágang í grunn- skólann. Jón Friðgeir segir að hann íhugi aö segja sig úr Sjálfstæöis- flokknum og hefur sagt upp við- skiptum sínum óformlega við Sparisjóð Bolungarvíkur. Mælirinn fullur „Þessi framkoma bæjarstjórnar í sumar var aöeins eitt af mörgum atriðum sem mér hefur mislíkað. En nú er mælirinn fullur vegna samskipta minna við yfirvöld bæj- arins,“ sagöi Jón Friðgeir í samtalli við DV í gær. „Fjölskylda mín er væntanlega á leiðinni úr bænum. Krakkamir mínir hafa ekki áhuga á að taka við fyrirtækinu hér, enda líst þeim ekki á þær aðstæður sem hafa skapast héma. Hér er fyrst og fremst um afstöðu gagnvart sam- skiptum að ræða. Eg vil gjarnan selja eignimar ef einhveijir vilja kaupa þær með þvi aö stofna hluta- félag eða kaupa með öðrum hætti. Okkur finnst að bæjaryfirvöld séu á margan hátt ekki nærri nógu liðleg í samskiptum. Ég veit að ég er ekki eini aðihnn sem er á þess- ari skoðun - hér á ég líka við menn í sjávarútvegi og fleiri. Menn híða ekki í röðum eftir að fá að setjast að héma í bænum. Því mega menn reyna að passa sig, sýna ht og hðka fyrir með ýmsu móti“. Vinir og félagar „Menn hafa spurt mig að því hvers vegna ég blandi Sjálfstæðis- flokknum og sparisjóðnum inn í þetta mál. Ég hef sagt viðskiptum mínum óformlega upp við spari- sjóðsstjóra en á eftir aö ganga frá því með viðeigandi hætti. Hins veg- ar kvarta ég ekki undan viðskipt- um mínum við þá stofnun. Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá hef ég verið í forystusveit hans í langan tíma. Því finnst mér slæmt af því að vita að vinir mínir og fé- lagar þar fari svona með mig eins og fyrr í sumar varðandi útboðið í skólabygginguna. Ég fer ekki fram á að flokkurinn hygh mér á einn eða annan hátt - heldur æski ég þess að viðskiptahættir fari fram með eðlilegum hætti. í sumar vonaðist ég til þess að menn gætu sæst og reynt að milda hlutina á milh manna. Um slíkt hafa hins vegar engin teikn verið á lofti þannig aö ég er búinn að gef- ast upp núna,“ sagði Jón Friðgeir. -ÓTT Kj arasamningar: Byggingamenn undirrituðu Samband byggingamanna undir- ritaöi í gær kjarasamning við viö- semjendur sína. Samningurinn gildir til áramóta og er í öllum aðalatriðum samhljóða ASÍ-samningnum. Sam- kvæmt honum hækka laun um 2.500 frá l. september en orlofs- og jóla- uppbót er dreift yfir samningstim- ann. Þá áttu mjólkurfræðingar fund með viðsemjendum sínum í gær. Ber enn mikið á mihi í viðræðunum en næsti fundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara á fimmtudaginn kemur. Mjólkurfræðingar hafa aflaö sér heimildar til verkfahsboðunar en samningar þeirra hafa verið lausir frá 1. september. Enn ber mikiö á milh í deilu starfs- manna álversins við sína viðsemj- endur. Samninganefndin mun eiga fund með starfsmönnum á morgun. Þar verður staða viðræðnanna skýrð en ekki hefur verið ákveðið hvenær næsti samningafundur verður boð- aður. _JSS Vélstjórar felldu samninginn Vélsfjórafélag Suöumesja fehdi samning félagsins viö vinnuveitend- ur í gær með öllum greiddum at- kvæðum. Samningurinn, sem gerður var í síðustu viku, var samhljóða samn- ingi Alþýðusambandsins og vinnu- veitenda. Vélstjóramir höfðu frestaö verk- falh sínu sem hefjast átti í vikubyij- un. Engin ákvörðun var tekin á fund- inum í gær um boðun verkfalls. í félaginu em um 15 manns sem vinna í frystihúsum á Suðumesjum. Verk- fah þeirra gæti lamað starfsemi þeirra. -gse ‘ / ■ // ■ !*■ w .• ISfT Nú liggur i Reykjavikurhöfn skólaskip sem hingað er komið frá Kanada. Nemarnir um borð eru að læra hina ýmsu leyndardóma sjómennskunnar. Eins og sjá má á innfelldu myndinni nær kennslan allt til þess að fægja skipsklukkuna. Skútan kom hingað í gærmorgun. Héðan heldur hún til Græn- lands og síðan Kanada. Hún nefnist Pogoria og siglir undir pólsku flaggi en nemarnir eru kanadískir. DV-mynd KAE Forsjárdeila vegna átta ára gamallar telpu: Kyrrsetning barnsins var ólögleg - segir Stefán Guðbjartsson, faðir telpunnar „Það tók ráðuneytið þrjú ár að úrskuröa um forræði bamanna þriggja og var ruglað með máhð fram og aftur með 14 eða 15 lögfræðing- um,“ segir Stefán Guðbjartsson, faðir átta ára gömlu telpunnar sem frá var sagt í DV á laugardaginn. „Síöan rænir hún baminu hér á Spáni án þess að nokkur viti og ég fæ bréf þar sem hún segist ætla að vera með bamið í fríi og skila því eftir þijár vikur sem yrði fyrstu vik- una í ágúst. Sama dag og ég fæ þetta bréf frétti ég að hún sé komin til ís- lands með bamið,“ sagði Stefán enn- fremur. Stefán sagöist þá hafa komið til ís- lands en áður en hann kom var búiö að kyrrsetja htiu stúlkuna þar sem Bamavemdamefnd Reykjavíkur vildi að hún gengist undir geðrann- sókn. Sagði Stefán að nú lægi fyrir úrskurður Barnavemdarráðs ís- lands um að þessi kyrrsetning hefði veriö algjörlega ólögmæt og þar sem hann hefði forræði barnsins hefðu lög verið þverbrotin á honum. „Ég varð að fara út því ég var að missa atvinnu mína og þá rændi hún baminu sama dag og lögfræðingar okkar áttu að ganga frá samkomu- laginu. Deginum áður hafði ráðu- neytið kveðið upp úrskurð um að forræði skyldi óbreytt enda lágu fyr- ir gögn frá Spáni að ég byggi barninu gott heimfli," sagði Stefán. Hann sagði að telpuna hefði langað með sér þegar hann varð að fara því hún átti að fara aö byija í skólanum. Hún talaöi spænsku og skrifaði ekki einu sinni íslensku. Hann hefði hugs- að um hana frá fyrsta degi og konan sem hann byggi með hefði starfað sem dagmamma í tíu ár. Stefán sagö- ist eiga lúxusvihu á Spáni með sex svefnherbergjum og góðum garði. „Ég vfl bara fá að vera í friði og þetta fólk getur verið hvar sem er fyrir mér, svo framarlega sem það treður mér ekki um tær eöa brýtur lög á mér,“ sagði Stefán. -GHK Höfuðdælan ekki keypt notuð Það var ekki rétt sem haft var eftir Jóni Baldri Þorbjömssyni hjá Bif- reiðaskoðun íslands, í DV á laugar- dag, aö höfuðdæla í rútu frá Guð- mundi Jónassyni, sem lenti í óhappi á Möðrudalsöræfum, hafi verið keypt notuð erlendis. Hið rétta er að dælan var ekki keypt í umboðinu en var keypt ný engu að síður. Höfuð- dælanvarekkiafréttristærð. -sme Jón Baldvin um ummæli Alberts Guðmundssonar um Borgaraflokkinn: Albert á ekki að ræða stjórnmál „Sendiherrar íslenska ríkisins, sem eru fulltrúar íslensku stjómar- innar erlendis og eiga að framfylgja stefnu hennar, eiga að sjálfsögðu ekki að hafa afskipti af stjómmál- um,“ sagði Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra þegar hann var spurður um ummæh Alberts Guðmundssonar vegna inngöngu Borgaraflokksins í ríkisstjómina. Utanríkisráðherra taldi þau óviðeig- andi en sagðist ekkert geta sagt til um um hvort Albert yrði ávítaður. „Ég er ekki að tjá mig um störf rík- isstjómarinnar né störf Jóns Bald- vins Hannibalssonar heldur er ég að tjá mig um hluta af minni ævi sem hefur fengið „tragedískan" endir. Ég er sammála ráðherra um hlutleysis- skyldu embættismanna utanríkis- þjónustunnar," sagði Albert Guð- mundsson um leið og hann tók fram að ummæU hans væm engan vegin sambærileg við ummæU Hannesar Jónssonar heimasendiherra. - En telur Albert að innganga Borgaraflokksins í þessa ríkisstjórn hafi áhrif á endurkomu hans í ís- lensk stjómmál? „Það er nú of snemmt að ræða um að ég sé að koma tfl baka en því er ekki að leyna að ýmsir aðflar hafa talað við mig um slíkt síðan ég fór út,“ sagði Albert. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.