Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1989, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1989. Uflönd Lögregla saurgar kirkju Desmond Tutu, erkibiskup í Suð- ur-Afríku, hefur sakað lögregluna um að saurga dómkirkju í Höföaborg þegar hún réðst til atlögu gegn mannfjölda sem þar var saman kom- inn og beitti hann svipum. Fólkið var að mótmæla því að blökkumenn fá ekki að taka þátt í kosningum sem fram fara í landinu á morgun. Tutu, sem var settur í varöhald stutta stund í annað skipti á einni viku, sagðist mundu endurvígja kirkjuna í dag. Vitni sögðu að óeirða- lögregla heföi umkringt dómkirkj- una og meþódistakirkju í næsta ná- grenni til að koma í veg fyrir mót- mælafund gegn kynþáttaaðskilnað- arstefnu stjómvaida. „Þetta eru sönn hryðjuverk. Of- beldi gegn óvopnuðum borgurum er einkenni hryðjuverka. Vopnaðar ör- yggissveitir komu inn á bænastað þar sem talaö er um friö og guö er tilbeðinn,“ sagði Tutu á fundi með fréttamönnum í gærkvöldi. Fyrr um daginn höfðu svipusveifl- andi lögreglumenn elt vegfarendur í heilan klukkuíma áður en fundurinn átti aö byrja í meþódistakirkjunni. Fundurinn hafði verið bannaöur undir neyðarlögunum en hæstirétt- ur leyfði hann þó á síðustu stundu. Andófspresturihn Allan Boesak kom að kirkjunni en var umsvifalaust hent upp í lögreglubíl. Mótmælaaðgerðir fóru víða fram í Suður-Afríku í gær, m.a. í blökku- mannabænum Soweto utan viö Jó- hannesarborg, og í Durban dreifði lögreglan stúdentum með vatns- slöngum og táragasi. Kosið verður til þriggja deilda suð- ur-afríska þingsins á morgun, deilda hvítra, litaðra og íbúa af asískum uppruna. Tvö stærstu verkalýðsfélög landsins hafa hvatt félaga sína til að vera heima til að mótmæla kosning- unum, sem búist er við að Þjóðar- flokkurinn vinni einu sinni enn. Hópur manna kom saman fyrir utan ráðhús Jóhannesarborgar til að mótmæla síðasta kosningafundi F.W. de Klerk, starfandi forseta. Lögregl- an skipaði mannfjöldanum að hafa sig á brott og gerði hann það á frið- samleganhátt. Reuter Andófsmenn mótmæla fyrir utan fund F.W. de Klerks, starfandi forseta Suður-Afríku, í Jóhannesarborg. Símamynd Reuter BILAHOLLIN FUNAHÖFÐA 1 — SÍMI 672277 M. Benz 190 E ’84, grár, bein- skiptur, ABS, centrall. V. 1.050.000. Skipti ath. BMW 316 '88, rauður, sóllúga, centrall., ek. 27.000 km. V. 950.000. Skipti ath. Toyota Corolla GTI ’88, svartur, 2]a dyra, ek. 48.000 km. V. 960.000. Skipti ath. M. Benz 280 SE '83, grár, ek. 111.000, centrall., ABS, sjálfskipt- ur, sóllúga, skipti ATH. V. 1.350.000. Opiðfrá kl. 10-19 alla daga nema sunnudaga. Á mjóu slitlagi (einbreiöu) þurfa báöir bílstjórarnir aö hafa hægri hjól fyrir utan slitlagið við a;. mætingar. *.:. cí’ Tala látinna orðin 139 Ungur Kúbverji leitar að líkum i braki flugvélarinnar sem fórst i Havana í fyrrakvöld. Símamynd Reuter Tala látinna í versta flugslysi Kúbu er nú komin upp í að minnsta kösti 139. Yfirvöld skýrðu frá því í gær að 14 íbúar þorps í nágrenni flugvallar- ins við Havana hefðu farist þegar farþegaþota af gerðinni Ilyushin-62 skall niður á heimili þeirra. Flugvéhn hrapaði aðeins nokkrum andartökum eftir flugtak á sunnu- dagskvöld. Um borð voru 126 manns, þar af 113 ítalskir feröamenn á leið heim úr fríi. Aðeins einn þeirra komst lífs af. Hann liggur nú lífs- hættulega slasaður á sjúkrahúsi í Havana. Aðeins hefur tekist að bera kennsl á tólf ítölsku ferðamannanna en yfir- völd segja að ítalskir sérfræðingar séu á leið til Kúbu til aðstoðar við að bera kennsl á líkin. Vitni segja að flugvélin, sem var á leiö til Malpensa, nærri Mílanó, virð- ist hafa rekist á grindverk þegar hún var að reyna að hefja sig til flugs. Eldsneytisgeymar hennar sprungu og eldtungur risu upp í loftiö. Alls eyðilögðust 33 heimili í þorpinu þar sem vélin kom niður. Auk þorps- búanna fjórtán, sem létust, stórslös- uðust 26 og þriggja er saknað. Kúbanska stjórnin sendi flugvél eftir ættingjum hinna látnu og fer hún frá Ítalíu í dag. Björgunarsveitir í Brasilíu halda í dag áfram leit sinni að farþegaþotu með 54 farþega um borð sem týndist yfir Amasónsvæðinu á sunnudag. Reuter Hagen fúll og reiður Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló: Formaður Framfaraflokksins, Carl I. Hagen, fær ekki sérlega háar einkunnir fyrir frammistöðu sína í norska sjónvarpinu í gær. Lögreglan í Osló mætti liösterk á staðinn ef til mótmæla skyldi koma þegar Hagen átti að sitja fyrir svörum fyrir flokk sinn. Venjulega er Hagen sá stjómmála- maður sem stendur sig langbest í fjölmiðlum, ekki síst í sjónvarpi. En í gær var hann bæði fúll og reiður. Hann ásakaöi stjórnendur þáttarins fyrir hlutdrægni og vændi annan þeirra um heimsku. Hagen álítur að ríkissjónvarpið sé einokunarfjölmið- ill Verkamannaflokksins. Hann sagði að alhr þeir sem vildu kasta skít að Framfaraflokknum væru vel- komnir í verkamannasjónvarpið en sjálfur fengi hann aldrei aö koma fram sínum málefnum. Carl I. Hagen gerir sér grein fyrir því að hin ótrúlega þróun hefur stöðvast. Flokkur hans er hættur að stækka. Og fram að kosningum ætlar Hagen að einbeita sér að því að halda þeim stuðningi sem hann nú hefur, trúlega á mihi 15 og 16 prósent. En hann segist líta svo á að fái hann stuöning 10 prósent kjósenda eða meira sé það stórsigur fyrir flokkinn. Nú, þegar líða tekur á kosning- abaráttuna, eru þyngri og alvarlegri málefni ofarlega á baugi. í gær var Carl I. Hagen meðal annars yfir- heyrður um nýtt skipulag lífeyris- sjóða og um skólamál. Uppáhalds- málefni Hagens, skattalækkanir, einkasjúkrahús og sníkjudýrin á þjóöfélaginu, voru lítið rædd. í upphafi kosningabaráttunnar, þegar Carl I. Hagen komst hæst í skoðanakönnunum, snerist umræð- an mest um einstök og einfold atriði, svo sem flóttamenn og lata unglinga og hvort einstæöar mæöur nenntu að vinna eða ekki. Vinsældir Hagens jukust til mikiha muna á þessu tíma- bili en nú virðist sem áhuginn fyrir þessum atriðum hafi dvínað. Kosningafræðingar telja að Carl I. Hagen vanti lausnir á þeim málum sem kjósendur eru mest uppteknir af, umhverfisvernd, atvinnuleysi og efnahagsvandanum. Norsku þingkosningarnar 1985 Hundraöshlutfall og þingsæti m s Hundraðshlutfall ■ Sós. vinstrifl. 5,5% M Verkamannafl. 40.8% □ Vinstri 3,1% E3 Miöjufl. 6,6% M Kristil. þjóöarfl. 8,3% □ Hægri 30,4% g Framfarafl. 3,7% Þingsæti DVJRJ Fylgi norsku þingflokkanna í skoðanakönnunum í sumar 35%, Sós. vinstrlfl. Vlnstrl Verkamannafl. Krlstil. þjó&arfl. Framfarafl. Mi&jufl. Hwgrl DVJRJ Þetta kökurit sýnir skipan á norska þinginu eftir kosningarnar 1985. Framfaraflokkurinn er nú hættur að stækka og fram að kosningum ætlar formaður hans, Carl I. Hagen, að einbeita sér að því aö halda þeim stuðn- ingi sem hann nú hefur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.