Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1989, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBEI^ 1989. 27 Fólk í fréttum Úlfar Thoroddsen Úlfar Thoroddsen, sveitarstjóri Patrekshrepps og framkvæmda- stjóri Hraðfrystihúss Patreksíjarð- ar, hefur verið í fréttum vegna vanda frystihússins og nauðungar- sölu á togurum þess. Úlfar er fæddur 17. júlí 1945 á Pat- reksfirði. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Laugarvatni árið 1965 og viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands 1971. Hann hefur verið sveitarstjóri Patrekshrepps frá árinu 1974 og kom þá úr starfi hjá Framkvæmdastofnun ríkisins. Hann varð framkvæmdastjóri frystihússins á þessu ári. Úlfar er sonur Braga Ó. Thorodd- sen, fyrrverandi vegaverkstjóra á Patreksflrði, f. 20. júní 1917, og konu hans, Þórdísar Haraldsdóttur, f. 26. júní 1920. Úlfar Thoroddsen kvæntist 8. júlí 1967 Helgu Bjarnadóttur, f. 19. júní 1947. Hún er dóttir Bjarna Hannes- sonar, fyrrum bónda á Litlu-Eyri við Bíldudal, og Vigdísar Finnbogadótt- ur,konuhans. Böm Úlfars og Helgu em Bjarni nemi, f. 19. aprO 1967; Bragi Þór nemi, f. 7. okt. 1971, ogÞorvaldur, f. 2. mars 1980. Bræður Úlfars eru Eiður, vega- verkstjóri á Patreksfirði; Erlingur, framkvæmdastjóri í Reykjavík, og Ólafur, kennari á Dalvík. Föðurætt Bragi Ó. Thoroddsen, faðir Úlfars, er sonur Ólafs Thoroddsen, bónda og skipstjóra í Vatnsdal við Patreks- flörð, og konu hans, Ólínu Andrés- dóttur. Ólafur var sonur Einars Thorodds- en, bónda og hreppstjóra á Látmm í Rauðasandshreppi og síðar í Vatnsdal, og Sigríöar Ólafsdóttur, Teitssonar frá Sviðnum á Breiða- firði. Einar var sonur Jóns Thoroddsen, bónda á Látrum, og Guðrúnar Arn- finndóttur. Jón var sonur Þórodds Þórðarsonar, kennara við Hóla- skóla og síðar bónda á Þóroddsstöð- um í Ólafsfiröi. Synir Þórodds tóku sér ættamafnið Thoroddsen. Annar sonur Þórodds var Þórður Thoroddsen, faðir Jóns Thoroddsen, skálds og sýslumanns, en frá honum er stór ættleggur Thoroddsena komin. Systir Guðrúnar, konu Jóns Thor- oddsen, bónda á Látrun og móður Einars í Vatnsdal, var Ingibjörg, kona Jóns Arasonar, bónda í Djúpadal. Hún var amma Björns Jónssonar ráðherra en sonur hans var Sveinn Bjömsson forseti. Bróðir Sigríðar Ólafsdóttur frá Sviðnum var Bergsveinn, langafi Jóhannesar Bergsveinssonar yfir- læknis. Móðir Sigríðar var Björg Eyjólfsdóttir, Einarssonar Eyjajarls en frá honum eru komnir Snæbjöm Jónassonvegamálastjóri.Hjálmar ' H. Ragnarsson tónskáld og bræð- urnir Snorri Hjartarson skáld og Torfi Hjartarson, fyrrverandi sátta- semjari. Systir Ólafs Thoroddsen, bónda og skipstjóra í Vatnsdal, var Guðrún, móðir Kristins Guðmundssonar, ut- anríkisráðhrra og sendiherra, og amma Tómasar Karlssonar sendi- herra. Móðurætt Þórdís Haraldsdóttir, móðir Úlfars, er dóttir Haraldar Guðmundssonar, bónda, oddvita og kennara á Skeggjastöðum í Norður-Múlasýslu, og Þómnnar Bjargar Þórarinsdótt- urljósmóður. Haraldur, afi Úlfars, var sonur Guð- mundar, húsmanns á Starrastöðum í Skagafirði, Guðmundssonar og konu hans, Hansínu Elíasdóttur, Halldórssonar bónda á Rófu í Mið- flrðiíHúnaþingi. Amma Þórunnar Bjargar, ömmu. Úlfars, var Guöríður Ámadótir, húsfreyja á Þorvaldsstöðum á Langanesströnd, dóttir Áma Gísla- sonar, bónda í Kverkártungu, Bjamasonar, bróður Þorsteins, Úlfar Thoroddsen. langafa Theodórs Lindal, föður Sig- urðar Líndal prófessors. Gísli Bjamason, bóndi í Kverkár- tungu, var sonur Bjama Þorsteins- sonar á Guðrúnarstöðum, sonar Guðnýjar Gísladóttur, bónda á Bringum, Bjömssonar, bónda á Tjömum í Eyjafirði, HaUgrímsson- ar. Systir Björns var Guðrún Hall- grímsdóttir, formóðir bræðranna Jóns og Páls Ólafssona, skálda og alþingismanna, Gunnars Gunnars- sonar rithöfundar og Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar. Hálfbróðir Þórunnar Bjargar, ömmu Úlfars, var Magnús Stefáns- son sem kunnur er undir skálda- nafninu Öm Amarson. Afmæli Hörður Vilhj álmsson Hörður Vilhjálmsson bifreiða- stjóri, Dvergbakka 8, Reykjavík, er sextugur í dag. Hörður fæddist í Reykjavík. Hann var vörubifreiðastjóri hjá Þrótti 1947-48, ók síðan hjá Alþýðubrauð- gerðinni um langt skeið og var jafn- framt og síðar leigubifreiðastjóri á Bifreiðastöðinni Bifröst 1951-59, á Hreyfli 1959-1970 og Vöruflutninga- bílstjóri frá 1970-73. Hörður hefur ekið á Sendibílastöðinni hf. frá 1973 ogekurþarenn. Kona hans er Kristín Pálmadóttir húsmóðir, f. í Snóksdal í Miðdölum í Dalasýslu 19.2.1930, dóttir Pálma Jónssonar bónda þar, sem er látinn, og eftirlifandi konu hans, Kristínar Eysteinsdóttur húsmóöur. Börn Harðar og Kristínar eru Guðlaug, f. 14.1.1951, húsmóðir, gift Guðlaugi Bjarnasyni, sjómanni og bifreiðastjóra, f. 5.9.1949, ogeigaþau þijá syni, Vilhjálm Hörð, Sigurð Bjarna og Kristinn Runólf; Pálmi Kristinn bifreiðastjóri, f. 22.6.1957, kvæntur Ingibjörgu Ásmundsdótt- ur, f. 14.6.1958, og eiga þau þrjú börn, Jóhann Daða, Svandísi Heiðu og Guðmund Bjarna; Jóhanna, f. 24.9.1959, gift Gísla Ólafssyni pípu- lagningamanni og forstjóra, f. 25.3. 1958, og eiga þau þrjú böm, Kristínu Ingunni, Sigríði Margréti og Stefán Pálma; Vilhjálmur, f. 9.6.1962, kvæntur Bám Svavarsdóttur, f. 7.9. 1965, og eiga þau þrjú börn, Hjalta Þór, Katrínu og Hörð Axel; Kristján Eysteinn, f. 24.2.1967, sendibílstjóri. Kona hans er Sjöfn Jónsdóttir, f. 3.11.1967, og eiga þau eina dóttur, Lindu Dögg. Hörður er elstur sex systina sem ölleruálífi. Foreldrar Harðar eru bæði látin en þau voru Vilhjálmur Þórarins- son, sjómaöur og síðar vörubifreiða- stjóri, f. 11.9.1897, og kona hans, Guðlaug Jónsdóttir húsmóðir, f. 17.9.1901. Vilhjálmur var sonur Þórarins, trésmiðs í Reykjavík, Jónssonar. Guölaug var dóttir Jóns Gíslason- ar sjómanns og konu hans, Margrét- ar Sigríðar Brynjólfsdóttur. Jón var sonur Gísla, b. í Eyvakoti á Eyrar- bakka, Jónssonar, borgara í Eyva- koti, Jónssonar „stromps", for- manns í Starkaðarhúsum og á Borg í Hraunhverfi, síðast í Eyvakoti, Jónssonar, beykis í Simbakoti, Jónssonar. Margrét var dóttir Brynjólfs, tré- smiðs í Simbakoti, Vigfússonar, b. á Söndum í Meðallandi, Jónssonar, b. á Söndum, Brynjólfssonar, prests í Langholti í Meðailandi, Ámason- ar, b. á Smyrlabjörgum, Brynjólfs- sonar, prests á Kálfafellsstað, Guð- mundssonar. Móðir Margrétar var Þóra, hús- móðir í Simbakoti, Sveinsdóttir, b. í Simbakoti, og konu hans, Margrét- ar Jónsdóttur, b. á Borg í Hraun- hverfi, Egilssonar, b. í Hrútsstaða- hjáleigu í Flóa, Jónssonar, b. þar, Þórarinssonar, hreppstjóra á Hær- ingsstöðum, Sigurðssonar, b. á Hörður Vilhjálmsson. Trausthólma, ívarssonar. Móðir Margrétar og kona Jóns var Ingunn Jónsdóttir, b. og skipasmiös á Asgautsstöðum og í Óseyramesi, Snorrasonar. Sveinn, faðir Þóm, var sonur Ara, b. 1 Simbakoti og formanns í Þor- lákshöfn, Magnússonar, b. ogfor- manns í Mundakoti á Eyrarbakka, Arasonar, ráðsmanns á Lambastöð- um og síðar b. í Neistakoti á Eyrar- bakka, Jónssonar, b. á Eystri-Rauð- arhól og á Grjótlæk í Stokkseyrar- hreppi, Bergssonar, b. og hrepp- stjóra í Brattsholti, Sturlaugssonar, ættíoður Bergsættarinnar. Hörður og Kristín ætla aö taka á móti gestum laugardaginn 9.9. að heimili sínu, Dvergbakka 8, eftir klukkan 16. Til hamingju með afmælið 5. september 85 ára Tómas Jónsson, Hrafnistu, Reykjavík. 75 ára Minna Elísa Bang, Aðalgötu 19, Sauðárkróki. 70 ára Hulda Óskarsdóttir, Dyngjuvegi 16, Ólafsfirði. 60 ára Stella Helgadóttir, Norðurgötu 30, Sandgerði. Sigurást Siguijónsdóttir, Álfheimum 68, Reykjavík. Inga Guðmundsdóttir, Keldulandi 11, Reykjavik. Sigurður Ólafsson, Grettisgötu 52, Reykjavík. 50 ára Sigríður A. Jónsdóttir, Sigtúni 27, Reykjavík. Katrin Ólafsdóttir, Skálanesi 2, Gufudalssveit. Jón Bergmann Júliusson, Nónvörðu 5, Keflavík. Sigurrós Magnea Jónsdóttir, Kolbeinsá 2, Bæjarhreppi. Halldóra Karvelsdóttir, Möðrufelli 3, Reykjavík. 40 ára Jóhann Tómasson, Litlagerði 4, Reykjavík. Sigurlaug Magnúsdóttir, Gmndarstíg 14, Sauöárkróki. Ólafur Óskarsson, Dalbraut 25, Akranesi. Inga Númadóttir, Drápuhlíð 28, Reykjavík. Guðrún Ingólfsdóttir, Tryggvagötu 14, Selfossi. Sigurður Valgeirsson, NorðurvöUum 4, Keflavik. Gilbert Ólafur Guðjónsson, Víðihvammi 25, Kópavogi. Þóra Þórhallsdóttir, Háaleiti 37, Keflavík. Tilmæli til afmælisbarna Blaöiö hvetur afmælis böm og aöstand- endur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfs- sögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast 1 síöasta lagi þremur dögum fyrir af- mæbö. Munið að senda okkur myndir Guðlaugur Bjamason Guðlaugur Bjamason, sjómaður og sendibflstjóri, TunguseU 6, Reykjavík, er fertugur í dag. Guðlaugur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann stundaði um skeið nám við Vélskóla íslands og lauk þar H. stigs prófi 1985. Guðlaugur starfaði um skeið hjá Sláturfélagi Suðurlands á unglings- árunum og var síðar starfsmaður í Málningarverksmiðjunni Hörpu í nokkur ár. Þá starfaði hann í Jám- smiðju Jóns Ólafssonar í Reykjavík en fór til sjós 1975 og stundaði sjó- mennsku í ellefu ár, lengst af sem vélstjóri á fiskihátnum Guðrúnu GK 37. Eftir að Guðlaugur kom í land var hann vélstjóri í íshúsi í Hafnar- firði um skeið en hóf síðan akstur á Sendibílastöðinni þar sem hann keyrirenn. Kona Guðlaugs er Guðlaug Harð- ardóttir húsmóðir, f. 14.1.1951, dótt- ir Harðar Vilhjálmssonar, sendibíl- stjóra í Reykjavík, og konu hans, Kristínar Pálmadóttur húsmóður, frá Snóksdal í Miðdölum. Guðlaugur og Guðlaug eiga þrjá syni. Þeir em Vilhjálmur Hörður, f. 19.9.1970, starfsmaöur hjá Slátur- félagi Suðurlands; Sigurður Bjami, f. 28.9.1974, nemi, og Kristinn Run- ólfur, f. 14.9.1987. Guðlaugur á fimm systkini á lífi en einn bróðir hans er látinn. Systk- ini hans em: Guðbjörg, húsmóðir í Bandaríkjunum, f. 24.9.1938; Sig- urður Runólfur, f. 19.2.1941, d. 22.9. 1959; Siguijón Skúli, starfsmaður í Straumsvík, búsettur í Hafnarfirði, f. 9.11.1943; Guðrún Brynhildur, húsmóðir í Bandaríkjunum, f. 5.8. 1945; Karolína Guðmunda, húsmóð- ir í Reykjavík og starfsmaður hjá Hans Petersen hf., f. 3.4.1956, og Sigrún, húsmóðir í Reykjavík, f. 14.10.1960. Foreldrar Guðlaugs em Bjami Sigurðsson, fyrrv. skipstjóri, f. 1911, og kona hans, Svanhvít Svala Krist- björnsdóttir húsmóðir, f. 1918. Bjami var sonur Sigurðar, skip- stjóri á kútter Geir frá Hafnarfirði, Þórðarsonar, b. að Eyjahóli í Kjós, Ingjaldssonar, b. að Eyjum, In- gjaldssonar. Móðir Sigurðar var Margrét Sigurðardóttr. Móðir Bjarna var Karolína M.S. Runólfsdóttir, í Pálsbæ í Reykjavík, hálfbróður þeirra systra, Karitasar er átti Ólaf Pétursson steinsmið og útgerðarmann í Reykjavik, Rann- yeigar er átti Sigurð Hjaltested þak- arameistara, og Ingibjargar er átti Sigurð Pétursson, skipstjóra á Gull- fossi, föður Péturs, forstjóra Land- helgisgæslunnar. Runóífur var son- ur Ölafs, útvegsbónda í Mýrar- húsum á Seltjamamesi, Guð- mundssonar og fyrri konu hans Karitasar Runólfsdóttur frá Saurbæ áKjalamesi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.