Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1989, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1989. 25 Lífestm Bækur fyrir 27 þúsund - notaðar 40% ódýrari Nýnemi í menntaskóla þarf aö kaupa hámsbækur fyrir um 27 þús- und krónur ef allar bækurnar eru keyptar nýjar. Hægt er aö draga verulega úr þessum kostnaði meö því aö versla á skiptibókamörkuðum bókaverslana. Þar fást notaðar bæk- ur með 40% afslætti. Sá sem fær all- ar bækur sem hann þarf á slíkum kjörum þarf því að greiða tæpar 17.000 krónur fyrir allan pakkann. Að sögn starfsfólks bókaverslana er algengt aö nemendur kaupi bækur fyrir um 15.000 krónur í fyrstu at- rennu. Að sögn Karl Kristjánssonar má reikna með að um 4.000 nemend- ur hefji nám í framhaldsskólum á landinu á þessu hausti en mjög góð aðsókn hefur verið að framhalds- skólum. Skiptibókamarkaðir með skólabækur eru starfræktir í Penn- ánum í Austurstræti og Hallarmúla og í Bókabúð Braga við Hlemm. Þar geta nemendur lagt inn eldri bækur og látið verö þeirra ganga upp í nýjar. Sé gert ráð fyrir að hver nýnemi kaupi bækur fyrir um 17.000 hið minnsta þá eru samtals útgjöld þeirra vegna bókakaupa um 70 millj- ónir. Það þýðir að hið opinbera fær í sinn hlut í formi söluskatts um 17 milljónir frá nýnemum eingöngu. Ef reiknað er með hámarksútgjöldum á hvern nýnema eða 27.000 krónum á mann verða heildarútgjöld þeirra 108 milljónir og hlutur ríkisins af þeirri upphæð um 27 milljónir. -Pá Nýnemar í framhaldsskólum spara fé með því að kaupa notaðar skólabækur. Hver nemandi eyðir þrátt fyrir það um 17.000 krónum til bókakaupa. DV-mynd GVA Endurvinnsla einnota umbúða: 4 milljónir frá upphafi Vélar eins og þessi eru nú komnar upp í ellefu verslunum á höfuðborgar- svæðinu. Þær taka við dósum og gefa í staðinn kvittun sem gildir sem inn- leggsnóta. Endurvinnslan hefur tekið við 4 milljónum einnota umbúða frá því að mót- taka hófst í byrjun ágúst. Sanitas verður Sana Efiiagerö Sanitas mun framvegis tómatsósu, léttar idýfur, þrár teg- framleiða allar efnagerðarvörur undir af sultu, remólaði, sinnep, sínar undir vörumerkinu Sana. saftblöndu, ávaxtaþykkni og edik. Meðal framleiösluvara má nefna -Pá „Við höfum tekiö við fjórum millj- ónum umbúða frá upphafi en það eru ekki öll kurl komin til grafar utan af landi.“ sagði Gunnar Bragason, framkvæmdastjóri Endurvinnslunn- ar. Nú er verið að færa móttöku ein- nota umbúða inn í verslanir og sölu- staði. Settar hafa verið upp vélar sem taka við dósum á 11 stöðum í Reykja- vík og 9 stöðum á landsbyggðinni. Móttökustöðvum Endurvinnslunnar h/f í Breiðholti og Kópavogi hefur því verið lokaö og verður fljótlega lokað í Vesturbæ og Hafnarfirði. Vélamar, sem settar hafa verið upp í verslunum, taka við heilum dósum en beyglaöar dósir verður fólk að losa sig við í Dugguvogi 2 þar sem Endurvinnslan er til húsa og verður áfram. Vélamar skila úr sér kvittun fyrir fjölda dósa og kvittunin gildir sem innleggsnóta í viðkomandi verslun. Ekki er hægt að fá peninga fyrir dósimar í verslunum sem hafa sett upp vélar. Endurvinnslan selur áldósimar áfreun til Hringrásar h/f sem selur áhð áfram til Hollands og Svíþjóðar. Endurvinnslan hefur tekið við um- búðum fyrir um 20 milljónir til þessa. Fyrirtækiö þarf því að fá um 300 krónur fyrir kílóið af áldósum til að skila hagnaði. 55 dósir þarf að meðal- tah í kílóið. Leitað er leiða til þess að koma plasti og gleri í frekari vinnslu en enn sem komið er er einungis tekið við þeim hjá Endurvinnslunni h/f þó ein- hveijar verslanir hyggist hefja mót- töku glers og plasts fljótlega. „Þetta hefur mælst vel fyrir og við tökum við um 2.000 dósum á dag,“ sagði Þórður Sigurðsson, verslunar- sfjóri í Miklagarði viö Sund, í sam- tali við DV. Vélamar, sem taka við dósunum, eru norskar og kosta um 400 þúsund krónur hver. Þegar mót- taka dósa hófst kynnti íslenskur upp- finningamaður, Sigurður Kristjáns- son, vél sem hann hafði smíðað til þess aö krumpa dósir. Sú vél þykir ekki enn nógu góð, aö sögn Gunnars Bragasonar hjá Endurvinnslunni. -Pá . Verslunin Austurstræ Mikligarður /•Hsnaevarsvide* Mikligarður Bónus Bónust®j riikligarður Kaupstaðui Bræðraborgi#. mmi DU JRJ 'é'í Kaupstaðu Þessir taka yið dósum: Á eftirtöldum stöðum hafa verið settar upp vélar sem taka við heilum dósum: Mikhgarður við Sund, Mikh- garður viö Hringbraut, Mikhgarður við Engihjaha, Kaupstaður í Mjódd, Kaupstaður, Eddufelh, Miðvangur, Hafnarfirði, Bónus, Skútuvogi, Bón- us, Faxafeni, Verslunin Austurstræti 17, Sölutuminn Bræðraborg við Hamraborg í Kópavogi og Snævars- vídeó, Höfðatúni 2. Úti á landi taka eftirtaldir staðir við dósum: Skagaver, Miðbæ 3, Akra- nesi, Söluskáh KASK, Höfn í Homa- firði, Matvöruvarkaður OLÍS, Hveragerði, Vöruhús Kaupfélags Ámesinga, Selfossi, Kaupfélag Vest- mannaeyja, Verslun Goðahrauni 1, Vestmaxmaeyjum, Verslunin Bára, Grindavík, Verslunin Veiðibær, SandgerðiogSamkaupKeflavík. -Pá Neytendur BÍLASALAN HYRJARHÖFÐA 4 - SÍMI 673000 Saab 9000 turbo '88 Mazda 626 GLX ’68 m/öliu Ford Sierra 1600 Lacer '87, 5 gira, sóilúga, rafm. i rúð- um, centrait. Dodge Aries station ’87 og '88 Benz 420 SE ’86 og ’87. s. 673000 Brosið breikkar i betri bíl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.