Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1989, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1989. 15 Að verja sérfræðin Öll heyrum við annað veifið sprenglærða fræðinga, stjómmála- menn og jafnvel fleiri tala þannig um ýmislegt það sem skiptir okkur máli að við skiljum hvorki upp né niður. Óskiijanlegar skýringar á ei'nfoldum hlutum eru oft kallaðar stofnanamál en það mim hafa ver- ið, eftir því sem sögur herma, fund- ið upp af embættismönnum í því skyni að villa um fyrir yfirmönn- um sínum og almenningi. Enginn gerir það með glöðu geði að viðurkenna að hann skilji ekki það sem honum er sagt að sé venju- legt mælt mál og fáir yfirmenn eru tilbúnir til þess að viðurkenna að það sem undirmenn þeirra kalla mælt mál sé þeim óskiljanlegt. Ýmsar stéttir gera sér líka far um að hafa sitt sérstaka fagmál og er þaö gjarna talið því betra þeim mun erfiðara sem er fyrir utanaðkom- andi að skilja það. - Menn nota sem sagt oft svokallað fagmál eins og þeir haldi að með því geti þeir lyft sér upp úr meðalmennskunni og séu ekki lengur eins ög fávís fjöld- inn. Tungumál viðskiptalífsins Þegar ég var í skóla að læra það sem kallað var bókfærsla var okk- ur gerð grein fyrir því að höfuðstól væri gott að eiga og að hann stækk- aði eða minnkaði eftir gengi fyrir- tækisins. Mér skilst að nú sé ekki lengur til neitt sem heitir höfuð- stóll og að í staðinn sé komið heitið „eigið fé“. KjaUaiinn Guðmundur Axelsson grunnskólakennari Sumir kalla þá sem þeir kaupa vörur af ekki lengur viðskipta- menn heldur heita þeir „birgj- ar“. Ég er búinn að komast að því fyr- ir víst að þetta er ekki vitlaus fleir- tala sémafnsins Birgir, eins og ég hélt fyrst, og er auk þess ekki held- ur notað sem skrýtla. Neikvæð fjármunamyndun er orð sem oft hefur heyrst í fréttum og þá offást notað af sama mannin- um; Ég held að þetta orð hafi verið fundið upp í einhvers konar tepm- skaparkasti af mönnum sem ekki geta hugsað sér að nota orðið tap. Eigi fólk peninga, sem það vill ávaxta, fer það gjama til fyrirtækja sem sjá um ávöxtun fjár öðmvísi en með því að leggja það á bankabækur. Eitt af því sem hægt er að kaupa em hlutabréf. Þegar farið er að skýra út fyrir væntan- legum kaupanda er honum sagt til dæmis eitthvað á þetta leið: „Þetta er mjög hagstætt því að bréfin selj- ast fyrir tvöfalt nafnverð en „innra virði" fyrirtækisins er tvöfalt meira.“ Auðvitað dettur engum manni með snefil af sjálfsvirðingu í hug að fara að spyija hvað innra virði sé og opinbera þar með fávisku sína enda em svona upplýsingar gjam- an gefnar þannig að engum dylst að allir þeir sem eru ekki hreinlega vangefiúr eða því sem næst vita þetta. „Ég hélt í einfeldni minni að annað- hvort ávaxtaði maður peningana sína eða ekki.“ Fjármagnskostnaður Áður fyrr var það svo að þeir sem fengu peninga að láni greiddu fyrir það vexti. Nú höfum við miklu fínna orð yfir þetta sem er „fjár- magnsgjöld" eöa „fjármagnskostn- aður“. Nú fer enginn á hausinn vegna þess að hann hefur verið svo fákænn að taka meira fé að láni en hann gat staðið við að borga vexti af. Öðra nær. Menn verða einfald- lega fyrir því óláni að þurfa að búa við svo ógnvænlegan fjármagns- kostnað að reksturinn hreinlega getur ekki borið hann og svo virð- ist sem hann komi mönnum alltaf jafnmikið á óvart og okkur er í fullri vinsemd bent á að þessir sömu memi rækju ekki fyrirtækin sín með tapi ef þetta fyrirbæri, sem manni skilst stundum að komi rekstrinum bara alls ekkert við, væri ekki að flækjast þarna. Ávöxtun og raunávöxtun em orð sem sjást víða í þeim bókmenntum sem peningastofnanir senda frá sér. Eg hélt í einfeldni minni að annaðhvort ávaxtaði maður pen- ingana sína eða ekki. Þessar sömu stofnanir tala gjarna um að rýmun fjármuna orsakist af því sem þær kalla neikvæða vexti. - Er þetta ekki svona svipað og aö tala um dauðan mann og annan dauðari? Guðmundur Axelsson „Óskiljanlegar skýringar á einföldum hlutum eru oft kallaðar stofnana- mál,“ segir greinarhöfundur. Aðskilnaður ríkis og kirkju: Leið til sparnaðar Hversu oft höfum viö ekki opnað blöðin og séð fyrirsagnir þess efnis að íslendingar hafi gengið of langt í eyðslu, fjárfestingu eða að þeir „hafi reist sér hurðarás um öxl,“ eins og Steingrímur Hermaimsson forsætisráðherra orðaði það um daginn? Hversu blindir eru stjórnmála- menn á leiðir til spamaðar þegar þeir sjá ekki þá leið sem er beint af augum? Sú leið er stórt skref til takmarks flestra ríkisstjóma, hún hentar bæði hægri mönnum og vinstri, að minnka útgjöld án þess aö það bitni á þegnum þjóðfélags- ins. - Ég er að tala um aöskilnað ríkis og kirkju. Sjálfsagður valkostur Já, það er löngu kominn tími til að stíga skrefið til íulls. Aö hika er sóun á fjármunum almennings sem hefur það varla af að kaupa í matinn. Á sama tíma og fólk þarf að hugsa sig um tvisvar áður en það leyfir sér að eignast börn (sem geta verið meiri „sáluhjálp" en all- ar kirkjur) eða á sama tíma og það telst ævilangt verkefni að eignast þak yfir höfuðið, hefur okkar smáa þjóðfelag ekki efni á að halda uppi þeirri áróðursmaskínu sem kirkj- an er- Við getum hvorki né viljum hafa slíka peningahít í þjóðfélagi okkar sem, eins og áður sagði, er nógu fátækt fyrir. Þeir sem halda því fram að' hús með krossum séu nauðsynleg lýðn- um geta sjálfir séð um að borga prestum kaup og reisa þeim hallir. Prestar geta eftir sem áður tekið við fjárfúlgum úr vasa sauða sinna fyrir skím, greftmn og allt þar á KjaUarinn Helgi Hauksson nemi milli, svo framarlega sem viðkom- andi kærir sig um. Að sjálfsögðu á að vera valkostur milli borgaralegra og trúarlegra athafna, svo sem ferminga, giftinga o.s.frv. - Það er mannréttindamál að geta fæðst, lifað og dáið án þess að kirkjan sé sífellt 1 vösum fólks í leit aö silfri. Ef gamla lögmálið um framboð og eftirspum er enn í fullu gildi þá yrði þess ekki langt að bíða að ódýrar giftingar og tilboðsútsölu- fermingar birtust í smáauglýsinga- dálkum dagblaða. Máttur frjálsrar samkeppni þvingaöi presta til að spara við sig og minnka gullkrossa- og málverkakaup svo að einungis eyðslufrekir, óþarfir og óvinsæhr biskupar og prestar kæmust í Lög- birtingablaðið. Annars ættu áróðursmeistarar heilags anda ekki að þurfa að kvarta þar sem þeir halda því stíft fram að kirkjusókn sé bæði mikil og góð. Já, og svo er fólk farið að gifta sig meira en áður, það held ég nú! Reyndar hefur giftingum fækkað um þriðjung frá árinu 1974 en það stöðvar ekki lofsöng frétta- fulltrúa þjóðkirkjunnar um sína stofnuri - og það gera tómar kirkjur ekki heldur. Ekki nokkur eftirsjá Það er svo alltaf álitamál hvort kristnir menn nái verra eða betra sambandi við sinn guð í ríkisrek- inni kirkju eða í einhveiju guðs- húsi í einkaeign. En í mínu ung- dæmi þótti kvöldbæn við rúm- stokkinn vera bæði einlægari og fegurri en nokkur sú þula sem ein- hver prestur gat sungið á fullu kaupi yfir fólki sem mætti til kirkju meira af skyldurækni en trú.. Blóðug er saga kirkjunnar og hefur orðið þess valdandi að heim- urinn er mörgum öldum „á eftir áætlun“ í þekkingu og siöferði. Ég vil benda fólki á að náungakærleik- urinn er eldri en Jesú Kristur, öfugt við það sem sjálfskipaðir full- trúar Guðs halda fram í sínu óupp- lýsta biblíumyrkri. Stjamfræði, landafræði, læknis- fræði, efnafræði, sálarfræði og jafnvel veðurfræði hafa orðið illa fyrir barðinu á páfum og prestum í gegnum aldirnar þó svo að það komi aldrei fram í kristinfræði- kennslu grunnskólanna. Allir ættu að kynna sér hvaö náttúrufræðing- urinn Charles Darwin þurfti að ganga í gegnum kirkjunnar vegna eftir að hann lagði fram árangur 30 ára rannsókna sinna. Mér er þó skylt að geta þess að Darwin slapp betur en margir for- verar hans, Darwin var ekki brenndur á báli. Það er ekki nokkur eftirsjá í því þótt kirkjum fjölgi ekki héðan af - hingað og ekki legnra. Það er dýrt að hafa fólk í vinnu og líklega gráta margir vinnuveit- endur á útborgunardögum. Þeirra eina huggun er sú að þeir fá eitt- hvað í staðinn. Þegar góður starfskraftur skilar sínu verki hefur oftast átt sér stað einhver verðmætasköpun. Þegar svo er ekki endar það með upp- sagnarbréfi. Kæm stýrimenn þjóð- arskútunnar, það er einn áhafnar- meðlimur sem ekkert gagn ger- ir... presturinn. Með fullri virðingu fyrir mönnum og guðum. Helgi Hauksson „Blóðug er sqga kirkjunnar", segir greinarhöfundur m.a. - Sú reynsla er enn til staðar t.d. á írlandi og krossar koma þar mjög við sögu. „Það er mannréttindamál að geta fæðst, lifað og dáið, án þess að kirkjan sé sífellt í vösum fólks í leit að silfri.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.