Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1989, Blaðsíða 28
•6801. MHMim’U? .6 HUOA'Tir’.:!' |, ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1989. Andlát Aðalsteinn Gíslason, Hábergi 5, and- aðist á heimili sínu sunnudaginn 3. september. Áslaug Elíasdóttir, Hjaltabakka 18, lést 1. september. útfórin fer fram frá Dómkirkjunni fóstudaginn 8. sept- ember kl. 13.30. Hanna E. G. Pálsdóttir, Grettisgötu 96, andaðist í Landspítalanum laug- ardaginn 2. september. Hanna Skagfiörð lést 2. september á hjúknmar- og umönnunarheimilinu Skjóh. Páll Kristinn Mariusson lést sunnu- daginn 3. september. Þóranna Rósa Sigurðardóttir, áður að Austurbrún 6, lést að kvöldi 3. september að Droplaugarstöðum. Sigurveig Pálsdóttir, frá Skógum í Reykjahverfi, lést á elh- og hjúkr- unarheimihnu Grund 3. september. Bryndís Þórarinsdóttir, Rauðalæk 36, lést í Landspítalanum 3. septemb- er. Hjörtur Viðar Hjartarson, Álfatúni 18, Kópavogi, lést í Borgarspítalan- um 3. september. Jón Ingimarsson, Vesturbrún 12, Reykjavík, lést laug- ardaginn 2. september. Jarðarfarir Árni Hinriksson frá Eskifirði, sem lést á Hrafnistu 22. ágúst, verður jarðsettur frá Fossvogskapellu mið- vikudaginn 6. september kl. 10.30. Stefán Ólafsson veitingamaður, Eini- mel 1, verður jarðsunginn frá Nes- kirkju miðvikudaginn 6. september kl. 13.30. Bergþóra Þorsteinsdóttir, Þingholts- braut 20, Kópavogi, sem lést í Lands- spítalanum mánudaginn 28. ágúst, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 5. september kl. 15.00. Esther Jóhannsdóttir, sem lést 2. september, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju funmtudaginn 7. september kl. 13.30. Daníel Þorkelsson málarameistari, Stigahhð 83, verður jarðsunginn miðvikudaginn 6. september kl. 13.30 frá Dómkirkjunni. Ragnþildur Ágústa Jónsdóttir, Grett- isgötu 6, sem lést 28. ágúst, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju hmmtudaginn 7. september kl. 13.30. Tilkyimingar Nefnd um skipulagða tannlæknaþjónustu Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Guðmundur Bjamason, hefur skipað netnd til að gera tillögur um skipulagða tannlæknaþjónustu. Nefndinni er jafn- framt ætlað að semja frumvarp til laga um ofangreint. í nefndina hafa verið skipaðir Guðjón Magnússon aðstoðar- landlæknir, Magnús R. Gíslason, yfir- tannlæknir í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu, og Ingimar Sigurðs- son, skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, sem jafn- framt er formaður nefndarinnar. Söngur á Fógetanum Hér á landi eru staddir tveir Englending- ar og munu þeir leika fyrir gesti Fógetans í kvöld, miðvikudagskvöld og funmtu- dagskvöld. Þeir leika á gitar, bassa munnhörpu og syngja. EfnisvaUð er fjöl- breytt; blús, gömul vinsæl lög og nokkuö af frumsömdu efhi. Um næstu helgi skemmta þeir á Vestfjörðum og leika síð- an í Reykjavík í næstu viku. Héðan halda þeir í tónleikaferð um Evrópu. ITC-deildin Irpa Fyrsti fundur ITC-deildarinnar Irpu, á þessum vetri, verður haldinn í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30, að Brautar- holti 30. Fundurinn er öllum opinn. Námskeið í Ijósmyndun Fyrirhugað er að efna til kvöldnámskeiðs í ljósmyndun fyrir áhugafólk í haust. Hefst námskeiðið þriðjudaginn 12. sept- ember og verður kennt á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum. Námskeiðið verð- ur haldiö í einni af ljósmyndastofum borgarinnar og verða leiðbeinendur at- vinnuljósmyndarar. Á námskeiðinu verður lögð megináhersla á Ijósmynda- tæki og meðferð þeirra en jafnframt fjall- að um filmu og pappír, ljós og lýsingu, mynduppbyggingu og fleira. Þátttaka á námskeiðinu verður takmörkuð. Nánari upplýsingar eru veittar í símum 680676 og 621533. Hjartans þakkir til allra fjœr og nœr sem glöddu mig meó gjöfum og blómum á áttatíu ára af- mœlisdaginn 29. ágúst sl. Guð blessiykkur öll. Sigurjón Ólafsson Austurgötu 19 Já... en ég nota nu^ yfirleitt beltið! UMFERÐAR RÁÐ Fréttir Rækta Þjóðverjar ís- landshestablendinga? Sá kvittur komst á kreik á Evrópu- móti eigenda íslenskra hesta í Dan- mörku í ágúst að stóðhesturinn Glampi frá Erbeldinger Hof, hestur eins sigurvegaranna, Söndru Suchtz- bach, væri ekki íslenskur hestur að öllu leyti heldur sé um blending að ræða. Sandra Schutzbach stóð sig mjög vel á Evrópumótinu, sigraöi í fjór- gangi, varð önnur í samanlögðum greinum og fimmta í hlýðnikeppni. Stóöhesturinn Glampi er rauður að ht, sonur Reyks og Sóleyjar frá Kana- stöðum og er í eigu Juttu Oeck. Kvitturinn varð að orðrómi cig hef- ur farið sem eldur í sinu um ísland. Sýnist sitt hveijum um þetta blend- ingsmál. íslendingar, sem voru á Evrópumótinu, skipast í tvo and- stæða hópa. Sumir telja mögulegt, og eru jafnvel sannfærðir um að Glampi sé blandaður en hinir telja að svo sé ekki. Sigurbjöm Bárðarson var einn keppenda íslenska landshðsins í hestaíþróttum á Evrópumótinu. Hann komst í úrsht í fjórgangi á Skelmi og keppti einmitt við Söndru Schutzbach á Glampa. Walter Feldman jr. og Sandra Schutzbach með Glampa. DV-mynd EJ „Tel mjög ólíklegt að Glampi sé blendingur“ „Ég tel mjög ólíklegt að Glampi sé blendingur," segir Sigurbjörn Bárð- arson. „í Þýskalandi er geysilega hörð samkeppni mhh knapa á ís- lenskum hestum. Þeir fylgjast svo grannt hver með öðmm að ekki væri hægt að fara leynt með blöndunarth- raunir á tveimur tegundum hesta. Ef þeir hefðu minnsta grun um að Sandra Schutzbach væri að keppa á blendingi væri það mál rannsakað niður í kjölinn. Þegar keppt er um sæti í landshði Þjóðverja er hver ein- staklingur ákveðinn í að komast inn í hðið og þeir sem komust ekki inn síðast hefðu strax gert athugasemdir viö þátttöku Söndru á Evrópumótinu ef minnsti grunur hefði verið með Glampa. Glampi er stór jálkur. Walter Feld- man hefur séð að hesturinn hefur gott fet, brokk og stökk, en hefur svo eytt geyshega miklum tíma í töltið sem er ekki eins opið. Með öhum hugsanlegum ráðum hefur hann kennt honum að tölta, hesturinn hef- ur eflst og þykknað á háls. Það er sannfæring mín að hesturinn hafi verið þjálfaður minnst tvo tíma á dag fimm daga vikunnar. Með shkri vinnu má ná fram ótrúlegum árangri enda byggist árangur flestra íþrótta- manna á æfingu sem skapar meistar- ann,“ segir Sigurbjöm. „Þjóðverjar á rangri braut í ræktunarmálum" „Hér heima eigum við slíka hesta, fleiri en einn og fleiri en tvo, en dett- ur ekki í hug að halda þeim gröðum th undaneldis. Þá skortir allt sem við sækjumst eftir. Þessi hestur undir- strikar vhlu Þjóðverja í kynbóta- ræktunarmálum sínum. Glampi er ekki eins stór og menn vhja vera láta. Það sem gerir stærð hans meira áberandi er að knapinn, Sandra Schutzbach, er mjög grönn. Það er ekkert óvenjulegt við sköpu- lag hestsins. Hann er stór og klunna- legur, en ekkert umfram það. Megum ekki vera tapsárir Ég tel að við séum á mjög var- hugaverðri braut að beina athygh okkar að þessum hesti á þennan máta. Það er ljóst að okkur íslending- um gekk ekki mjög vel á síðasta Evr- ópumóti og því er þetta óskemmtheg aðför að knapa sem vann sigur á okkur. Það htur út eins og að við séum tapsárir og séum að finna ein- hverja afsökun fyrir því að hafa ekki gengið betur,“ segir Sigurbjöm Bárðarson að lokum. Áður hefur verið rætt um blendinga á Evrópumóti Helgi Sigurðsson dýralæknir hefur farið á mörg Evrópumót í hesta- íþróttum. „Ég hef ekki þá trú að um blending sé að ræða,“ segir Helgi. „Reyndar er hægt að sanna það svo óyggjandi sé með rannsókn á eggja- hvítuefnum í blóðinu og DNA erfða- vísum hvort um ahslenskan hest er að ræða. Það er skylda að taka blóð- prufu úr öllum erlendum keppnis- hestum en slíkt er ekki gert hér á landi. Þaö er of dýrt ennþá að rann- saka blóð hér á íslandi og eru öll vafaatriði send th Svíþjóðar til rann- sóknar. Okkur vantar ákveðinn grunn fyrir íslenska stóðhesta svo aö hægt sé aö sanna og afsanna fað- emi trippa sem kennd eru ákveðnum stóðhestum. Hitt er það með hestinn Glampa aö ég hef tekið eftir því að margir þeirra íslensku keppnishesta, sem hafa verið seldir til útlanda, virðast hafa stækkað er ég sé þá á ný nokkr- um ámm síðar. Þeir eru jafnan hafð- ir faxprúðir og við það breytist útht- ið. Það er því ekki skrítið þótt fólki finnist margir erlendu keppnishes- tanna vera öðruvísi en þeir hestar sem koma beint frá íslandi. Slíkt mál hefur komið upp áður árið 1981 á Evrópumótinu í Noregi. Þá töldu hestamenn að skeiðhesturinn Blossi væri blendingur og var töluvert rætt um þaö mál þá án þess að nokkuð kæmi út úr þeim umræðum," segir Helgi Sigurðsson dýrédæknir að lok- um. -EJ Fjölmidlar Ráðhetra án ráðuneytis Sú var tiö, aö tíl var heilagt róm- verskt ríki, og lét háðfughnn Voita- ire svo um mælt, að þaö væri hvorki heilagt, rómverskt né ríki. Þá var ungverski aðmiráhnn Horthy fræg- ur fyrir rúmum fimmtíu árum, en hann var flotafomingi í landi, sem hvergi lá aö sjó, og einræöisherra í konungslausu konungsríki. Nú heyrast fréttir af einu hrófia- thdrinu enn. Thboði Steingríms, Jóns Baldvins og Ólafs til Borgara- flokksins um ráðherra án ráðuneyt- is hefur verið tekið. Engu máh virð- ist skipta á þeim bæ, að með því eru stjómarráðslögin beinlinis brotin, og varla veröur þeim breytt með bráðabirgðalögum. Ekki má raunar á milh sjá, hvorir eru verri, Þeir, sem hafa geð í sér th aö gera slíkt thboð, eöa hinir, sem þiggja það. Eitt er þó sennilega enn meira undrunarefni en blygðunarleysi þeirra manna, sem þar hafa setið að samningaboröi. Þaö er, hversu mjúkum tökum fréttamenn hafa tekið þá. Við sjáum þetta betur með því að gera snöggvast ráö fyrir þvi rökræðunnar vegna, aö Þorsteinn Pálssonheiöi gert eitthvað svipaö og Steingrímur Hermannsson, brot- iö lög og reglur tíl þess að bæta vig- stööu sína í stjórnmálum. Þá hefði áreiðanlega aht ætlaö um koll að keyra í vígjum félagsliyggjunnar, Rikisútvarpinu, Tímanum og Þjóö- vhjanum. Hannes Hólmsteinn Gissurarson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.