Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1989, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1989, Blaðsíða 32
F ^ — ■ » K— ■ ■ JF.%, Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. -JMNNMB Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálstfóháö dagblað ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1989. Landsbankaráöið: Tveirfréttuaf bankakaup- ” unum eftir á Tveir bankaráðsmenn Landsbank- ans, Lúðvík Jósefsson og Eyjólfur K. Sigurjónsson, fréttu ekki um kaup Landsbankans á hlut Sambandsins í Samvinnubankanum, fyrr en þau voru afstaðin síðastbðinn föstudag. Jafnframt voru bankastjórar Lands- bankans Valur Arnþórsson og Björg- vin Vilmundarson í fríi síðastliöinn föstudag þegar Sverrir Hermanns- son gekk frá kaupunum. Valur var úti í Danmörku og Björgvin norður í Eyjafirði. Þessir þrír eru aðal- bankastjórar Landsbankans. Pétur Sigurðsson, formaður bank- ^ aráðs Landsbankans, sagði við DV í morgun að hver einasti bankaráös- maður hefði vitað af samningavið- ræðum Landsbankans við Samband- ið um kaup á hlut þess í Samvinnu- bankanum. í bankaráði Landsbankans sitja sjálfstæöismennirnir Pétur Sigurðs- son og Jón Þorgilsson, sveitarstjóri á Hellu, framsóknarmaðurinn Krist- inn Finnbogason, alþýðubandalags- maðurinn Lúðvík Jósefsson og al- ■ þýðuflokksmaðurinn Eyjólfur K. mé Siguijónsson, löggiltur endurskoð- andi. Bankaráðið fundar á fimmtu- dag. -JGH Rændu karl og konu í Maöur og kona urðu fyrir árás tveggja manna í miðbæ Reykjavíkur. Árásarmennirnir rændu handtösku konunnar og seðlaveski mannsins. í töskunni var greiðslukort, ávís- anahefti og um 5000 krónur í periing- um. í veski mannsins var greiðslu- kort og þrjár ávisanir samtals að upphæð 146.600 krónur. Fólkið hlaut ekki alvarlega áverka. Árásarmennirnir eru ófundnir. Tahð eraðþeirséuumtvítugt. -sme Risapottur í lottóinu Allt stefnir í stóran vinning í lottó- inu því fyrsti vinningur hefur ekki gengiö út tvo síðustu laugardaga svo potturinn verður þrefaldur á laugar- dag. Síðast var fyrsti vinningur rúmar 4,6 milijónir. Slíkar upphæðir auka ávallt mjög sölu á lottómiðum þannig að óhætt er að reikna með 7-6 millj- ónum hið minnsta í fyrsta vinning á laugardaginn. -Pá Fiskiðjan og Norðursíld á Seyðisfírði gjaldþrota: ■■■ ■ ■ ■■■ leigja af þrotabúinu - um 120 manns misstu atvinnuna við gjaldþrotið í gær Forráðamenn Fiskvinnslunar hf. og NorðursíJdar á Seyðisfirði ósk- uðu þess í gær að fyrirtækin yrðu tekin til gjaldþrotaskipta, Skuld- imar voru 310 mihjónir króna 31. júh. Fundur var haldinn með starfs- fólki í gærmorgun og með trillusjó- mönnum i gærkvöldi Þar kynntu forráðamennimir stöðu fyrirtækj- anna. Ahri vinnu hefur verið hætt. 120 manns hafa misst atvinnuna en trfilusjómenn ísa fiskinn og geta þess vegna fiutt hann annað. Fyrir um einu ári keypti Fisk- vinnslan Norðursfid. Adólf Guð- mundsson framkvæmdastjóri segir að kaupin á Norðursíld hafi alls ekki fiýtt fyrir gjaldþroti fyrirtækj- anna. Sameining hafi aukið á hag- ræðingu í fiskvinnslunni. Nær sömu eigendur eru að Fisk- vinnslunni og Guhbergi hf. sem gerir út togarann GuUver. Adólf segir a&GuUberg hf. sé ekki í sömu erfiðleikum og hin fyrirtækin og engin hætta sé á að þeir missi tog- arann þó fiskvinnslufyrirtækin verði tekin tfi gjaldþrotaskipta. Samkvæmt heimildum DV hefur stjórn fyrirtækjanna mikinn áhuga á að leigja eignimar af þrotabúinu. i fyrra söltuðu fyrirtækin síld í 26 þúsund tunnur og frystu 1000 lestir. Stutt er í næstu sfidarvertíð og tahð er að sú staðreynd hafi veriö til þess aö óskað var gjald- þrots nú. Með þvi vinnist tími tfi að leigja eignimar og aðstöðuna af þrotabúinu, Adólf Guðmundsson sagöi að sljórn fyrirtækjanna heföi lengi beðið eftir svöram um aðstoð frá opirtberum sjóðum. ÖUum óskum þeirra var synjað. í sumar hafa fyrirtækin nær ein- göngu unnið fisk af trfilum. Togar- inn hefur mest siglt með aflann og er í söluferð nú. -sme Guðrún Helgadóttir, forseti Sameinaðs þings, heilsar hér, á Alþingi í morgun, Seigo Suzuki, fyrrum dómsmálaráð- herra Japans, en hann er formaður japanskrar þingmannasendinefndar. Sendinefndin dvelst hér í boði Alþingis fram á fimmtudag. DV-mynd BG í hægagangi Flugvirkjar hjá Landhelgisgæsl- unni hafa ákveðið að vinna í hæga- gangi, eftir að shtnaði upp úr samn- ingaviðræðum þeirra við samninga- nefnd fjármálaráðuneytisins í gær. Þá munu þeir hver fyrir sig senda forstjóra Landhelgissgæslunnar bréf á morgun, þar sem þeir óska eftir launalausu fríi í ár, frá og með 1. október. Þetta gera þeir tfi að þrýsta á um samninga. Kjaradeilu þeirra og ráðuneytisins hefur veriö vísað til ríkissáttasemjara. Flugvirkjar Landhelgisgæslunnar hafa hingað til samið á nótum þess samnings sem Flugvirkjafélag ís- lands hefur gert við Flugleiðir. Sam- kvæmt aðalkjarasamningi nam launahækkunin til félagsmanna 16%. Telja flugvirkjar Gæslunnar að þeir fái ekki þessa hækkun, þar sem ráðuneytið vilji rýra vaktasamning þeirra um 10-15%. -JSS Hratt niður Vatnsskarðið „Við náðum ansi góðum hraða nið- ur Vatnsskarðið þótt viö yrðum að hafa hemil á okkur til að lenda ekki einhvers staðar annars staðar en í Húnavatnssýslu,“ sagði Jóhann Pét- ur Sveinsson í samtalið við DV í 'morgun skömmu áður er hann og félagi hans, Valdimar Pétursson, renndu inn til Blönduóss í áheita- akstri Sjálfsbjargar. -GK LOKI Kannski Lottómenn fái fyrir einni hæð um helgina? Veðrið á morgun: Að mestu úrkomu- laust Á morgun verður hæg vestan- og norðvestanátt um vestanvert landið, annars staðar verður hægviðri. Smáskúrir viö suður- ströndina og suðvestanlands, úr- komulaust á öðrum stööum. Hit- inn verður 6-12 stig. q\B i L A S 7-<v ÞRðSTUR 68*50*60 VANIR MENN BÍLASPRAUTUN ÍLARÉTTINGAR • BILASPRAUTUN Almalun og btotUnlr. © RETTINGAR og hvera konar boddfviógaróir. B BILALÖKK og undirafnl. Blðnduó á •tafinum. Varmi Sími 44250

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.