Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1989, Blaðsíða 5
5 r V ilM' ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1989. DV Fréttir Nýbreytni Svía í launamálum opinberra starfsmanna: Afköstin látin ráða laununum - tími fastra taxtalauna og sjálfvirks frama sagður liðinn Ný launastefna sem snertir ríflega tvær miUjónir opiberra starfsmanna hefur veriö tekin upp í Svíþjóö. Sú stefna gengur einfaldlega út á að launað er eftir afköstinn og eftir- spum. Tilgangurinn er aö mynda samkeppni og láta duglegt starfsfólk finna aö frama- og launamöguleikar eru til jafns við þaö sem gerist á vinnumarkaði einkageirans. Auk þess er búist viö meiri nýtni, fram- leiðni og spamaöi fyrir ríkið til lengri tíma litið. Þessi nýja launastefna hefur í för meö sér aö um 600 þúsund sænskir ríkisstarfsmenn og um 800 þúsund starfsmenn bæjar- og sveitarfélaga semja einstakhngsbundiö um sín laun. Tími fastra taxtalauna og sjálf- virks starfsframa er sagður hðinn. Sænskur prófessor mun til dæmis fá laun í samræmi við hversu margar vísindagreinar hann sendir frá sér, hversu mikihi kennslu og leiöbein- ingu nemenda hann sinnir og í hversu mörgum nefndum og á hve mörgun málþingum hann starfar. Hjúkrunarfræöingur er launaður í samræmi viö þaö starfssvið sem hann sinnir og í samræmi við eftir- spum eftir hjúkrunarfræðingum á þvi sviði. Þannig gefa störf sem erfitt er að ráða hjúkrunarfræðinga í meira í aðra hönd. Skjótari frami - hærri laun Prófessor við Gautaborgarháskóla segir að þetta nýja kerfi hafi það í för með sér að duglegt fólk í opinbera geiranum fái skjótari frama og hærri laun en áður. Laun eftirspurðra starfshópa séu hækkuð. Sé þessu kerfi komið á th að markaðsöflin nái að virka á hinum opinbera vinnuark- aði. Þeir hópar sem hafa verið einna ánægðastir með þessar nýjungar í launamálum er fólk sem er með langt nám að baki og vinnur sjálfstætt. Þetta fólk hefur fengið meira í pyngj- una. Hins vegar sjá margir starfs- menn bæjar- og sveitarfélaga ekki sömu möguleika á hærri launum í nýja kerfinu. Afkastakerfið hefur nú þegar aukið á launamismun mihi faghópa þar sem atvinnuieysi er mikið og htið. Þannig getur munað um 30 þúsund krónum á launum manns sem vinn- ur starf sem margir sækjast eftir og þess sem vinnur starf sem fáir sækj- ast eftir eða erfitt er að ráða í. Samanlagt er þetta kerfi, enn sem komið er, dýrara fyrir ríkiskassann þar sem margir hafa hækkað í laun- um. Th langs tíma er þó áætlað að kerfið skhi sér í aukinni framleiðni og í því að opinberir starfsmenn flýja ekki í sama mæh í einkageirann og áður. Danir líka Danir munu vera að íhuga breyt- ingar í svipaða átt en ekki eins rót- tækar. Þetta fyrirkomulag mun vera þekkt í Bandaríkjunum og Bretlandi. í dag hafa ráðuneyti í Danmörku ' launasjóð sem þau geta ráðstafað, th dæmis th að ráða einhvem í stöðu sem ekki hefur þótt eförsóknarverð. Einnig er fé sem ætlað hefur verið th greiðslu yfirvinnu verið notað að hluta th að gera einstakiingsbundna launasamninga. Hefur lektor við danska verslunar- háskólann reyndar furðað sig á því að Danir skuli ekki hafa tekið ein- stakhngsbundna launasamninga upp í ríkari mæh í opinbera geiran- um. -hlh Haföminn á Akranesi: Vantar 500 tonn af f iski Garðar Guðjónssan, DV, Akranesi; „Okkur vantar 400-500 tonn th þess að geta haldið uppi vinnslu th árs- loka. Ég þori nú bara ekki að hugsa það th enda ef kvótinn verður enn skertur á næsta ári,“ sagði Guð- mundur Pálmason, forstjóri Hafam- ar á Akranesi, í samtah við DV. Guömundur sagði skip fyrirtækis- ins, Höföavík, eiga eftir um 1100 tonn af kvóta sínum og sagðist uggandi um hráefnisöflun Hafamar síðasta einn og hálfan mánuð ársins. „Þetta getur þó breyst mikið ef við náum einhverju magni af tegundum sem em utan kvóta,“ sagði Guð- mundur. „Ég hef trú á að við getum haldið uppi vinnslu út nóvember. Við lok- uðum húsinu í þijár vikur í sumar en það er spuming hvort við hefðum ekld átt að loka í fjórar vikur eða jafnvel fimm,“ sagði Stm-laugur Sturlaugsson, framleiðslustjóri hjá HB & Co. Að sögn Sturlaugs mega skip HB & Co ekki koma með meira en 100 tonn úr hverri veiðiferð. Þetta er gert th þess að stjóma veiðum vegna tak- markaðs kvóta en hefur það jafn- framt í för með sér að betra hráefni fæst th vinnslunnar og hægt er að vinna það í dýrari pakkningar. „Ef kvótinn verður skertur á næsta ári verðum við að huga betur að þvi hvemig stjóma má veiðunum og ekki síst aö kvótakaupum," sagði Sturlaugur. Starfsemi Heimaskaga er nú ný- lega hafin eftir þriggja vikna lokun. Að sögn Teits Stefánssonar, fram- kvæmdastjóra Heimaskaga, er búist við aö kvóti Skipaskaga og Krossvík- ur> endist út árið en Krossvík hefur verið í shpp og því frá veiðum síðast- hðinn mánuð. „Það er farið að saxast á kvótaim hjá okkur en við reynum að halda þessu út árið,“ sagði Teitur. DV-mynd Garðar Fiskvinnslustúlkur að störfum hjá Haferni. GÓÐ LÍKAMSÞJALFUN í SKEMMTILEGU UMHVERFI LEIKFIMI - LÍKAMSÞJÁLFUN Vaxtarmótun - styrkjandi og vaxtarmótandi æfingar, áhersla lögð á maga, rass og læri. Þolþjáifun: fita i brennslu (erobikk). Púltimar: fjörugir timar fyrir þá sem vilja meira. Leikfimi (Low impact): mjúkt samsettar æfingar, cngin hopp, fita í brennslu. Rólegir tímar fyrir byrjendur. Teygjur og slökun. Ráðgjöf: mataræði, fitumælingar. JASSBALLETT Byrjenda- og framhaldsflokkar þriðjud. - fimmtud. - föstud. Kennari: Margrét Arnþórsdóttir jassballettkennari, félagi í FJD, Félagi ísl. danskennara, alþjóðlega viðurkennt jassballettkennarapróf frá ICBD. INNRITUN I SIMA 45399 SMIÐSBÚÐ 9, GARÐABÆ, SÍMI 45399 GÓÐIR BÍLAR Ford Econoline F 250 ’85, m/gluggum og sætum. Ford Econoline E 350 ’85, dísil. GMC pickup 4x4 ’86 m/öllu, dísil. Chevrolet pickup 4x4 dísil ’83. Ford Econoline E 350 ’86, extra long, upph. toppur. Ford Econoline F 150 ’87. Ford Econoline F 250 ’84, 4x4, m/gluggum og sætum, disil. Einn- ig Ford Econoline ’85. Chervolet Van '85, ferðabíll m/öllu. Ford Econoline E 150 ’85, lokað- ur. Bílasala MATTHÍASAR v/Miklatorg. Símar 24540/19079.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.