Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1989, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1989. Spumingin Hvernig heldur þú aö landsleikur íslendinga og Austur-Þjóðverja fari? Helgi Már Björnsson: Austur-Þjóö- veijar vinna með þremur mörkum gegn einu. Óskar Andreasen: Hann fer tvö eitt fyrir Austur-Þjóðveija. Þorlákur Ragnarsson: Tvö mörk gegn einu fyrir Þjóðveijana. Jón Ólafsson: Ég held að hann fari tvö eitt fyrir Austur-Þjóðveija. Hálfdán Ægir Einarsson: Ætli það verði ekki jafntefli, 1-1. Halldór Gunnar Halldórsson: Ég held það verði jafntefli. Lesendur „Borgari“ skrifar: Ég er einn þeirra manna sem hafa verið hlynntir því að Borgaraflokk- urinn fari í ríkisstjóm ef svo semdist um milli okkar flokks og þeirra sem eru í ríkisstjórn, að þau áhersluatriði sem Borgaraflokkurinn stendur og fellur með yrðu tekin til greina. - Ráðherrastólar hafa ekki verið aðal- atriði þess flokks eins og greinilega hefur komið fram og sannast best á því að flokkurinn er fús til að eiga ráðherra án ráðuneytis um einhvern tíma, þar til útséð er um hvemig þar skipast málum. En það er langt í frá að ég og marg- ir aðrir óbreyttir fylgismenn Borg- araflokksins séu sáttir við hvers kon- ar aðstæður sem kunna að koma upp og hafa komið upp á meöan umræður um þátttöku flokksins í ríkisstjórn hafa farið fram. - Þannig hafa ein- staka þingmenn, já heilu þingflokk- amir, t.d. bæði Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags, látið að því hggja að ekkert sérstaklega þurfi á Borgara- flokki að halda í ríkisstjórnarsam- starf, og hafa reyndar ekkert gefið eftir af sínum embættum til að liðka fyrir samkomulagi. Einstaka þingmenn hafa svo í þokkabót verið með alls kyns dylgjur og beinan óhróður í garð okkar Borg- araflokksmanna. - Þar hefur Karvel Pálmason alþm. gengið lengst allra. í kjallaragrein í DV sl. fóstudag opin- berar hann svo endanlega hug sinn til þátttöku flokks okkar að ekkert annað en tafarláus afsökunarbeiðni getur fengið Borgaraflokkinn og for- ystulið hans til að halda samþykki sitt um inngöngu í ríkisstjómina. í grein sinni líkir Karvel flokks- mönnum Borgaraflokksins viö úti- gangsmenn af vistheimili, sem ekki dugi til að manna með þjóðarskútuna (ríkisstjómina). - Þótt Karvel þykist tala í líkingamáli og tali um skip- stjóra, útgerð og veiðiferðir á hann að sjálfsöðgu við okkur, hina al- mennu stuðningsmenn Borgara- flokksins. - Þetta er svo augljós móðgun, að ekki einu sinni formað- urinn, Júlíus Sólnes, getur setið und- ir henni. Því mun ekki verða tekið meö þögninni að Borgaraflokkurinn gangi inn í núverandi stjómarsam- starf ef hvort tveggja á að gerast - að stefnumál hans verði fyrir borð borin eins og sýnilegt er nú að gert verður í mörgum greinum og svo það til viðbótar að forysta okkar eigi að sitja sátt við hhð manna sem fyrirlíta hinn almenna flokksmann Borgara- flokksins og snupri með óviður- kvæmilegu orðbragði á opinberum vettvangi. Hér verður opinber stefnubreyting að koma til, annars verður ekki friður um þátttöku borg- ara í ríkisstjóm. Fyrirlitnir og snupraðir af þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna? Borgaraflokksmenn funda. - Erum við útigangsmenn? Mótmælum skattheimtunm Gunnar Sigurftsson skrifar: Ég trúi því ekki að fólk muni láta Ég hefi lengi veriö þeirrar skoð- fara með sig eina ferðina enn eins unar að eitt þaö versta sem fyrir og gert var til skamms tíma. Ef gæti komið hér væri það þegar mótmæh á Iandsvísu verða ekki að sparifiáreigendur yrðu gerðir aft veruleika nú næstu daga vegna fyr- sökudólgum. Þeir vom búnir að irhugaðrar skattlagningar á spari- vera það um árabil og fengu ekkert fé munu fiölmargir Islendingar nema neikvæöa vexti og töpuðu hugsa til brottfarar af landinu. - öllum sínum fiármunum, ef þeir Ekki þaö að víða erlendis tiðkast voru svo óhyggnir aö geyma fé sitt að skattleggja sparifé. En þar era íbönkum. nauðsynjar mun ódýrari en hér, Svo kom tímabU hinna svoköU- tvisköttun á húsnæði (fasteigna- uöu raunvaxta og hefur staöið ásamt eignasköttum t.d.) óþekkt nokkurn tíma. Ekki þó meira tíl fyrirbæri, og allar aöstæður al- hjálpar sparifiáreigendum en svo mennings eru þar langtum hag- að þeir hafa rétt haldið í við verð- stæðari, að ekki sé minnst á stöð- bólguna, og þó ekki nærri aUtaf. - ugra veðurfar og annan hugsunar- Nú er þessu tímabiU að Ijúka hka. hátt stjómvalda þar í garð þegn- Það á að fara að skattleggja sparifé anna. - Nú er komið að uppgjöri fólks og flytja arðinn til ríkisins. hér. Hingað og ekki lengra! Vegiö aö spariQ áreigendum: Bankar í skattheimtu? R.J. hringdi: Nú er komið að því sem margir óttuðust að gert yrði þegar vinstri stjómin væri búin að festa sig í sessi, að gera aðfor að sparifjáreigendum með því að skattleggja sparifé í inn- lánsstofnunum. Síðan á að gera bankana að innheimtustofnunum fyrir ríkið og skfla skattinum sem tekinn verður af innstæðueigendum. - Þá er aUt fullkomnað, og fáir munu fást til að geyma fé í bönkunum. AUt lausafé manna skal renna tU ríkis- ins, svo gott sem milhliðalaust. Það segir sig sjáht að með því að leggja skatt á spamað landsmanna er verið að draga úr fóUd að leggja fyrir. Að leggja skatt á spamað hefði manni aldrei dottið í hug að hér gerð- ist. Með svona aðfór að sparifjáreig- endum mun spamaður í bönkunum hrynja til gmnna en spamaður ríkis vaxa (skyldi maður halda!). - En lifir fólk á ríkissjóði? Eflaust munu sumir hugsa gott tíl glóðarinnar með þeim ráðstöfunum, en verðmætasköpun atvinnulifsins vex ekki við þetta. Bankamir munu ekki lána fé tíl at- vinnurekstrar eftir þessa ráðstöfun, svo mikið er víst. Ef fólkið í landinu ætlar að sitja þegjandi undir svona ráðstöfunum er hér ekki annaö framimdan en ör- deyða og afturhvarf til fortíðar, og hennar mun ískyggUegri en nokkum okkar grunar. - Hvaða öfl era það í landinu í dag sem ætla sér að snúa þessari þróun við? Mér sýnist fátt tíl bjargar í þeim efnum. Svo mikið er hins vegar víst að á meðan þeir sem ráða málefnum þjóðarinnar í dag eru fastir í sessi verður ekkert að gert. Þeir skUja aðeins eftir sig sviðna jörð. Skattlagnlng spariflár: Búumst til varnar Sparifjáreigandi skrifar: Það gat skeð að Ólafur Ragnar fjár- málaráðherra réðist á garðinn þar sem hann er lægstur og læstí klónum í sparipeninga ellilífeyrisþega og fermingarbama. Síðan þykist hann vera afar góður og ætla að lækka eignarskatta sem hann var sjálfur búinn að hækka stórlega! Það er mjög nauðsynlegt að gera Ólaf Ragnar afturreka með þessa fyr- irætlan sína. Margir sparifláreigend- ur era í hópi fólks sem engin lífeyris- réttindi hefur, t.d. húsmæður sem reynt hafa að nurla saman sparifé, til þess að þurfa ekki að leggjast upp á bömin sín í ellinni. - Og þetta fólk hefur ávaht borgaö sína skatta skU- víslega svo að aðfarir Ólafs Ragnars era ekkert annað en eignaupptaka, og þó miklu fremur þjófnaöur. Hvar era nú Samtök sparifjáreig- enda? Það heyrist ósköp htið frá þeim, jafnvel þótt þessi aðfór hafi verið í umræðunni nú um nokkum tíma. - Nú dugar ekkert minna en að þau samtök hvetji sparifjáreig- endur skipulega til að taka út aht sitt sparifé, og kaupi málverk, guU eða hvaða annað verðmætí sem er fyrir það - eða gera „run“ á innláns- stofnanir og breyta stöðu þeirra með þvi að færa fé sitt á milli bankanna. Ólafi Ragnari verður tíðrætt um „pUsfaldakapítahsma", en sá hung- ursósíahsmi, sem hann er á góðri leið með að breiða yfir okkur öU, er ömurlega líkur því hörmungar- ástandi sem þjakað hefur Austur- Evrópurfldn og þau heyja nú harða og þunga baráttu til að komast frá. Tilfærsla á fé milli banka er eitt ráð bréfritara gegn skattlagningu vaxta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.