Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1989, Blaðsíða 14
ÞRIÐJUDAGUR'S.'SEPTEMBER 1989. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SÍMI (1)27022 - FAX: (1 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. x Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Fíkniefni Stóra bróður Ríkisvaldið ætlar að víkja frá farsælli velferðar- stefnu, sem hefur virkjað félagslegt einkaframtak áhugafólks, til velferðarstefnu hins alsjáandi auga Stóra bróður. Það hefur hafnað samstarfi við áhugafélög um rekstur heimilis fyrir unga íikniefnaneytendur. Samtök berklasjúklinga hafa unnið kraftaverk í sinni grein. Sömuleiðis samtök um hjartavernd, samtök fatl- aðra, samtök áhugafólks um áfengisvandamálið og svo mætti áfram telja. Þetta farsæla framtak hefur sparað þjóðinni milljarða, þótt ríkið hafi lagt hönd á plóginn. Vera kann, að Stóri bróðir kunni ýmis rök fyrir, að hann þurfi sjálfur að reka heimili fyrir unglinga, sem eru illa farnir af fíkniefnaneyzlu af ýmsu tagi. Ef til vill hafa miðstýringarmenn ráðuneytisins séð, að þann- ig sé haldið á málum í Svíþjóð eða Noregi eða Danmörku. Sjálfsagt má ná árangri á mismunandi hátt og með misjafnlega miklu fé skattgreiðenda. En reynslan segir okkur, að félagslegt framtak áhugafólks nær mun betri árangri fyrir minna fé. Gott dæmi er, hversu langt við erum á undan Norðurlöndum í meðferð áfengissjúkra. Krýsuvíkursamtökin og samtökin Vímulaus æska hafa óskað eftir að fá að reka fyrirhugaða heimilið, en því hefur verið hafnað. Ráðuneytið er að hverfa frá hinni farsælu, íslenzku velferðarleið, yfir til leiðar, er hentar betur kerfiskörlum, sem vilja stjórna stóru og smáu. Verið er að reyra þjóðfélagið í viðjar skipulags að ofan, úr ráðuneytum, opinberum stofnunum og sjóðum. Ríkið hefur reist lánakerfi, sem sogar lungann úr spari- fé þjóðarinnar, auk skattíjár hennar, til endurdreifmgar á vegum ríkisins, þar á meðal til góðgerðarstarfa. Ráðuneyti, opinberar stofnanir og sjóðir eru að fyll- ast af embættismönnum, sérfræðingum og póhtískum kommissörum. Ódýrust eru þar möppudýrin, sem naga blýanta. Dýrari eru þeir, sem reka útþenslustefnu, er vex með hverri ríkisstjórninni á fætur annarri. Um helgina ræddi forstjóri Byggðastofnunar í blaða- viðtah um meintan byggðavanda. Nefndi hann dæmi um, að ffjáls útgerðarmaður, sem gæti landað hvar sem hann vhdi, hefði efni á að kaupa 100 mihjón krónum dýrara skip en sá, sem háður er einu frystihúsi. í 100 milljón króna mismuninum felst sparnaður þjóð- arinnar af að leyfa framtaki fólksins að leggjast í far- vegi, sem stjórnast af markaðsöflum. Á þann hátt og á þann hátt einan hafa þjóðir orðið ríkar á áratugunum, sem einkénnast af framsókn vestræns þjóðskipulags. Forstjóri Byggðastofnunar telur henni bera að koma í veg fyrir þennan sparnað með því að leggja fram 100 mihjónir af skattfé eða sparifé landsmanna eða útlendu lánsfé th að tryggja, að afli ákveðins skips sé lagður upp hjá ákveðnu frystihúsi í ákveðnu bæjarfélagi. Velferðarstefna ríkisvaldsins í atvinnulífmu felst einkum í að frysta búsetu í landinu, leyfa henni ekki að breytast eft'ir aðstæðum með sama hraða og hún hefur breytzt frá upphafi þessarar velmegunaraldar. í því skyni hefur Stóri bróðir gert peninga að fíkniefni. Embættismenn, sérfræðingar og póhtískir kommiss- arar eru á ýmsan hátt að grafa undan einkaframtaki og félagsframtaki þjóðarinnar. Þeir grýta styrkjum og lánsfé á bál Stóra bróður og eru að gera þjóðina að neyt- endum ódýrra peninga, fíkniefnis ríkisforsjárinnar. Aðeins hársbreidd er milli skipulags ráðgerðs heim- ihs fyrir fíkniefnaneytendur og skipulags Byggðastofn- unar og skyldra sjóða fyrir sjúka peninganeytendur. Jónas Kristjánsson Samkeppni í landbúnaði Svínakjöt og kjúklingar keppa viö lambakjöt. Framleiöslukostnaöur þess er meiri en svína- og kjúkl- ingakjötsins. Sláturkostnaður, launakostnaður, stofnkostnaður mannvirkja og geymslukostnaður er til dæmis meiri. Verðmunurinn er jafnaður með opinberum að- gerðum. Vænta má breytinga. Þær búgreinar sem framleiða ódýrasta vöru ná mestri markaðshlutdeild. Hætt er viö að sauðfjárbúskapur fari halloka í samkeppni við hina tæknivæddu svína- og kjúklinga- rækt. Tímamót í kjötframleiðslu? Kjöt er dýrara hér á landi en í nágrannalöndunum. íslendingar neyta aðallega lambakjöts en svína- og kjúklingakjöt eykur hlutdeild sína. Á milli þessara kjöttegimda er vaxandi samkeppni. Stjómvöld styrkja samkeppnisstöðu lamba- kjötsins en engu að síöur hallar undan fæti í verðsamkeppni. í flest- um löndum er svína- og kjúklinga- kjöt ódýrt en nautakjöt og lamba- kjöt dýrara. Viö framleiðslu á svínakjöti og kjúklingum má koma við mikilli hagræðingu. Búskapnum svipar fremur til iðnaðarframleiðslu en hefðbundins búskapar. Svipaðri hagræðingu verður ekki komið við í sauðfjárrækt. Framleiðslukostn- aöur svína- og kjúklingakjöts er af þeim sökum lægri en lambakjöts. Undanfarin ár hefur neysla svínakjöts og kjúklinga stöðugt aukist. Framieiðslukostnaður hef- ur jafnframt lækkað reiknað á föstu verðlagi og er nú orðinn lægri -en framleiðslukostnaður lamba- kjöts. Þrátt fyrir það er verðið enn hátt samanborið við önnur lönd. Framleiðslukostnaður lambakjöts hefur á hinn bóginn lítið breyst reiknað á föstu verðlagi. Sam- keppnisstaða þess hefur versnað. Stjómvöld styðja hinn hefðbundna landbúnað í samkeppni við „hvíta kjötið"; greiða niður verð á lamba- kjöti og skattleggja aðfóng til kjúkl- inga- og svínaræktar. Erfið samkeppnisstaða lambakjöts Þrátt fyrir opinberar aðgerðir minnkar neysla lambakjöts stöð- ugt. Ýmislegt bendir til að í land- búnaði séu framundan mikhr breytingatímar. Það fé sem ríkis- sjóöur getur varið til stuðnings sauðfjárbúskap hrekkur ekki leng- ur til að jafna aðstöðumuninn. Ailt bendir tfl að samkeppnis- staða hins hefðbundna landbúnað- ar muni stöðugt versna á næstu árum. Fyrir því em einkum tækni- legar og rekstrartæknflegar orsak- ir. í hefðbundnum íslenskum land- búnaði er ekki að óbreyttu unnt að koma við hagræðingu tfl að lækka framleiðsluverð á kjöti svo neinu nemi. Hagræðingu má á hinn bóginn koma við í kjúkhnga- og svína- rækt. Líklega mun það skipta sköp- um hér á landi eins og víða annars staðar. í þessari grein era taldir upp nokkiir kostnaðarþættir sem valda því að hefðbundinn íslenskur landbúnaður getur ekki framleitt jafnódýrt kjöt og hin tæknivædda svína- og kjúkhngarækt. Slátur- og geymslu- kostnaður Sauðfjárslátrun er á haustin. Sláturhúsin era dýr en ekki nýtt nema brot úr árinu. Af þeim sökum era fjárfestingar meiri en gerist í öðram búgreinum. Svínum og kjúklingum er slátrað allt árið. Svína- og kjúkhngasláturhús hafa Kjallariim Stefán Ingólfsson verkfræðingur af þeim sökum mun meiri afköst en jafndýr sauðfjársláturhús. Slát- urkostnaður sauðfjár verður þess vegna ahtaf meiri en svína og kjúklinga. Það hækkar vöraverð því sláturkostnaður er einn þáttur framleiðslukostnaðar. Lambakjötið þarf að geyma frá sláturtíð þar til þess er neytt. Byggja verður dýrar geymslur yfir framleiðslu hefls árs. Það kostar miklar fjárfestingar í fasteignum og tækjum. Einnig er kostnaöar- samt að geyma vöra marga mánuði frá því hún er framleidd. Kjötiö rýmar við geymslu, vextir hlaðast upp og greiða þarf fólki laun fyrir að huga að kjötinu í geymslum. Þetta vandamál er ekki fyrir hendi í kjúkhngarækt eða svínarækt. Slátranin dreifist á árið og kjötið fer beint á markað. Birgðir eru ein- ungis til fárra vikna. Launakostnaður Sauðfjárbúskapur er mannfrek atvinnugrein því framleiðsluein- ingar era smáar. Sæmflega stór sauðfjárbú, sem ein fjölskylda ann- ast, framleiða nálægt 6 til 8 tonn af lambakjöti á ári. Allra stærstu búin ná varla 20 tonna ársfram- leiðslu. Svínabú og kjúklingabú verða mun stærri. Stærsta kjúkl- ingabú landsins framleiðir líklega meira kjöt en 100 meðalstór sauð- fjárbú. Með aukinni stærö minnkar launakostnaður. Svínabú og kjúkl- ingabú, sem framleiða á við 50 sauðfjárbú af meðalstærð, þurfa tfl dæmis ekki nema 2-4 starfsmenn ef nýjustu tækni er beitt. Af þessum sökum er launakostnaður mun meiri í hefðbundinni sauðfjárrækt en tæknivæddri svína- og kjúkl- ingarækt. Fjárfestingar I fasteignum Dýrara er að reisa mannvirki fyr- ir sauðfjárrækt en kjúkhngarækt og svínarækt. Kjúkhngahús eru að vísu tvöfalt dýrari en fjárhús og fullkomnustu svínahús fjórfalt dýrari. Það er þó léttvægt því tfl að framleiða jafnmikið kjöt þarf meira en þrefalt stærri hús í sauð- fjárrækt. Þegar tekið hefur verið tflht tfl þess er stofnkostnaður fjárhúsa 50% hærri en svína- og kjúkhnga- húsa. Munurinn er í raun meiri því hvorki hlöður, votheystumar né önnur útihús era tahn með. Þá er einnig ótahð að nýjustu svína- og kjúklingahús era vandaðri bygg- ingar og endast lengur en fjárhús. Fóðurkostnaður og kyn- bætur Kjúkhngar og svín éta aðallega innflutt fóður. Samkvæmt upplýs- ingum aðfla í svínarækt er fóður- kostnaður um 180 krónur á hvert kg af svínakjöti. Sauðfé lifir hins vegar að mestu á heimafengnu fóðri. Það gengur sjálfala á sumrin og lömbin vaxa í náttúrunni. Fóð- urkostnaður er aðahega vegna heyja og kjamfóðurs fyrir fuilorðið fé. Fóðuröflunin er þó kostnaðar- söm. Stofnanir landbúnaðarins telja að hey kosti í sumar hðlega 10 krónur hvert kg. Samkvæmt því er fóöurkostnaður aht að 250 krón- ur fyrir hvert kg af lambakjöti. Þá er kjamfóður ekki meötahð. Ná- lægt þriðjungur af kostnaði við svína- og kjúkhngafóður er hins vegar skattlagning á búgreinamar. Má tfl dæmis nefna svonefnd kjarnfóðurgjöld. Innlendu kjúkhnga- og svína- stofnamir éta meira en erlendir stofnar og vaxa auk þess hægar. Þeir eru af þeim sökum ekki eins arðbærir. Innflutningur nýrra stofna og kynbætur geta minnkað fóðurþörfma og aukiö framleiöslu. Þaö er sérstaklega mikilvægt í kjúklingarækt. ur en fjárhús." - Úr einu svínabúanna hér. „Nokkrir kostnaðarþættir valda því að hefðbundinn landbúnaður getur ekki framleitt jafnódýrt kjöt og hin tækni- vædda svína- og kjúklingarækt.“ Stefán Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.