Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1989, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1989. 11 Afríska þjóðar- ráðið í kreppu Utlönd Oliver Tambo, leiötogi Afriska þjóöarráösins, er sjúkur maður og sam- tök hans eru að falla í skuggann af óvopnaðri andstöðu við aðskilnaðar- stefnuna innan Suður-Afríku. Símamynd Reuter Afríska þjóðarráðið, útlagasam- tök sem beijast gegn aðskilnaðar- stefnu sljómvalda í Suður-Afríku, horfist í augu við kreppu í forustu- sveit sinni á sama tíma og Þjóðar- flokkurinn, stjómarflokkur hvíta minnihlutans í landinu, býr sig undir að leggja eigin framtíð að veði í kosningum til þings landsins á morgun. Skæruhðahópurinn, sem hefur aðsetur sitt í Zambíu, varð fyrir miklu áfalh í síðustu viku þegar það fékkst staðfest að Oliver Tambo, leiðtogi samtakanna, hefði fengið heilakrampa og væri lamað- ur ööram megin. Tambo var lagður á sjúkrahús í Bretlandi fyrir þrem- ur vikum. Tómarúm Veikindi hans koma upp á sama tíma og samtökin reyna að við- halda fomstuhlutverki sínu í bar- áttunni gegn aðskilnaðarstefnunni. Vaxandi þrýstingur erlendis frá um að samið verði um lausn deilu- málanna og almenn andófsherferð gegn stjóminni em á góðri leið með að leiða athyghna frá hinum út- lægu frelsissamtökum. Margir leiðtogar innan Afríska þjóðarráðsins eru þeirrar skoðun- ar að Tambo, sem hefur stjómað baráttvmni gegn aðskilnaðarstefn- unni í tuttugu ár, muni aldrei aftur taka viö fomstuhlutverkinu þó svo að hann kunni að vera áfram for- seti samtakanna að nafninu til. Aðrir gera htið úr veikindum Tam- bos og segja að samvirk stjóm sam- takanna sé nægilega sterk til að stjóma þeim. Þeir viðurkenna þó að fjarvera hans muni skapa mikið tómarúm. „Or (en það er viðumefni Tam- bos, dregið af skímamöfnum hans tveimur, Ohver Reginald) er föður- ímynd. Og eins og sérhver góður faðir hefur hann stuölað aö þeirri miklu einingu sem ríkir innan Afr- íska þjóðarráðsins," segir einn hátt settur embættismaður innan sam- takanna. Sundurleitur hópur Helsti styrkur hreyfingarinnar er hversu henni hefur tekist að sameina sundurleitan hóp manna - hófsama stjómmálamenn og harðhnumenn og aht þar á mihi - undir merki andstöðunnar gegn aðskilnaðarstefnunni. Kunnugir óttast hins vegar að sá styrkur muni breytast í andhverfu sína þegar Tambos nýtur ekki lengur við. Afríska þjóðarráðiö vann mikinn diplómatískan sigur í Harare, höf- uðborg Zimbabwe, hinn 21. ágúst síðasthðinn þegar það fékk stuðn- ing Einingarsamtaka Afríku við hörðum skhyrðum sínum við samningaviðræðum við stjómina í Pretoríu. Helstu skilyrðin em af- nám neyðarlaga, frelsi th handa öllum póhtískum fóngum og afnám banns á starfsemi allra stjóm- málahreyfinga. Samningar ofan á En sú stefna Afríska þjóðarráðs- ins að friðmælast ekki við stjórn- völd Suður-Afríku virðist nú ganga þvert á þá skoðun flestra að við- ræður en ekki bein átök séu eina leiðin th að fá Pretoríustjómina að samningaborðinu. Og á undanfom- um vikum hefur athygh heimsins beinst meir að óvopnaðri Emdófs- hreyfingu innan landsins en stríðs- yfirlýsingum Afríska þjóðarráðs- ins. Kenneth Kaunda, forseti Zambíu og einn helsti stuðningsmaður Afr- íska þjóðarráðsins, virðist einnig vera þeirrar skoðunar að best fari á að dehuaðhar ræði saman. Kaunda hitti F.W. de Klerk, starf- andi forseta Suður-Afríku, í ágúst- lok og ræddu þeir um málefni Suð- ur-Afríku og Angólu en forðuðust ahar dehur um Afríska þjóðarráðiö og skhyrði þess fyrir samningavið- ræðum. Leiðtogar Afríska þjóðar- ráðsins hafa gagnrýnt fund forset- anna í einkasamtölum og er það talin enn ein vísbendingin um versnandi samskipti hreyfingar- innar og stjómvalda í Zambíu. Kaunda hefur ví sað' á bug fréttum um að hann hafi vísað Afríska þjóð- arráðinu á brott úr Zambíu. En embættismenn samtakanna em þess fullvissir að þau muni standa af sér þrýstinginn sem er á þá úr öhum áttum. Reuter Kennslustaðir í vestur- og austurbænum Félagasamtök og hópar, / látió verða af því að / , skellaykkur á dansnámskeið Eiginkonur! Unnustur! Bjóðið nú eiginmanninum eða unnustanum í dans. Kenndir verða: Barnadansar tjútt, stepp og rokk. Samk væmisdansar Suður-amerískir dansar. Gömlu dansarnir. Standard fyrir hjón og einstaklinga. Gömlu dansarnir fyrir alla. Einstaklingar! Þetta er líka fyrir ykkur. Nýtt-Nýtt Sértímar fyrir 3-4-5 ára. ( Innritun frá \ kl. 12-19 1 i í síma i v 611997 / Dansinn skapar fágaða og örugga^ framkomu. Heildarupphæð vinninga 2.9. var kr. 8.153.404. Enginn hafði 5 rétta sem hefðu gefið kr. 4.641.487. Bónusvinninginn fékk 1 og fær hann kr. 520.416. Fyrir 4 tölur réttar fær hver kr. 8.235 og fyrir' 3 réttar tölur fær hver kr. 549. Sölustöðum er lokað 15 mínútum fyrir útdrátt í Sjónvarpinu. Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511. Lukkulínan: 99 1002.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.