Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1989, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1989. Sviðsljós Ólyginn sagði . . . Joan Collins er nú laus og liöug, bæöi frá manni og sjónvarpsþáttunum Dynasty, en í haust verður hætt aö búa til nýja þætti. Hana mun þó ekki skorta atvinnutilboð því hún er bókuð langt fram í tímann í sjónvarpsmyndum. Þá hefur hana ekki skort karlkyns aðdá- endur þótt komin sé á sextugsald- urinn og sést iðulega í fylgd með helmingi yngri mönnum. Fyrir stuttu var hún í Detroit þar sem hún var viðstödd vígslu á spítala einum sem nefndur er eftir henni. Ekki fylgdi sögunni hvort sá spít- ah sérhæfði sig í yngingarskurð- lækningum... John Travolta er óðum að falia í gleymsku. Þessi fyrrverandi stórstjama hefur ekki leikið í kvikmynd sem hefur eitthvað gefið af sér í tíu ár. Það er af að táningsstúlkur hópist að honum og falli í öngvit ef hann lítur þær augum. Hann er nú staddur í Flórída þar sem hann er að leika í sakamálamynd. Ung stúlka, sem hafði séð Saturday Night Fever, kom að honum og bað hann um að fara í hina frægu dansstellingu sem er á auglýs- ingaskilti fyrir Saturday Night Fever. Travolta lét til leiðast. Stúlkan hló.aðeins og með smág- lampa í augum hvarf hún á brott án þess að biöja um eiginhand- aráritun eða spyija hvað hann væri að gera nú. Phyiicia Rashad þekkja allir úr þáttunum um fyr- irmyndarfóðurinn, en hún leikur móðirina, lifir hamingjusömu lífi ásamt eininmanni og bami. Það hefur samt ekki alltaf verið svo því fyrrverandi eiginmaður hennar hefur látið það uppskátt að hún hafi veriö forfallinn eitur- lyfjaneytandi seinni hluta átt- unda áratugarins. Þegar Biil Cos- by var spurður hvað honum fyndist um þessa uppljóstrun svaraði hann: „Ég þekkti ekki Phyliciu fyrr en við fóram að leika í Fyrirmyndarfóður og það skiptir mig engu hvaö hún gerði áður. Sú Phylicia sem ég þekki er dásamleg manneskja sem ég mundi treysta fyrir bömum mín- um nótt sem dag.“ p*':í** Þórhallur Sigurðsson ásamt nokkrum piltanna sem taka þátt í Oliver. Þjóðleikhúsid: Oliver Twist á sviðið Söngleikurinn Ohver verður fyrsta verkefni Þjóðleikhússins sem frumsýnt verður í vetur. Ohver er byggður á hinni þekktu skáldsögu Charles Dickens, Ohver Twist, og fjahar um munaðarleysingjann Oh- ver Twist sem lendir hjá hinum ih- ræmda Fagin er notar unga pilta th að stela fyrir sig. Söngleikur þessi hefur verið sýnd- ur hvarvetna við miklar vinsældir frá því hann kom fyrst fyrir sjónir almennings á sjöunda áratugnum. Var gerð rómuð kvikmynd efdr hon- um er hlaut sex óskarsverðlaun 1968 og var meðal annars valin besta kvikmyndin það árið. Æfingar hófust í Þjóðleikhúsinu á síðasthðnum vetri og hafa staðið yfir síöan með smáhléi um mitt sumarið. Myndimar á síðunni em teknar á æfingu fyrir stuttu. Hjðrdis Gelrsdóttir er ein margra söngvara er syngja á dægurtagahátið i Broadway. í bakgrunni má sjá Jón Sigurðsson en lögin á dægurlagahá- tiðinnl eru öll eftir hann, Reynl Sigurðsson og Þorieif Gisiason. Dægurlagahátíð í Broadway Frumsýnd var á laugardagskvöld mikil dægurlagahátíð í Broadway þar sem heiðraður var Jón Sigurðsson bankamaöur og er uppistaða sýningar- innar lög eftir hann sem landsþekktir söngvarar flytja ásamt hljómsveit er stofnuð var vegna þessarar uppákomu. Þessi sýning verður jafnframt síðasta stórsýningin sem verður í Broad- way því Reykjavíkurborg hefur keypt húsiö og raun taka viö því í lok október. Hósfyllir var á laugardagskvöld og skemmtu gestir sér hið besta og var ekki annað aö sjá en lög Jóns Sigurðssonar féhu vel að eyrum gesta Jón Sigurðsson f hópi kunnra hljóml Sigurðsson, Jón Sigurðsson (bassi), Mötler, Jón Slgurðsson, tónskáld og og Þorleifur Gíslason. Þórhallur Sigurðsson (Laddi) leikur gyðinginn illræmda, Fagin, í Oliver. Hann er hér ásamt Oliver Twist (Gissuri L. Gissurarsyni) og Hrappi (ívari Sverrissyni). Gömlu popparamir gera það gott Vinsældir Rolling Stones, The Who og Pauls McCartneys hafa ávallt ver- ið miklar þótt frægðarstjama þeirra ahra hafi risið hæst fyrir tveimur áratugmn. Greinhegt er samt að vin- sældirnar hafa htið minnkað ef marka má aðsókn aö tónleikum. The Who hafa nýlokið tónleikaferð. um öU Bandaríkin þar sem aðalnúm- er þeirra var rokkóperan Tommy. Hljómleikaferð þessi tókst geysivel og kunnu táningar nútímans vel að meta þessa rokkóperu sem Peter Townsend samdi fyrir tuttugu árum og var þá tímamótaverk. TU að krydda tónleikafórina fengu The Who oft fræga tónhstarmenn tU að koma fram með þeim og á lokatón- leikunum í Los Angeles 24.ágúst var PhU Collins sérstakur gestur þeirra. The Who hafði rétt lokið við tón- leikaferð sína þegar The Rolling Stones héldu innreið sína með hljóm- leikum í PhUadelphiu. Að sjálfsögðu var uppselt á þessa tónleika sem og flesta þeirra þijátíu og sex tónleika sem fyrirhugaöir eru hjá þeim í þess- ari ferð. Þetta er í fyrsta skipti sem The Rollings Stones em á hljómleik- ferð síðan 1981. Og nú er sjálfur Paul McCartney að undirbúa mikla tónleikaferð sem mun standa fram að jólum. Hann byrjar í Evrópu og heldur svó tU Bandaríkjanna. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1976 sem hann fer í hljómleikareisu. Og ekki virðist minni spenningur fyrir tónleikum hans. Má geta þess að í Noregi sprakk tölvukerfi sem sett yar upp tíl að auðvelda miöasölu. Álagið var svo mikið að kerfið hélt ekki og aUt fór úr sambandi. Roger Daltry, söngvari The Who, sést hér á lokatónleikum hljómsveit- arinnar sem haldnir voru i Los Angeles 24. ágúst. Mick Jagger, söngvari The Rolling Stones, sést hér á opnunartónleik- um hljómsveitarinnar í Philadelphiu 31. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.