Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1989, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1989, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1989. Viðskipti________________________;__________________________________dv Salan á Samvinnubankanum: Margfalt hærra verð en fékkst fyrir Útvegsbanka Salan á Samvinnubankanum og Útvegsbankanum Samvinnubankinn Útvegsbankinn 587 ••• 1.396 1.367 Eigiö fé Encfaniegt Eiglö fé Endanlegt t ian. íss SíMuverö 1. ian. söluverö^ __ Samvinnubankinn selst hlutfailslega á margfalt hærra veröi en Utvegs- bankinn. Það er þvi gott að eiga hlutabréf í Samvinnubankanum núna. Um 880 milljóna króna söluverö Sambandsins á 52 prósenta hlut sín- um í Samvinnubankanum er að raunvirði miklu hærra verð en ríkið fékk fyrir sinn hlut í Útvegsbankan- um 10. júní síðastliðinn. Endanlegt söluverð á 768 milljóna króna hluta- bréfum ríkisins í Útvegsbankanum er metið á 1 til 1,1 milljarð króna sem gerir sölugengi 1,30 til 1,43. Hlutabréf Sambandsins í Samvinnubankanum, að nafnvirði um 180 milljónir króna, fara á um 880 milljónir króna sem gerir sölugengi um 4,8. Það er aug- Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans. Tvo föstudaga í röð hefur hann gert stórsamninga, við Olís og Sambandið. ljóslega margfalt hærra verð en ríkið fékk fyrir sinn hlut í Útvegsbankan- um. Eigið fé Samvinnubankans var um síðustu áramót um 587 milljónir króna. Þar af var hlutafé um 348 milljónir króna. Eigið fé Útvegs- bankans var um síðustu áramót 1.395 milljónir króna. Þar af var hlutafé 1 milljarður. Útvegsbankinn á lægra verði Miðað við að 52 prósenta hlutur Sambandsins í Samvinnubankanum seljist á 880 milljónir króna er endan- legt söluverð bankans metið á um 1.692 milljónir króna. Eigið fé Sam- vinnubankans upp á 587 milljónir króna hefur því margfaldast um 2,88. Sé sams konar dæmi skoðað fyrir Útvegsbankann kemur í ljós að eigið fé hans um síðustu áramót, 1.396 milljónir króna, fer nokkum veginn á pari í sölunni, eða á um 1.367 millj- ónir króna. Raunar örlítil lækkun. Salan á hlut Sambandsins í Sam- vkinubankanum er tvímælalaust mál málanna í íslensku viðskiptalífi þessa dagana. Þaö var Sverrir Her- mannsson, bankastjóri Landsbank- ans, sem var oddamaðurinn af hálfu Landsbankans í þessum kaupum en forstjóri Sambandsins, Guðjón B. Ólafsson, var í fararbroddi fyrir Sambandið. Stórsamningar Sverris tvo föstudaga í röð Sverrir Hermannsson hefur heldur betur brett upp ermarnar að undan- fómu. Síðustu tveir fóstudagar hafa verið sögulegir hjá honum. Föstu- daginn 25. ágúst samdi hann við 01- ís. Þar með lauk víðfrægu þrætumáli bankans við fyrirtækið. Og viku síð- ar, föstudaginn 1. september, samdi hann við Sambandið. Það mál haföi eins og Olísmálið verið lengi í deigl- unni. Bæði hins vegar afgreidd með snaggaralegum hætti. Kaupsamningur Landsbankans á hlut Sambandsins í Samvinnubank- anum hefur verið haldið mjög leynd- um. Stjóm Sambandsins samþykkti söluna á sunnudaginn. Bankaráð Landsbankans kemur saman á fimmtudaginn til aö ræöa málin. Eft- ir það verður samningurinn kynnt- ur. Landsbankinn vill allan Samvinnubankann Ljóst er að Landsbankinn hefur engan áhuga á öðru en eignast allan Samvinnubankann. Þaö getur orðið teknískt erfitt mál. Kaupfélög, Olíu- félagið, Samvinnutryggingar, Drátt- arvélar og fleiri fyrirtæki samvinnu- hreyfingarinnar eiga um 30 prósent og verður næsta skref Landsbankans að kaupa hlutabréf þessara fyrir- tækja. Þar meö verður bankinn kom- inn með um 82 prósent hlutabréfa í bankanum. Afganginn af hlutafénu eiga um 1.500 einstaklingar. Verða þeir neyddir til að selja sín hluta- bréf? Hvað ef þeir vilja ekki selja hlutabréfin? Hvaö ef þeir vilja selja hlutabréfin en krefjast hærra verðs en Sambandið fékk vegna þeirrar stöðu sem upp er komin? Það er mörgum spumingum ósvarað. Útibúanet Landsbankans og Sam- vinnubankans hggur einkar vel sam- an og því verða engin vandræði við að sameina útibú úti um aht land. Við það nær Landsbankinn miklum spamaði sem reiknimeistarar bank- ans hafa eflaust metið sem góða við- skiptavild, „good-wih“, eins og það er nefnt á meðal fólks í viðskiptum. Landsbankinn skuldajafnar Það er samt ekki útibúanetið sem er kveikjan að kaupum Landsbank- Fréttaljós Jón G. Hauksson ans. Aðalástæðan er sú að Samband- ið er stórskuldugt í Landsbankanum. Salan snýst því um það hversu mikl- ar skuldir Sambandsins verða af- skrifaðar í Landsbankanum. Viðræður Landsbankans og Sam- vinnubankans vom nokkuö langt á veg komnar í byijun júni þegar Iön- aðar-, Verslunar- og Alþýðubankinn keyptu hlutabréf ríkisins í Útvegs- bankanum. Þau kaup settu Lands- bankann og Sambandið í bobba. Söluverðið á Útvegsbankanum var langtum lægra ,en það verð sem rætt var vegna sölunnar á Samvinnu- bankanum. Landsbankinn haföi lýst sig reiðubúinn að kaupa hlut Sam- bandsins á 700 mihjónir króna en Guðjón B. Ólafsson og félagar vhdu hins vegar einn mhljarð. Th stóð að ljúka við söluna á Sam- vmnubankanum fyrir lok júní. Það gekk hins vegar ekki eftir, sala ríkis- ins á Útvegsbankanum stóð í Lands- bankamönnum. Lítiö gerðist svo í júh. í ágúst ákváðu svo Landsbank- inn og Sambandið að reyna að klára máhð fyrir byrjun september. Seinni partinn í ágúst var komið bakslag í viðræðurnar og töldu heimhdar- menn DV að ekki næðist saman. Sérstaklega hefði áhugi Landsbanka- manna minnkað. En dæmið gekk upp síðasthðinn fóstudag, á fyrsta degi septembermánaðar. Qrð Sverris um Utvegsbankasöluna Kaupverð Verslunar-, Iðnaðar-, og Alþýðubanka á Útvegsbankanum var mikið rætt á sínum tíma. Þannig sagði Sverrir Hermannsson þá að hlutabréf ríkisins í Útvegsbankan- um, 76,8 prósent af hehdarhlutafé, heföu átt að seljast á um 2,5 mihjaröa króna. Samkvæmt því mat Sverrir söluverð Útvegsbankans ahs á rúma 3,2 mihjarða króna. Miöaö við 1.396 mhljóna króna skráð eigið fé Útvegs- bankans er þetta mat Sverris marg- fóldun upp á um 2,3. Þaö er athyghs- vert vegna þess að Landsbankinn bauð um 700 milljónir fyrir 52 pró- senta hlut Sambandsins í Samvinnu- bankanum á sama tíma. Miðað við 587 mhljóna króna skráð eigið fé Samvinnubankans fólst í boði Lands- bankans að Samvinnubankinn ahur væri um 1.346 mhljóna króna virði. Þetta mat þeirra var margfóldun upp á 2,3 eða sú sama og reikna mátti út úr orðum Sverris um Útvegsbank- ann. Að vísu keypti Landsbankinn Samvinnubankann á enn hærra verði. En eftir stendur að ríkið fékk miklu minna fyrir Útvegsbankann en Sam- bandið fyrir Samvinnubankann. Eflaust geta reiknimeistaramir reiknað sig út og suður um hið rétta verð. AÍmenningur spyr sig hins veg- ar hvort Jón Sigurðsson viðskipta- ráðherra hafi selt Útvegsbankann á aht of lágu verði eða Landsbankinn keypt Samvinnubankann á allt of háu verði. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 6-10 lb Sparireikningar 3ja mán. uppsógn 6,5-11 Vb 6mán. uppsögn 9-12 Vb 12mán. uppsögn 7-11 Úb 18mán. uppsögn 23 Ib Tékkareikningar, alm. 1-3 Sb Sértékkareikningar 4-11 lb,Ab Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5-2 Vb 6mán. uppsögn 2,5-3,5 Allir Innlán með sérkjörum 17,7-22,7 nema Sp Ib Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 7,5-8,5 Ab Sterlingspund 12,5-13 Sb,Ab Vestur-þýskmörk 5,25-6 Sb.Ab Danskarkrónur 7,75-8,5 Bb,lb,- b.Sp.A- ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvlxlar(forv.) 24-26 Úb Viöskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 27,75-31 Vb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir , Hlaupareikningar(yfirdr.) 35,5-39 Lb Utlán verðtryggð . Skuldabréf 7-8,25 Lb Útlán tilframleiðslu Isl. krónur 25-33,5 Úb SDR 9,75-10,25 Lb Bandaríkjadalir 10,5-11 Allirne- Sterlingspund 15,5-15,75 maÚb Allir Vestur-þýsk mörk 8,25-8,5 nema Úb Úb Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 45,6 MEÐALVEXTIR överðtr. ágúst 89 35.3 Verðtr. ágúst 89 7,4 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitalasept. 2584 stig Byggingavísitala sept. 471 stig Byggingavísitala sept. 147,3stig Húsaleiguvisitala 5% hækkaði 1. júli VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 4,144 Einingabréf 2 2,289 Einingabréf 3 2,717 Skammtimabréf 1,421 Lífeyrisbréf 2,083 Gengisbréf 1,844 Kjarabréf 4,114 Markbréf 2,184 Tekjubréf 1,779 Skyndibréf 1,244 Fjölþjóðabréf 1,268 Sjóösbréf 1 1,985 Sjóösbréf 2 1,592 Sjóðsbréf 3 1,398 Sjóðsbréf 4 1,169 Vaxtasjóösbréf 1,4020 HLUTABREF Söluverö aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 302 kr. Eimskip 377 kr. Flugleiðir 172 kr. Hampiöjan 167 kr. Hlutabréfasjóður 131 kr. lönaöarbankinn 165 kr. Skagstrendingur hf. 212 kr. Útvegsbankinn hf. 138 kr. Verslunarbankinn 146 kr. Tollvörugeymslan hf. 109 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaup- gengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- Inn birtast f DV á fimmtudögum. Enn hækka landbúnaðarvörur umfram verðlag: Mjólk hækkar tvöfalt á við almennt verðlag Síðasthðna þrjá mánuði hefur al- mennt verðlag hækkaö um rétt rúm- lega 5 prósent. Á sama tíma hafa mjólkurvörur hækkað um 11,2 pró- sent. Mjólkin hefur því hækkað meira en helmingi meira en almennt verðlag. Af 11,2 prósent hækkun á mjólk um síðustu mánaðamót má rekja um 4,3 prósent th hækkunar á grundvahar- veröi th bænda. Það verð hækkaði um rúm 7,5 prósent, aðahega vegna hækkunar á launahð bóndans og eins breytinga á aðstöðugjaldi. Mjólk hækkaði um 7,10 krónur. Af þeirri hækkun tóku bændur því rúmlega 2,70 krónur. Vinnslu- og dreifingarkostnaður hækkaði um 3,1 prósent og varð það th þess að mjólkin hækkaði um 2,1 prósent. Af hækkun á hverjúm mjólkurhtra tók vinnslan rúmlega 1.30 krónur. Þar sem niöurgreiðslur á mjólk voru óbreyttar að krónutölu leiddi það th um 3,7 prósent hækkunar á mjólk umfram það sem hefði orðið ef niðurgreiðslumar heföu verið óbreyttar að krónutölu. Af hveijum mjólkurlítra jafnghdir það rúmlega 2.30 króna hækkun. Þá var heimhað að hækka álagn- ingu í smásölu um 1 prósent. Það leiðir th um 70 aura hækkunar á mjólkurlítranum. Þar sem niöurgreiðslur á osti vora lækkaðar og niðurgreiðslur á ijóma afnumdar hækkuðu þessar vörur meira en mjólkin. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.