Þjóðviljinn - 24.12.1948, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.12.1948, Blaðsíða 4
var nóg til af öllu. Nú er sá siður víða að leggjast niður, að láta Ijós logu alla jólanótt, og hvort sem hann er niður fallinn eða ekki, þá getur hann ekki lengur haft það gildi, sem hann áður hafði, hunn er ekki lengur átak Ijóssoltinnar þjóðar til að svala þeim sulti aðeins einu sinni á ári hverju. Hér á landi hafa jólin verið og eru enn heilt há- tíðatímabil. „Níu nóttum fyrir jól kem ég til manna. Upp á stól, stól, stól, stendur mín kanna“, segir í gömlu jólasveinakvœði. Með fyrstu jólasveinunum kemur forsmekkur jólanna. Þegar ' aldrað fólk rifjar upp jólaminningar sínar, þá minnist það ekki aðeins aðfangadagskvölds og jóladaganna. Hugljúfustu end- urminningarnar eru ekki síður bundnar við dagana fyrir jólin, þegar undirbúningurinn stendur sem hœst, þegar þrœldómurinn yar hvað mestur, þegar viðurvœrið var oft allra fátæklegast, þótt ekki vœri af öðru en bví, að tími gafst ekki til að sinna þeim éldhússtörfum, sem lutu að hinum líðandi degi, — þeirra daga, begar fátœktin kom fram i átakanleg- astri nekt sinni, t. d. í því, að börnin þurftu að liggja nakin í rúmunum, meðan verið var að þvo fötin þeirra fyrir jólin. Ljómanum, sem yfir þessum störf- um hvíldi stafaði af eftirvœntingu, er koma mundi, það var gleði byltingamannsins, sem hefur tekið bjargfasta ákvörðun og stendur í manndómsraunum nýbyggingarinnar. Þessi undirbúningsstörf eru líka svo hátiðleg í eðli sínu, eins og öll þau störf, sem miða að innreið nýrri og bjartari tíma, og auk þess gerð svo hátíðleg, að með þeim hefst hátíðleiki jól- anna. í Gömlum glœðum lýsir Guðbjörg í Brodda- nesi því, þegar móðir hennar var að steypa kertin fyrir jólin. „Þann dag fór hún snemmu á fœtur til að tvinna rökin, þau voru úr Ijósagarni. Þann morgun þótti mér mjög gaman að vakna í rúminu fyrir ofan móður mína, sjá hana tvinna rökin og láta þau á kertaspýturnar. Þá fannst 'mér ég vera stödd í fordyri jólahátíðarinnarHér er í fáum og látlausum orð- um sagður innsti kjarni jólaundirbúningsins, hann leiddi inn í fordyri hátíðarinnar. Ljós í baðstofunni að morgninum fyrr en venjulega, barnið vaknar og m-amma situr á rúmstokknum með Ijósagarn í hönd- unum, og um þetta Ijósagarn myndast svo kertin, sem gefin verða hverju barni og lysa á hverjum rúm- stöpli, þegar jólin eru komin í allri sinni dýrð. Jólin hafa spunnið afarmargháttaðan og merki- legan þátt í menningu þjóðarinnar. Þáttur þessi hef- ur verið svo samgróinn innstu hjartarótum hennar, að þótt fullyrða megi, eins og áður er að vikið, að jólin hafi aldrei verið eins alger trúarhátíð og aðrar hátíðir kristinnar kirkju, þá eru það samt jólin, sem lifa að meiru eða minna leyti sem trúarhátíð í sál þjóðarinnar, eftir að aðrar hátíðir eru að mestu horfnai+úr lifi hennar öðruvxsi en sem fjallgöngu og útilegudagar. Þetta á rœtur sínar i því, að trúarþátt- ur jólanna hefur frá öndverðu verið slunginn þáttum hinnar daglegu lífsbaráttu, fegurstu draumum, þessa fátæklega lífs. Þau voru oft á tíðum einu. rofin, sem fyrirfundust á kafþykkum vetrarhimni œvilángs armóðs. Það var samstillt barátta allra héimilisr manna fyrir björtum dögurn, í svartasta skamm- deginu, barátta, sem að jafnaði var háð méð fullum sigri-með hjálp guðs, sem sendi son simr í heiminn ekki fyrif réttlœtissakir, eins og þegar hann lét krossfesta hann, heldur af því að hann elskaði heim- inn. „í dag er glatt í döprum hjörtum.“ Það er tján- ing þeirra tilfinninga, sem vöjctu í sál þjóðarinnar á hverjum jólum, öld fram af öld, þótt sú tjáning fengi ekki kraft til að brjótast fram í samstilltum söng fyrr en á vordögum íslenzkrar endurvakningar á 19. öld. Eitt skýrasta dœmið um áhrif jólanna í íslenzku þjóðlífi er þáttur þeirra í bókmenntum þjóðarinnar. Allir þekkja jólakvœði Matthíasar, eitt fegursta kvœðið í íslenzkum bókmenntum, kvœðið um barnu- hópinn með kertin sín við kné móður sinnar, hlust- andi á dýpsta vísdóm lífsins af vörum hennar. En jólamyndirnar, sem koma fram í bókmenntum okk- ar eru frá svo mörgum sviðum og fléttaðar svo marg- víslegum viðfangsefnum. Með jólin. að sviði hafa ýmsir þœttir þjóðlífsins verið dregnir frarh á áhrifa- ríkastan hátt, bæði þeir, er rista dýpstar sorgarrún- ir og hinir, sem bjartast er yfir, og þá verða hin and- legu átök við að ráða rúnir tilverunnar, þegar þau eru háð undir kyndlum jólastjörnunnar. Við eigum sögur um jólaferðina í kaupstaðinn. Aldrei gat harð- neskja erlends verzlunarvalds komið fram í grimm- ari mynd, en þegar fátæklingurinn, sem brotizt hafði yfir fjöll og firnindi í svartasta skammdeginu til að le'ita glaðnings bjargarlausu heimili fyrir jólin. var látinn fara synjandi heim til sín með tvær hendur tómar. Hvenær gat eftirvœntingin stigið hœrra en hjá lconu og börnum, sem biðu heimilisföðurins, biðu þess, hvort hann kæmi með nokkra björg fyrir jólin, eða hvort hann kæmist heim í hríðum og fannfergi? Og hvenær gat .fögnuðurinn risið hœrra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.