Þjóðviljinn - 24.12.1948, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.12.1948, Blaðsíða 7
ÞJÓÐVILJINN 7 Jólin 1948 ,■ ...... ........ ITÖLSK VINNA. Oft. er ..yitnað til nútímaítala sem þjóðar í hnignun og þeim legið á hálsi fyrir að framleiða ekki merkileg and- leg verðmœti og drýgja dáðir. Mönnum gleymist jafnoft að meta hitt að verðleikum sem þessi þjóð hefur lifað og gert. Því bókstaflega alt hefur hún lifað og alt hefur hún gert sem gert verður og lifað í þessum heimi, hún á leingri og meiri menníngarsögu að baki en nokkur evrópsk þjpð önnur, afrek hennar samanlögð eru einsdæmi í sögu heimsins. BÍómaskeið og hnignunar, harðstjórnartíma og frelsisskeið, styrjaldir af öllu tagi, viðreisnartímabil full ólgandi bjartsýni, ósigra og niðurlægíngu samfara öllum vonbrigðum lífsins, upp aftur og 'aftur, já hvað hefur þjóð þessi ekki reynt, alt frá því að vera höfð til átu handa óargadýrum mönnum ti'l skemtunar fyrir að- gángseyri og.upp í það að skapa stefnu einsog endur- . yakníngupa, renisansinn. I öllum greinum mannlegrar starfsemi hefur þjóðin átt frömuði á einhverjum tíma — frá þ.ví að finna leingstu farleiðir heimsins í austur og .vestur niður f það að kunna öllum mönnum betur að gera gólf til að standa á. Satt er það að ítalía hefur ekki á síð.ustu áratugum átt höfuðsnillínga til að vega upp á móti þrjúþúsund ára fortíð sinni, en hún hefur áreiðan- j lega ekki átt hlutfallslega færri ágætismenn en aðrar þjóðir. Heimurinn er í menníngarlegum öldudal einsog stendur, finst okkur sem nú lifum. I einu má þó sjá menníngarlegt ágæti ítala á fátækri öld einsog vorri, og það er í daglegu handbragði þeirra, þegar komið er suðr- yfij; fjall fara öll mannaverk að taka á sig fagurt for*i í miðri fátæktinni, listbragðið er tekið við. Það er einsog list hinna miklu tímabila í 3 þús. ára meningaræfi þessar- ar þjóðir hafi orðið eftir í fingrum almennra verkamanna og iðnaðarmanna, tekið sér þar varanlega bólfestu. Hinn . ódauðlegf .fegurðarsmekkur og listandi þjóðarinnar lifir í handbragði verkamannfcins ítalsk^i, dokar þar við („eigi er stúlkan dauð heldur sefur hún“), hvílist um skeið uns rishærra tímabil mun kalla framúr djúpum alþýðunnar nýan hóras, nýan mikelangeló, nýan palestrína. Það er unaður að sjá hvernig þeir byggja vegi og brýr, hve þokkalega þeir reisa aftur húsin sem voru brotin fyrir þeim í stríðinu, hvernig þeir gánga frá allri sinni margvís- ,l<?g:u han.dgerðu smávöru, hvort heldur hún er til skrauts eða nytsemdar, þá alúð og natni sem iðnaðarmaðurinn lpggur samkvæmt einhverju samviskulögmáli og innri . kröfu í yerk sitt, hvernig þörfin og mér liggur við að segja ástríðan til listar og menníngar er hverjum verka- manni í blóð borin og birtist í verki hans. Einhver mesti listrænn unaður sem maður getur notið í ítalíu er að skoða ítalska vinnu af ýmsu tagi, sjá hvemig þeir smíða skó, leggja gólf, gánga frá gluggum, sauma föt, klippa menn og raka, hvað öll smíði verður listræn hjá þeim, jafnvel eldspýtustokkarnir, hvernig gatnagerð þeirra tekur svip af mósaík, vínpaldrar. og brautir verða skraut í landslaginu, þeir stunda listræna jámsmíði í anda gull- smíði, eða skaltu segja listin sem hannyrðakonurnar leggja í dúka sína; handbragð þessarar þjóðar er óslit- in leit að fullkomnun. EVRÓPA SNEISAFULL AF VÖRU. Eitt höfuðeinkenni Evrópu í svipinn, hvar sem maður fer, eru þau ókynstur af vöru sem alstaðar eru á boð- stólum. Allar búðir úttroðnar af nýrri vöru, oft meira að segja betri en var á boðstólum fyrir stríð, birgðirnar kom- ast stundum ekki fyrir inni í búðunum, bæði í Frakk- landi og Italíu er algeingt að sjá vörustöflunum lilaðið upp á gángstéttunum fyrir utan, álnavöru, skófatnaði, búsáhöldum og ýmsu krami, hreinlætisvöru, ávöxtum, súkkulaði og alskonar sælgæti, bókum og listgripum. Vöruskömtun þekkist yfirleitt ekki nema á Islandi, ein- hverjar hömlur kvað þó vera á sykri og feitmeti í ein- stöku löndum, og kaffi er sem næst bannað í Danmörku. Auk þess sem bæði verslanir í Italíu eru fullar og gáng- stéttirnar fyrir utan verslanirnar má sjá götusala slá upp vagnbúðum sínum á öðru hverju horni, bjóðandi alskon- ar varníng, nælonsokka, sápuspæni, varalit, amríkusíga- rettur og altuppí gullsmíði, auk þess er mönnum ekki fritt á strætinu fyrir gotuterri prángara sem eru umboðsmenn smyglara og þjófa og bjóða alskonar smávöru með kosta- kjörum. I kjölfar þessarar ofgnægðar vöru fer kreppa og atvinnuleysi. I Italíu eru nú á aðra miljón atvinnuleys- verslun er stífluð um alla Evrópu, bæði innanlands og ríkja á milli. Bilið milli vöruverðs og verkkaups al- menníngs er svo breitt að yfir það er ekki fært nema fuglinum fljúgandi, þrátt fyrir vörumergðina standa búð- irnar auðar að fólki. Sama máli gegnir um veitíngahús víðsvegar um Evrópu, þau hafa á boðstólum allar kræs- íngar sem hjartað lystir, en borðin standa auð í mat- málstímanum, Evrópa hefur ekki leingur efni á að borða úti, allur .veitíngahússrekstur er í kreppu. Hjá okkur á Islandi standa menn hinsvegar uppi með fullar hendur fjár, en vara fæst ekki í búðum og fátæktin á matskrám veitíngahúsa okkar er orðlögð. Á meginlandi Evrópu aungvu síður en á Islandi ríkir vöntun mitt í alsnægtun- um, aðeins er vöntuninni haldið við með mismunandi að- ferðum hér og þar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.