Þjóðviljinn - 24.12.1948, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.12.1948, Blaðsíða 10
10 ÞJÓÐVILJINN og bólverk fyrir ofan, var venja þar að telja gesti um leið og þeir lentu og öllum gefið að borða. Guð- mundur Rósinkarsson og Guðrún kona hans bjuggu ■ þar þá. Böm þeirra, Ásgeir, Halldór og Sigríður búa þar cnn með sama myndarbrag. Það var mikið unnið í Æðey bæði á sjó og landi. Á vetrum voru elt skinn og settar upp lóðir. Búið var stórt, enda heimilisfólkið margt. í kaupstað var sótt ■'á áttæringi og kornið malað í vindmyllu. Aðaltekjur ' þúsins voru 400 pund af dún. Verk mitt þenna fyrsta vetur var að sækja vatn í bæinn, fjöxutíu fötur af vatni og taka snjóinn af 10 'Stafgólfa baðstofu. Um vorið varð ég smali. Eg þótt- ist hólpinn að vera kominn úr harðindunum að norð- an á þetta ágæta heimili. í Æðey og Ögri lifði ég mínar sælustu stundir. Á þessu heimili kynntist ég fyrst konunni minni heitinni. — Það voru fá ár sem enginn fór giftur eða trúlofaður frá því heimili. Tvær krónur fyrir helgidagsbrot — Frá Æðey fór ég á annað höfuðbólið við Djúp til Jakobs bróður Guðmundar. Hann er bezti búhöld- ur, sem ég hef kynnzt. Eg lærði svo mikið af honum. Hánn var síglaður og fræðandi og sást aldrei skipta skapi hvernig sem á stóð. En það var mi'kið unnið þar l'íka. Um 'hváta- sunnuna veiddist mikil síld og vöktum við þá tvo sólarhringa, þ. á. m. laugardaginn fyrir páska og á hvítasunnudag var sterkjuhiti svo það varð að vinna við aflann svo hann skemmdist ekki. Sr. Sig- urður í Vigur kom þá og lét Jakob greiða tvær krónur fyrir helgidagsbrot! — Kaupið? — Eg fékk 50 kr í árskaup í Æðey fyrst þegar ég kom þangað, eru það hækkaði upp í 70 kr. Jakob bróðir Guðmundar borgaði mér 100 ikr. og bauð mér töluvert meira, hefði ég viljað vera kyrr áfram. Það var mér mikið happ að dvelja þarna, ég kom þangað óþroskaður unglingur úr harðærinu að norð- an í allsnægtirnar þar. i • ' . J « . . Aftur norður á Strandir . Þú hefur ekki viljað ílengjast þar? — Eg fór frá Ögri 1889 norður í mína sveit að Bprgum í Hrútafirði til föður míns, sem iþá var ekkjumaður, og gifti mig um Ihaustið. Dvölin var þó Jólin 1948 ekki löng á Borgum. ég gat ekki Ibyrjað búskap, var efnalaus. Vorið eftir fór ég að Guðlaugsvík og var’éitt ár í húsmennsku hjá Rakúel, bóndanum þar. Þar bættust mér tvíburar. Þaðan fórum við að Þambárvöllum og vorum vinnuhjú eitt ár. Þaðan fórum við sVo að Kjörseyri í Hrútafirði til Finns Jónssonár hrepp- stjóra. Konan var í húsmennsku með börnin, en ég var vinnumaður hans í þrjú ár. Kaupið var 100 kr. fyrsta árið en 150 kr. síðasta árið. Vinnubrögð þeirra tíina — Vinnan i þá daga? — Vinnan var mikil og erfið. Þar var mikíll engja- heyskapur og langt á engjar. Það var heyjað á mikl- um fúaflóum þar sem varð að axla hverja sátu og bera á hestana. Það var alltaf hugsað um að koma sem mestu heim. Það er töluvert verk að binda 120 hesta á dag, þinda hverja sátu og ibera oft langá léið á hestana. Eg man sérstaklega eftir einum slíikum degi. Það var suddavæta allan daginp. og ég var blautur upp á brjóst. Það var legið við í tjöldúm. Vinnutíminn var til kl. 10 á kvöldin frá 7 á morgn- ana. Sumstaðar var byrjað fyrr. Kjörseyrarhjónin vóru mestu snilldarhjón -bæði, hún ekki síður. Börn þeirra voru mörg vel gefin. Þrjár dætur þeirra búa enn í nágrenni við mig k»g vináttan helzt óbreytt enn. Mesta happið í mínum búskap — Frá Kjörseyri fór ég að Ljótunnarstöðum 1895. Var þar húsmaður hjá sóknarprestinurh, Páli Ólks- syni- ' uJv:::#' Þá átti ég 12 kindur og keypti eina kú á 90 kr.pj— sem þótti dýrt og hest á 60 kr. Eg var káúpama&ur hjá sr. Páli meir en helminginn af sumrinu. -Z& Beljan er ég hafði keypt, fór einn sunnuda|ís- morgun að Prestbakka, komst þar inn í hlöðu, sém búið var að hirða í en var þó eftir geil að ehdilöngu. Hún tróð sér inn fyrix þrepið á veggnum — og kafn- aði í geilinni. Prestur var þá ferðbúinn til að megga svo ég varð að fara á næsta bæ til að fá- mannhjálp að ná henni upp úr geilinni og koma hénni iheind; Eg var þá orðinn mjólkurlaus með tvö börn. Eg varð því að hafa mig í það að leita að annarri %ú. Fór strax á mánudagsmorguninn til Hjörts Lin.4als á Núpi í Austurdal í Miðfirði. Hann brást vel við og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.