Þjóðviljinn - 24.12.1948, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.12.1948, Blaðsíða 6
6 ÞJÖÐVILJINN Jólin 1948 þessa'1 opinbera betls, sem er samkvæmt skilgreiníngu kristilegt, göfugt og fagurt, þrifst síðan einkabetlið, als- konar siðferðilega vánkaðar persónur gerast kristsfátækl- íngar af köllun og uppá eigið eindæmi, klæða sig í drusl- ur og klína skít framaní börn sín, leggja síóan á stað með þau þángað sem ríka fólkið situr bíðandi dagráðs að frelsa sál sína frá helvíti. Fyrir nokkrum kvöldum sá ég hvar vörpulegur maður sat á tröppum í Via Sistina og grét hástöfum með barnkind í hnjánum vafða innaní bréf. Fólki úr löndum þar sem almannatryggíngar eru í sæmi- legu lagi verður starsýnt á slíkar aðferðir við innheimtu ómagalauna, og ekki er ég farinn að sjá útlendíng gefa betlara ölmusu á gángstéttarköffunum í Via Veneto, en ítalskar konur sem hafa á sér heldrasnið fara með sjálf- virkum hætti ofaní budduna sína hvenær sem betlari nálgast. Einn morgun sá ég kvenbetlara á Doney skatt- leggja allar ítalskar skartkonur sem þar sátu yfir mat- lystarauka, og ég er viss um að skottan hefur haft þarna uppúr sér meðalverkamannsdaglaun á tíu mínútum, en skartkonurnar frelsað sálina. Betlarar eru’draummynd kristilegrar yfirstéttar um það hvernig fátækir menn eiga að vera, einginn fyrirlítur hinsvegar betlara meira en öreigar. Betl er altaf sjónleik- ur, en sönn fátækt er stolt. Á öld einsog vorri, þegar öreigabyltíngin er orðin sterkasta vald heimsins, er erfitt að hugsa sér andstyggilegri manntegund en betlara. STÉTT FKÁ DÖGUM LORÐANNA. * . A Hermontarar fasismans i einkennisbúníngum úr óper- ettu, úttútnaðir föðurlandshúrrarar og mússólínar óðfús- ir að selja land sitt, eru horfnir af götúnúm og réttarhöld- in yfir einum helsta föðurlands- og húrrasvikaranum Graziani, sem ítalir kalla bróðurmorðingjann, ilt fradri- cido, standa sem hæst. En velli halda þeir prakkarar sem gera Italíu enn meiri skaða og skömm en nokkrir her- montarar, föðurlandshúrrarar, grazíanar og mússólínar, en það er sú undarlega manntegund, sambland betlara og þjófa, sem laungum hefur í þessu landi til valist að sinna þörfum ferðamanna. Þetta eru menn sem allir hafa heiðar- legan starfa með höndum, en kappkosta að stunda hann af óheiðarleik, burðarkarlar, ökuménn, leiðsögumenn, gondólaræðarar, minjagripasalar, obbinn af þeim m*nnum ‘ sem stunda ferðamannaviðskipti utan gistihúsanná. Sem gamall og nýr ítalíufari mundi ég vilja ráða út- lendíngi að vera við því búnum að rífur hluti ferðakostn- aðar hans í Italíu fari í alskonar gabb. Efménn eru ekki fúsir til að láta bilstjóra eða burðarkall gabba sig um hundrað prósent, eða borga alskonar uppdiktaða liði á reikníng sínum hjá mjúkmálum gestgjafa, þá verðá þeir líka að vera viðbúnir að standa í endalausu 'rifrildi um smáupphæðir allan daginn við alla menn sem þeir þurfa að leita til um fyrirgreiðslu. Orsökin til þess að flestum ítölum sem stunda ferða- mannaþjónustu finst prettvísin æðra boðorð en Öll örinur boðorð guðs liggur í rótgróinni skoðun þessarar stet'tar, erfðrar frá fyrri tímum, að allir ferðamenn Sem híngað 1 komi af öðrum þjóðlöndum séu lorðar sem ánnað hvort taki ekki eftir þó þeir séu snuðaðir eða standi á sáma um það. Þessi skoðun er svo rík hjá ítalanum, að ef á- vaxtasaii á torgi sér útlenclíngslegan marin nálgast, þá flýtir hann sér að skifta um verðmerki á ávöxtunum, setja þrjá fyrir einn, ef vera kynni að þetta stórauðuga mál- lausa fífl skyldi nú hafa hugsað sér að festa kaúþ á epli. Sú var tíð að þeir sem gerðu ferð sína til ltalíu af öðrum löndum voru yfirleitt ekki að velta eýrinúm tvlsvar í lófa sér, og það vissi ítalski fátæklíngurinn. Sú stétt manna sem stundar ferðamannaþjónustu í Ifaiíii er gersamiega afturúr, og veit ekkert hvað hefur gerst í heiminúm síðan afar þeirra voru að snuða lorðana, hafa ekki áttað sig á því að aðall og borgarastétt eru úfdauðar auðs'téttir í miklum hluta heims, og nútímaferðáirierin eru yfirleitt ekki ríkari en þeir sjálfir, flest mentamerin eðá fátækir launþegar sem hafa lengi verið að spara séf saman í í- talíuferð í því skyni að geta víkkað ándlegan sjónhríng sinn af kynníngu við ítalskan menníngararf ódauðiegan. Aðeins nokkur hluti amríkana heldur enri við þeirri föm- eskjulegu hugmynd ítalskra fyrirgreiðslumanria áð út- lendíngur og heimskur auðkýfíngur sé samheiti. Fjöldi útlendínga dvelst svo í ítalíu, sumir ieingur aðr- ir skemur, að þeir komast aldrei í tæri við anriað fólk en betliþjófa þá af ýmsú tagi, sem gerst hafa sjálfskipaðir fulltrúar lands síns innan ferðamannaþjónustúnriar. Þ'etta er þeim mun hróplegra sem slíkur trantáralýður gefur alrángar hugmyndir um ítalskan almenriíhg. ‘Italir spyrja oft, hvernig stendur á því að við njótum lítils álits í út- löndum, en orsökin til þess er ekki hváð síst sú, að yfir- völd þeirra leyfa manntegund sem annarsstaðar er geýmd bak við lás og slá að vera fulltrúar lándsins gagnvart útiendíngum. Það var stórgrein á dögúnum í Gíorrtale d’Italia um það ógagn sem þessi stétt vinnur landi sínu, framferði hennar kallað „ántituristico,“ en ekki gat blað- ið bent á önnur ráð gegn ófögnuðinum en brýna fyrir út- lendíngum að vera ódeigir að kæra svikahrappaná fyrir lögreglunni. Ég kýs þó heldur að lofa smáþjóf áð stelá af mér en standa að. lögreglukærum á hendur íbúum.þess lands þar sem ég er gestur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.