Þjóðviljinn - 24.12.1948, Blaðsíða 34

Þjóðviljinn - 24.12.1948, Blaðsíða 34
34 ÞJÓÐVILJINN Jólin 1948 ííeimtu ölmusuna. Mælt er að maður einn sem komið '■ ‘v hefur nokkuð meira við sögu kristninnar en þessir herramenn hafi í lifanda lífi tamið sér aðra fram- komu við sína minnstu bræður. Ekki hefur mér auðnazt að skilja i f rsvegna ástæða þótti til ofan á allt hitt að óvirða söfnuðinn með því að fela sóknarprestinum að taka þátt í þess- um skrípaleik. En því verður ekki trúað fyrr en lagðar verða fram staðfestar útskriftir úr bókum safnaðarins, er sanni hið ga.gnstæða, að nokkur alls- gáður maður í söfnuðinum hafd átt frumkvæði að þessari vígsluaðferð né fallizt á haaa fyrirfram. Vart þarf að fræða góðfúsan lesanda á því að þessi framkoma biskups og hinna wraidlegu háyfirvalda styðst ekki við nokkurn staf í lögum eða venjum hvorki kirkjuréttar né veraldlegs efnis. Athöfn þessi mun.ekki eiga sér nokkura fyrirmynd í allri kirkju- sögu landsins, og eignast sennilega ekki eftirmynd í bráð. Hún er öll eitt hið afkáralegasta hneyksli sem hér hefur verið framið fyrr og síðar, og vei'öur for- stöðumönnum til þeirrar ánægju sem þeir hafa kosið sér og fyrirbúið sjálfir. Er óskandi að atburðir þessir verði til að skýra afstöðu Bessastaðakirkju til safn- aðarins, svo úr því fáist skorið 'hvort bændur mega óáreittir halda þar messur sínar og aðrar kirkju- legar athafnir, hvort sóknarmenn mega hljóta sitt hinzta leg í kirkjugarði staðarins og hvort eftirlif- andi fá að sýna leiðum látinna ástvina \'enjulega ræktarsemi, ellegar hvort hús þetta á að vera fram- vegis hallarkirkja fordildarinnar og hégómaskap- arins á æðri stöðum. Viku eftir vígslu- og veizludaginn mikla var söfn- uðinum hleypt inn í kii'kjuna ásamt söngflokki sínum án lúðrablásturs eða trumbusláttar háyfirvaldanna. Biskup var þá kominn á annan stað í landsf jórðungn- um (með bagal í mund?), en fulltrúar sverðsins virtu kirkjugriðin þennan dagi; En .þriðja veizlan \*ar boð- uð á bréfum til hinna gildari bænda í söfnuðinum. Ekki hefur þess verið get-ið í fréttum hversu margir fengu boðsbréf né hverjir þáðu að koma. Hitt er kunnugt að margir einstaklingar þóttu ekki í húsum hæfir, þar á meðal ýmsir úr söngflokknum er flutti þennan dag lofsönginn í hinu strangvígða húsi. Atburðimir sem ræddir hafa verið hér að framan eru merkir fyrir þá sök aðeins að þeir sýna. sérstakt viðhorf þriggja æðstu embættismanna landsins í skiptum við fjölmennustu stéttir samborgara sinna. Þeir voru þarna einir að verki og að öllu sjálfráðir. Þetta verður ekki kennt undirmönnum né kallað mis- tök. Þeir eiga sjálfir allan heiðurinn óskiptan. Hinir sern ekki fundu náð innan hinna víðu dyra \*eizlu- skálans mikla á Bessastöðum munu einskis sakna. En höfundur þeirrar tiúar, sem Þjóðkirkja íslands er vígð, hefur sjálfur boðað aðra veizlu síðar þangað sem ýmsa mun fýsa að sækja: „Og hann sagði við þá: Kostið kapps um að komast inn um þröngu dyrnar; því að margir, segi ég yður, munu leitast við að komast inn og ekki geta. Frá þeim tíma er húsbóndinn er uppstaðinn og hefur lokað dyrunum og þér takið að standa fyrir utan og berja á dyrnar, segjandi: Herra, ljúk upp fyrir oss! þá mun hann svara og segja við yður: Ég þekki yður ekki, liyaðan eruð þér. Þá munuð þér taka að segja: Vér höfum etið og drukkið fyrir augum þér, og á st.rætum vorum kenndir þú. Og hann mun segja: Ég segi yður, ég veit ekki hvaðan þcir eruð; farið frá mér, allir ranglætisiðkendur! Mun þar þá verða grátur og gnístran tanna (Lúkas 13, 24—28). Verkamenn þeir og ionaðar og söfnuður Bessa- staðakirkju sem misstu af boðsbréfunum frægu hinn 31. okt. mega vel við una. Verkaskiptingin verð- ur hin sama og áður. Þeir munu fá að greiða sinn hluta af reikningnum fyrir þá viðgerð á Bessa- staðakirkju sem eftir myndum og fregnum líkist einna helzt breytingum þeim er Vandalar gerðu á merk.um byggingum og sögufrægum listaverkum í Róm á mlðri fimmtu öld, og hlutu alþjóðlegt nafn i sögunni. Menn hafa áður verið dagsverkaskyldir til Bessastað? og munu enn ekki kippa sér upp við slíkt. Og þeir hafa áður fengið önnur boð frá Bessa- stöðum og ráðamanni hvítáhússins við Lækjartorg, og munu senda aftur svarið við hentugleika. Trúað- an almenning hér á Innnesjum þarf tæplega að fræða á efni þess boðskapar sem tjáður er 63 sinnum (skrifa sextíu og þrem) með latneskri skammstöfun á altarisklæðið nýja í nývígðu kirkjunni, hitt væri líkara að biskup og aðrir skriftlærðir hefðu gott af að hugleiða anda hans nánar. Það cr alkunna að leikstjórar Hollívúdds telja.að heldri menn taki sig betur út í veizlum og á kvikmynd og hafi meira auglýsingagildi en almenningur. Og það getur vel verið að vinkonur biskupsins þar telji hann voðalega kjút og agalega smart. En hitt þætti mér trúlegra, þegar Einari frá Hvalnesi skilst að þetta átti að vera ,,alvöru“ vígsla og „alvöru“ veizlur, að hinn snjalli hlátur hans muni bergmála allt frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.