Þjóðviljinn - 24.12.1948, Blaðsíða 40

Þjóðviljinn - 24.12.1948, Blaðsíða 40
40 ÞJÓÐVILJINN Jólin 1948 Jfr ,1 >* u*Hl r .»V E#'/u« .»«» Méía raikla virðingu fyrir þessu að hann hafi varla þorað að færa atburðinn í letur. Þessar sprengingar virt- ust all-tíðar hjá fólki af háum stigum í þjóðfélaginu, cnda fræða oss gömul blöð og helgisagnir á því, að meðal klerka og aðals var eðallyndið mest; riddarar, 'il dæmis, krossuðu sig og drápu síðan, i’iipluðu og rændu af einskæru eðallyndi, og ef þessar hetjur urðu fyrir hjartasorg, spiluðu þeir og sungu þar til þeir sprungu. Þegar ég var krakki, tók ég slíkan atburð svo alvarlega að ég hélt að' er ég stækkaði og yrði skotinn i stelpu og hún segði mór upp eða dæi, þá myndi ég kannski spfinga, þannig, að kvið- urinn rifnaði, en samt ekki það mikið að innvolsið færi út — það var svo ljótt. — Einhverstaðar er þess getið í þekktri sögu að er unnustan dó, settist elskhuginn niður og sló gígjuna svo mjög að hljóð- færið sprakk og hjarta 'hans líka — allt af harrni — en þar er nefnt hjartað en ekki maðurinn sjálfur. — En nú þykir slíkt ekki fínt lengur, hélt ég áfram og sló laglegri fléttu á vel hirtan hökutoppinn Fólk springUr ekki meira, ekki úr harmi að minnsta kosti, svo vitað sé. Eg gæti trúað að margir tærist upp af sorg, og ég veit að þyngsta sorgin er þögul og látlaus og það má kannski segja um þær per- fiónur, sem bera slíkar byrgðar til hinztu stundar, að hjarta þeirra springi af harmi Aftur á móti efast ■'ig um þann harm sem fólk ber utan á sér í svörtum dulum og hátíðasvip, og sem betur fer er það ekki aiður hjá vorri þjóð að auglýsa harm sinn með rif- inni skikkju og öskuaustri, en það gera sumar þjóð- ir. — Já, sagði hugsuðurinn niður í gólfið, þyngsta sorgin er alltaf þögul, það reyni ég núna, og það er af þeirri sorg sem menn springa — allt. í einu. Hjartað brestur. Það kemur lágur, suðandi hvellus. Hann tók undir sig stökk og hvarf inn í klefann ainn. Rétt á eftir heyrði ég hann slá nokkra þunga og dimma tóna úr kirkjulegu stefi á gífar; undir ráulaði hann drungalegt lag í monotóniskri stcmmu, sem líkti'st kaþólskum grafsöng. Dagur Austan. Stígum fastar á fjöl, spörum ekki skó; guð má ráða, hvar við dönsum önnur jól. Stefán Hörður Grímsson: Þrjy kvaeðt Sumar í fiskibæ Hin brúnu fiskinet þorpsins hanga á grindum og stögum færi og stokkaðar lóðir bíða í hálfrokknum. króm skolgráar fjarðarunnir gjálfra hjá staurabryggjum og daðra við bikaða súð handan við lyngása græna fjarst í vestrinu logar dálítil kringlótt sól og í daufu sólskini kvöldsins sezt lítil stúlka undir skúrvegg og bíður þess bljóðlát að einhver komi hjá næsta horni. 1 brjóst mitt hefur dropið eitur I brjóst mitt hefur dropið eitur af vængjum hins .svarta fugls sem fló fyrir brjóst mitt og stjörnurnar sem brostu kankvíslega í litlum skýjagluggum hafa slökkt á kertum sínum og gengið til náða. Eins og hvítir fuglar í sólskini svifu fyrrum mínar óskir þá var azúrblátt haf við ströndina sem beið eftir skipi mínu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.