Þjóðviljinn - 24.12.1948, Blaðsíða 39

Þjóðviljinn - 24.12.1948, Blaðsíða 39
Jglin 1943 ÞJÖÐVILJINN 39 -86 starandi og auðséð var að hann var ekki nema að hálfu leyti í hinu raunverulega umhverfi. Eg átti langt samtal við hann í dag og það er líka helgur dagur. Heilagur andi hefur farið um allan hinn kristna heim, en hér hefur hann farið fram hjá, ekki svo mikið sem rekið inn kollinn að öðru leyti en því, að miðdagsmaturinn var nauta- kjöt í stað ýsu. Eg kom að honum þar sem hann stóð álútur með hendur í vösum og virtist stara út um glugg- ann, en ég hafði einhvemveginn á tilfinningunni að hann sæi alls ekki neitt fyrir utan Hár og grannur líkami hans var slappur, andlitið fölt og þreytulegt, svartur skegghýjungur, ennið hátt, gáfnalegt undir dökku úfnu hári, augun dauf, dreymandi og fjar- læg. Hvað gat hann verið að 'hugsa núna ? Ég gekk til hans og spurði hvernig heilsan \'jeri. Hann leit ekki einu sinni á mig hvað þá annað, svo ég fór að gá út um gluggann og vita hvort ég sæi ekki eitthvað markvert. — Heyrðu, sagði hann allt í einu án þess að líta á mig — heldurðu að það geri nokkuð til þó þeir setji rjúpnabein í höfuðið á mér? — Hvað segirðu maður — rjúpnabein? ..,-rr- Já, rjúpnabein, úr rjúpu. Hún flýgur hratt og óháð allri tilvemnni. — Hverjir ættu að setja það í þig? — Stjörnufræðingarnir. . — Já, auðvitað. Nei, nei, það er sjálfsagt mjög gott. En er eitthvað í ólagi í toppnum? Af h\*erju viltu fá þangað rjúpnabein? Heldurðu, sagði hann án þess að virða spurn- ingu mína svars,.og allir miklir menn hafi ekki lesið heimspeki? Eg er alveg viss um að Churchill hefur lesið heimspeki. Hann er heimspekingur. Einu sinni kveikti hann í vindli og sendi alla. fegurð í hnakkann i.ítoosevelt. Þetta er staðreynd, ég hefi lesið það. Hpfur þú nokkurn tírna lesið heimspeki? Eg hélt að þú værir lesinn. I hvaða trú hefur þú lesið heim- speki? — Hvaða trú meinarðu, komst ég loksins að, guðstrú ? Annars hefi ég lítið lesið í lieimspeki, bætti ég afsakandi \\ð. — Eg meina enga guðstni, sagði hann og horfði á mig hálf vandræðalega eins og liann væri ekki glveg viss í sinni sök. — Eg meina til dæmis ídeal- isma. Idealismi er heimspeki — og ítölsk trú. — Annað hvort slær út í fyrir þér eða ég skil þig ekki, svaraði ég. — Jú, þú verður að skilja mig, það er enginn sem gerir það. (Hann sagði þetta með öllum líkam- anum og það skein óljós ákefð úr augunum). Heim- speki, stjörnur, ítölsk trú, idíealismi; það eru til heilar symfóníur af ídíealisma í ítalskri músík — því eins er ídealismi ítölsk trú_ — Auðvitað, svaraði ég, það er til ídealismi í allri músík, en orðið er ekki nein sérstök trú. Það er fyrst og fremst hugtak og það er hægt að nota það í svo mörgu. Til dæmis í beinni mótsetningu við hið raun- verulega, hið andlega við hið efniskennda og svo framvegis. Og þetta hugtak er notað í músík, bók- menntum og heimspeki og sjálfsagt í ítalskri trú líka, ef Italir hafa þá nokkra sérstaka trú. Nú er Mússolini dauður. Hann virtist ekki einu sinni taka eftir því sem ég sagði og var farinn að tala um tónskáld við sjálfan sig. Eg stóð og hlustaði á, á meðan hann rakti bernsku Beethóvéns og lýsti fegurð æsku- stöðva listamannsins, sem hann taldi að myndi hafa verið uppistaðan í öllum hans inndælustu verkum. Sjálf persónan Beet'hoven; sagði hann, var dularfull og sterk og andi hans var samansettur af þrótt- mikilli fegurð. Hefurðu riokkurn tíma heyrt guð- dómlegra en þegar sterkir, þróttmiklir tónar renna út í viðkvæma fegurð? Hefurðu aldrei séð látlausa hvíta fegurð mánabjartrar nætur skína út úr tón- um Beethovens? Hefurðu aldrei séð blindan tón- snilling gægjast fram á milli tónanna og gefa þér einn gúmorinn? Það var synd að hann skyldi aldrei yrkja um Síríus. Hann sagði þetta hægt og hugsandi, starandi á ekki neitt eða jafnvel inri í sjálfari sig, óg hvort ég samsinnti eða ekki, virlist hönurri'riákvæiniega saina um. " "■ ' • 5 Af hverju heldurðu, sagði hánn allt í einu og beindi nú orðuirum til mín, að listamenn deyi af harmi ? Eg hefi lesið minnsta kosti um tvo. Þeir' dóu af harmi — sprungu! — Tja, ég veit ekki, svaraði ég spekingslega og strauk hökutoppinn. Sem betur fer skeður það sjaldan nú á dögum, riu hafa víst flestir listamenn nóg að éta. En v.'ð lesum um það í gömlum sögum og þá helzt klassískum frá dögum rómantíkurinnar, að það virtist all-algengt fyrirbæri að elskhnginn eða unnustan sprakk af harmi ef hitt sálaðist, og það er engu líkara en að höfundurinn hafi borið svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.